Fylltar pönnukökur

14-18 pönnukökur
4 dl. soðin hrísgrjón
350 gr. Kjúklingabringur (eða kjúklingaafgangar)
200 gr. sveppir
2 blaðlaukar
1 rauð paprika
2 tesk. karrý
salt og pipar
200 gr rifinn ostur

Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið í ólífuolíu – eða notið afganga af kjúklingi. Saxið allt grænmetið smátt og bætið á pönnuna ásamt karrýinu. Þegar kjúklingurinn er eldaður er hrísgrjónunum bætt við og smakkað til með salti og pipar. Bætið einnig ólífuolíu við ef þurfa þykir. Hrærið rifna ostinum saman við og setjið fyllinguna í pönnukökurnar.

Berið fram með salati og sinnepssósu eða hunangssósu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband