Spænskur hrísgrjónaréttur

2 dl vatn
¼ tsk salt
1 dl hrísgrjón

4 sneiðar beikon (eðal)
1 laukur
¼ paprika
50 g nautahakk (helst 7%)
2 dl tómatsafi
½ tsk salt
½ tsk ensk sósa
½ tsk ideal sósa
1-2 dropar Tabaskosósa
1 tsk paprika


Sjóðið hrísgrjónin í 2 dl af vatni í 10 mín. Skerið beikon, lauk og papriku smátt.
Setjið beikonið á kalda pönnu og láttu það brúnast. Takið það af pönnunni. Brúnið lauk, papriku og kjöt á pönnunni ( ekki bæta við olíu)
Hrærið soðnum hrísgrjónum, tómatsaf, beikonbitum og kryddi saman við kjötið á pönnunni og hellið því í smurt eldfast mót.
Bakið hrísgrjónaréttinn neðarlega í ofni við 200 C í 20 mín.
Berið fram með grófu brauði og fersku salati.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband