Draumaterta Hildar

1 Svampbotn
1 Marengsbotn
1/2 dós niðursoðnar perur
1/2 l (-2 dl) rjómi, þeyttur

Krem
2 dl rjómi þeyttur
2 dl flórsykur
3 eggjarauður
60 g bráðið suðusúkkulaði
Allt hrært saman, rjóma blandað við.

Raðað saman í þessari röð: Svampbotn, perur, krem, rjómi, marengs, krem, skreytt með rjóma.

Draumaterta

Svampbotn:
2 egg
70gr. sykur
30gr. hveiti
35gr. kartöflumjöl

Marens:
3 eggjahvítur
150gr. sykur
bakað í klst. við sirka 100°C

Krem:
3 eggjarauður
4 msk. flórsykur
50gr. brætt súkkulaði
1 peli þeyttur rjómi

Eggjarauður og flórsykur þeytt saman. Bræddu súkkulaði blandað saman við og þeytt á meðan. Rjóminn þeyttur og öllu blandað varlega saman.

Kakan sett saman þannig:

Fyrst svampbotninn, síðan u.þ.b. 1 cm þykt lag af þeyttum rjóma og annað eins af kreminu. Síðan marensbotninn og aftur jafn mikið af þeyttum rjóma og afganginn af kremi hafður efst. Hliðarnar skreyttar með þvúi, sem eftir er af rjómanum . Kakan látin bíða samansett í 6-8 tíma

Krækiberja/skyrterta.

5 dl krækiber
1 dl sykur
2 epli
1 pk. sítrónuhlaup (hér var notað Torohlaup)
2 dl sjóðandi vatn (minna en gefið er upp)
5 dl Rice Krispies
dl hunang
dl brætt smjör
1 stór dós hreint skyr
2 egg
1 peli rjómi

1. Setjið krækiberin á fat og stráið sykri yfir, merjið berin örlítið saman við sykurinn, t.d. með kartöflustappara. Afhýðið eplin og rífið gróft, setjið saman við krækiberin. Látið bíða í 1 klst.

2. Leysið hlaupduftið upp í 2 dl af sjóðandi vatni, helmingi minna en segir á umbúðum. Kælið án þess að hlaupi saman.

3. Bræðið saman smjör og hunang, t.d. í örbylgjuofni. Hrærið Rice Krispies saman við. Setjið á botninn á djúpu flatbotna fati eða skál með stórum flötum botni.

4. Þeytið eggin saman við skyrið. Blandið kældri hlaupblöndunni út í, síðan krækiberja/eplablöndunni og loks þeyttum rjómanum. Hellið varlega ofan á fatið með Rice Krispies. Setjið í kæliskáp og látið vera þar í 4­6 klst. eða lengur.

5. Berið fram með kaffi eða sem ábætisrétt.

Kjötbollur í karrí

Auðvelt er að gera bollurnar fyrirfram, geyma í frysti og taka fram þegar á þarf að halda.

500 g Svínahakk (eða annað gott hakk, s.s. sparhakk)
1 stk Laukur, rifinn eða fínsaxaður
3 msk Hveiti
2,5 dl Mjólk
1 stk Egg
2 tsk Salt
Pipar

Sósa:
1 stk Laukur, fínsaxaður
20 g Smjör
1 msk Karrí
2 msk Hveiti
4 dl Kjötbolluvatn (síað)
1 dl Rjómi
1 stk Epli, helst súrt
Salt og pipar


Blandið hakki og öðrum hráefnum saman í skál og hrærið gott kjörfars. Látið farsið hvíla í hálftíma. Mótið litlar kjötbollur með teskeið og setjið í sjóðandi vatn. Látið bollurnar sjóða í 6-7 mín. Takið bollurnar upp með fiskispaða og látið renna vel af þeim.

Sósa: Steikið laukinn í smjörinu og blandið karrí saman við.
Stráið hveiti yfir og bakið sósuna upp með síuðu kjötbolluvatni, hrærið stöðugt.
Hrærið rjómanum saman við og látið sósuna malla í smástund.
Rífið eplið gróft og bætið í sósuna.
Smakkið sósuna til með salti og pipar.
Hellið bollunum út í og hitið í gegn.
Berið bollurnar fram með td. hrísgrjónum og/eða kartöflum og góðu rúgbrauði.

Kofta kjötbollur

500 gr svínahakk ekki mjög feitt
1 stk laukur fínt saxaður
1 stk hvítlauksrif pressað
1 stk egg
1 tsk sterkt karrý
0.5 tsk steytt cumin
1 tsk salt
1 stk laukur hakkaður í sósuna
2 msk olía í sósuna
1 stk lárviðarlauf í sósuna
1 tsk sterkt karrý í sósuna
0.5 tsk steytt engifer í sósuna
1 dós niðursoðnir tómatar í sósuna
0.5 tsk salt

Aðferð

Hrærið hakki saman við egg, lauk og krydd. Mótið bollur á stærð við valhnetur og setjið til hliðar meðan sósan er löguð.

Steikið laukinn í olíu með lárviðarlaufi og karrýi. Bætið við engiferi, tómötum með safanum, karrýi og bragðið til með salti. Leggið kjötbollurnar í sósuna og setjið lokið á. Sjóðið í um 20 mín. við lágan hita þar til bollurnar eru soðnar í gegn.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum, heitu brauði, gjarnan naan brauði (indverskt brauð) og mango chutney.

Chili con carne

Efni:
500 g svínahakk
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 dós niðursoðnir tómatar (400 g)
1 msk tómatþykkni
1 súputeningur eða ein tsk kjötkraftur
1 tsk basilikum
örlítið af chili dufti eða biti af ferskum chili pipar
salt og pipar
1 dós bakaðar baunir, gott er að nota chili baunir
1-2 msk matarolía

Aðferð:
1. Hreinsið lauk og hvítlauk og skerið niður.
2. Hitið pönnuna með matarolíunni.
3. Steikið hakk, lauk og hvítlauk á pönnunni.
4. Bætið öllu öðru út á pönnuna og látið krauma við vægan straum í 10-15 mínútur. Ef þið hafið notað ferskan chili pipar þá takið hann af pönnunni áður en rétturinn er borinn á borð.

Meðlæti: hrísgrjón og brauð.

Austurlenskur kjötréttur

Efni:
1 bolli gróft rifnar gulrætur
1 bolli hvítkál í mjóum ræmum
1 laukur
4 hvítlauksrif í mjóum ræmum
500 g svínahakk
6 dl vatn
2 -3 msk matarolía
3 - 4 msk soyasósa
Núðlur ( t.d. spaghettislaufur )

Aðferð:
1. Hreinsið og sneiðið/rífið grænmetið.
2. Hitið matarolíu á pönnu.
3. Steikið svínahakk og lauk á pönnunni. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum.
4. Setjið vatnið á pönnuna og látið suðuna koma upp.
5. Bætið soyasósu og kryddi saman við og sjóðið í nokkrar mín.
6. Setjið gulrótarræmur, hvítkálsræmur og út í réttiinnog sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt.
7. Setjið heitar (soðnar) núðlurnar (spaghettislaufurnar) saman við hakkið, blandið vel saman.

Ítalskur kjöthleifur

Efni

500 gr. hakk – nauta eða svínahakk
½ bolli af fersku oregano - saxað smátt
2 dósir (70 gr.) tómat purré
10-20 blöð af ferskri basilíku - saxað smátt
1 egg
2 tsk. svartur pipar
2 marin hvítlauksrif
1 msk. Ítalskt pastakrydd (Pottagaldrar)
1 msk. jurtasalt
50 gr. nýrifinn Paramesan ostur
50 gr. ristaðar furuhnetur
½ - 1 bolli ókryddað rasp – fer eftir því hvað kjötið er blautt
1 bolli mjólk - til að hella yfir hleifinn áður en hann fer inní ofn

Aðferð:

Öllum hráefnum nema mjólkinni er blandað vel saman í hrærivél eða blandara. Kjötið er sett í eldfast mót, einum bolla af mjólk er hellt yfir kjötið og látið bakast í u.þ.b. 30 mínútur í 200°C heitum ofni. Þegar kjötið er tilbúið er gott að og strá ferskri steinselju og paramesan osti yfir áður en það er borið fram með pasta og salati.

Ítalskar frikadellur

500 gr svínahakk,
2 franskbrauðsneiðar,
1/2 dl kjötsoð,
2 msk parmesan ostur,
1 tsk rosmarin,
2 msk söxuð steinselja,
1 hvítlauksgeiri, salt og pipar.
1 egg.

Brauðið bleytt í kjötsoðinu, öllu síðan hrært vel saman og steikt.

sósa á bollurnar:
1/2 ds ns tómatar, 2 gulrætur, 1 laukur, 3 sellerí stilkar, 1-2 hvítlauksrif, salt,pipar og basilika.Smá vatn ef þarf.

Grænmetið skorið smátt og allt sett í pott og látið malla við hægan hita í ca 30 mín.
Kryddað að lokum.

Hrísgrjón,salat og brauð berist fram með.

Danskar frikadellur

500 gr svínahakk,
2 egg,
2 kúfaðar msk hafragrjón,
2 kúfaðar msk hveiti,
1 rifinn laukur eða nota laukduft.
3 dl mjólk.
Salt og pipar e. smekk.

Öllu hrært vel saman og mótaðar litlar bollur,steiktar vel á öllum hliðum. (má frysta)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband