Sætt og suðrænt sítrónusmjör

Sítrónusmjör er mikið notað í Englandi og þá gjarnan ofan á brauð og það er tiltölulega auðvelt að útbúa það. Bragðið kemur skemmtilega á óvart, frísklegt og örlítið sætt en þó að um smjör sé að ræða þá líkist sítrónusmjörið meira marmelaði og ætti því að vera góð viðbót fyrir alla unnendur þess


2 sítrónur
4 dl flórsykur
2 egg
75 g smjör

Aðferð:

Skolið sítrónurnar vel í volgu vatni og þerrið þær. Rífið börkinn af báðum sítrónunum og setjið börkinn í pott. Kreistið safann úr sítrónunum og setjið út í pottinn ásamt flórsykrinum og eggjunum. Látið suðuna koma upp, hrærið vel og sjóðið við vægan hita þar til blandan þykknar, hrærið stöðugt í á meðan. Takið pottinn af hitanum og bætið smjörinu út í og hrærið þar

Hrísgrjónaréttur frá Miðjarðarhafinu

2 stk grænar paprikur
½ bolli steinselja (ath einn bolli er 250 ml)
1 laukur
2-3 geirar af hvítlauk
½ bolli vatn
2 bollar hrísgrjón
3 msk olía
3 bollar vatn
1 tsk gróft salt

Byrjið á því að setja grænmetið allt í matvinnsluvél ásamt ½ bolla af vatni. Hrísgrjónin eru létthituð í olíu í nokkrar mínútur og hrært í á meðan. Grænmetismaukinu blandað út í og hrært í nokkrar mínútut til viðbótar. Restinni af vatninu bætt saman við ásamt salti og lok sett á pottinn. Suðan látin koma upp en hitinn síðan lækkaður í lægsta hita og grjónin látin malla í 25 mínútur eða þar til að allur vökvi er gufaður upp.

Til tilbreytingar er gott að breyta kryddunum og t.d. bæta við fersku basil og capers. Þessi réttur og ítölsk fiskuppskrift passa mjög vel saman ásamt fersku slati

Kínverskur hrísgrjónaréttur - steikt grjón

460g hrísgrjón
3 egg
1/2 tsk salt(eða eftir smekk)
2 grænir vorlaukar,saxaðir
100g hreinsaðir rækjur
100g baunir nýjar eða frystar og þíddar
2 msk. dökk sojasósa
4 msk. olíu

1. þvoið hrísgrjónin vel og setjið þau í pott ásamt vatni svo fljóti vel yfir.

2. látið suðuna koma upp á grjóninum,hrærið einu sinni í og minnkið þá hitann.setið lok á pottinum og sjóðið við hægan hita í 20 mínútur,eða þar til grjónin eru nánast þurr.

3. skolið hrísgrjónin í köldu vatni og hrærið í með gaffli til að losa þau sundur.

4. þeytið eggin létt.hitið 1 msk. af olíu á pönnu.hellið eggið í pönnuna og hrærið rólega með steikingarspaða meðan eggin hlaupa.takið eggjahræruna af pönnunni og setjið í skál

5. hitið aðra msk af olíu og steikið bauninar og rækjunarí 2 mínútur.setið það svo í skál og látið bíða.

6. hitið nú það sem eftir er af olíuni og hellið hrísgrjónum á pönnuna.snöggsteikið til að gegnhiti grjónin,bætið svo eggjahrærunni og rækjublöndunni út í ásamt sojasósu. saltið grjóninn eftir smekk og njótið.

Tómatahrísgrjón

2. blaðlaukar
2,msk, olía
2, hvítlauksrif
1, tsk, kóríanderkrydd
1/2, tsk, kanill
2, grænar paprikur
175,gr, hrísgrjón
1,msk, tómatkraftur
450,gr, tómatar
3,dl, grænmetissoð
salt+pipar

Sneiðið blaðlaukinn og steikjið í olíu með hvítlauknum í 3, min. Bætið kryddinu við og steikjið í 2,min. Setjið papriku og hrísgrjón út í og steikjið í 3,min. Hrærið tómatkrafti út í 2,msk, af vatni og hellið út á pönnu. Afhýðið og saxið tómata. Setjið á pönnuna ásamt grænmetissoðinu, sjóðið við vægan hita undir loki í 25,min,hrærið í af og til. Kryddið með salti og pipar

Svepparísottó fyrir 4-6.

250 gr sveppir
200 gr tilda arboria risotto rice
75 gr smjör
50 gr ostur
3 dl kjúklingasoð
2 msk graslaukur
1 stk laukur
1 dl rjómi
1/2 dl hvítvín eða mysa
salt og pipar.
Aðferð

Svepparísottó er léttur hrísgrjónaréttur sem er einfaldur í matreiðslu. Vinsælt er að bæta kjúklingabitum steiktum út í svepparísottóið.

Skerið niður sveppina, saxið laukinn , graslaukinn, rífið niður ostinn. Skerið sveppi niður og létt steikið.

Bræðið 25 gr. smjör í potti, mýkið laukinn í smjörinu án þess að hann brúnist og kryddið síðan með salti og pipar. Setjið hrísgrjónin í pottinn og hrærið þar til þau fara að mýkjast. Hellið þá kjúklingasoðinu og hvítvíninu(mysu)hægt og rólega saman við og látið síðan sjóða við vægan tíma þess á milli en þetta getur tekið dágóðan tíma. Bætið því næst sveppum, ásamt rjómanum, og sjóðið í 5 mínútur í viðbót. Takið þá pottinn af hellunni og hrærið smjörið saman við smátt og smátt út í . Setjið réttinn í skál, stráið graslauknum og rífið ostinn yfir.

Berið fram með grófu heimabökuðu brauði eða ítölsku brauði. Eining er gott að steikja grænmeti og þá t.d. gulrætur, brokkáli, blómkál, rauðlaukur, rófur eða hnúðkál, og paprikur allir litir kryddað með grænmetiskryddi og hvítlaukssalti og t.d. taaza masala

Spænskur hrísgrjónaréttur

2 dl vatn
¼ tsk salt
1 dl hrísgrjón

4 sneiðar beikon (eðal)
1 laukur
¼ paprika
50 g nautahakk (helst 7%)
2 dl tómatsafi
½ tsk salt
½ tsk ensk sósa
½ tsk ideal sósa
1-2 dropar Tabaskosósa
1 tsk paprika


Sjóðið hrísgrjónin í 2 dl af vatni í 10 mín. Skerið beikon, lauk og papriku smátt.
Setjið beikonið á kalda pönnu og láttu það brúnast. Takið það af pönnunni. Brúnið lauk, papriku og kjöt á pönnunni ( ekki bæta við olíu)
Hrærið soðnum hrísgrjónum, tómatsaf, beikonbitum og kryddi saman við kjötið á pönnunni og hellið því í smurt eldfast mót.
Bakið hrísgrjónaréttinn neðarlega í ofni við 200 C í 20 mín.
Berið fram með grófu brauði og fersku salati.

Hrísgrjónaréttur með kjúkling

7 desilítrar vatn
5 desilítrar kjúklingakjöt, eldað og saxað
2 1/2 desilítri rjómi
200 grömm rifinn ostur
1 teskeið sítrónupipar
2 pressuð hvítlauksrif
1 rauð paprika, söxuð
Hrísgrjón)
1 saxaður laukur


Sjóðið hrísgrjónin í vatni, við vægan hita, í 10-12 mínútur. Hellið vatninu úr pottinum. Steikið lauk, papriku og hvítlauk og blandið því saman við grjónin ásamt kryddi, osti og kjúkling. Setjið blönduna í eldfast mót og hellið rjóma yfir. Bakið við 180 gráður í 15 mínútur.

Fylltar pönnukökur

14-18 pönnukökur
4 dl. soðin hrísgrjón
350 gr. Kjúklingabringur (eða kjúklingaafgangar)
200 gr. sveppir
2 blaðlaukar
1 rauð paprika
2 tesk. karrý
salt og pipar
200 gr rifinn ostur

Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið í ólífuolíu – eða notið afganga af kjúklingi. Saxið allt grænmetið smátt og bætið á pönnuna ásamt karrýinu. Þegar kjúklingurinn er eldaður er hrísgrjónunum bætt við og smakkað til með salti og pipar. Bætið einnig ólífuolíu við ef þurfa þykir. Hrærið rifna ostinum saman við og setjið fyllinguna í pönnukökurnar.

Berið fram með salati og sinnepssósu eða hunangssósu.

Mexíkóskur hrísgrjónaréttur

4 dl vatn
2 dl hrísgrjón
1 msk olía

2 dl gulur laukur, saxaður
1/2 græn paprika, söxuð
1 hvítlauksgeiri
1 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk paprikuduft
1/2 tsk chiliduft
2 tsk tómatsósa
1 dl tómatar, saxaðir
2 tsk limesafi

Látið suðuna koma upp á vatninu áður en hrísgrónin eru sett útí og sjóðið þau 8 mín. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn, paprikuna og hvítlaukinn og kryddið. Bætið lime safanum útí í lokin ásamt hrísgrjónunum, tómötum og tómatsósu og hrærið saman.

Steikt hrísgrjón

600 g soðin hrísgrjón
6 stk. vorlaukar
3 egg
2 hvítlauksrif
ferskt kóríander
salt
pipar
olía til steikingar

Hreinsið vorlaukinn og skerið í bita. Skerið hvítlaukinn smátt. Setjið olíu á pönnuna og síðan vorlaukinn og hvítlaukinn og svitið létt. Setjið síðan eggin út á og hrærið hraustlega til að fá þau eins og hrærð egg. Því næst eru grjónin sett út á og kryddað með salti og pipar. Að lokum er ferska kóríanderið sett út á.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband