Steikt hrísgrjón

600 g soðin hrísgrjón
6 stk. vorlaukar
3 egg
2 hvítlauksrif
ferskt kóríander
salt
pipar
olía til steikingar

Hreinsið vorlaukinn og skerið í bita. Skerið hvítlaukinn smátt. Setjið olíu á pönnuna og síðan vorlaukinn og hvítlaukinn og svitið létt. Setjið síðan eggin út á og hrærið hraustlega til að fá þau eins og hrærð egg. Því næst eru grjónin sett út á og kryddað með salti og pipar. Að lokum er ferska kóríanderið sett út á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband