Svepparísottó fyrir 4-6.

250 gr sveppir
200 gr tilda arboria risotto rice
75 gr smjör
50 gr ostur
3 dl kjúklingasoð
2 msk graslaukur
1 stk laukur
1 dl rjómi
1/2 dl hvítvín eða mysa
salt og pipar.
Aðferð

Svepparísottó er léttur hrísgrjónaréttur sem er einfaldur í matreiðslu. Vinsælt er að bæta kjúklingabitum steiktum út í svepparísottóið.

Skerið niður sveppina, saxið laukinn , graslaukinn, rífið niður ostinn. Skerið sveppi niður og létt steikið.

Bræðið 25 gr. smjör í potti, mýkið laukinn í smjörinu án þess að hann brúnist og kryddið síðan með salti og pipar. Setjið hrísgrjónin í pottinn og hrærið þar til þau fara að mýkjast. Hellið þá kjúklingasoðinu og hvítvíninu(mysu)hægt og rólega saman við og látið síðan sjóða við vægan tíma þess á milli en þetta getur tekið dágóðan tíma. Bætið því næst sveppum, ásamt rjómanum, og sjóðið í 5 mínútur í viðbót. Takið þá pottinn af hellunni og hrærið smjörið saman við smátt og smátt út í . Setjið réttinn í skál, stráið graslauknum og rífið ostinn yfir.

Berið fram með grófu heimabökuðu brauði eða ítölsku brauði. Eining er gott að steikja grænmeti og þá t.d. gulrætur, brokkáli, blómkál, rauðlaukur, rófur eða hnúðkál, og paprikur allir litir kryddað með grænmetiskryddi og hvítlaukssalti og t.d. taaza masala

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband