Hrísgrjónaréttur frá Miðjarðarhafinu

2 stk grænar paprikur
½ bolli steinselja (ath einn bolli er 250 ml)
1 laukur
2-3 geirar af hvítlauk
½ bolli vatn
2 bollar hrísgrjón
3 msk olía
3 bollar vatn
1 tsk gróft salt

Byrjið á því að setja grænmetið allt í matvinnsluvél ásamt ½ bolla af vatni. Hrísgrjónin eru létthituð í olíu í nokkrar mínútur og hrært í á meðan. Grænmetismaukinu blandað út í og hrært í nokkrar mínútut til viðbótar. Restinni af vatninu bætt saman við ásamt salti og lok sett á pottinn. Suðan látin koma upp en hitinn síðan lækkaður í lægsta hita og grjónin látin malla í 25 mínútur eða þar til að allur vökvi er gufaður upp.

Til tilbreytingar er gott að breyta kryddunum og t.d. bæta við fersku basil og capers. Þessi réttur og ítölsk fiskuppskrift passa mjög vel saman ásamt fersku slati

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband