Gráðostahlaup
31.7.2008 | 23:37
Fyrir 10-12 manns.
200 gr gráðostur
300 gr rjómaostur
150 gr sýrður rjómi
4 msk smátt saxaður blaðlaukur, hvíti hlutinn
1 lítil rauð paprika, smátt söxuð
3 msk sérrí
3 matarlímsblöð
100 gr muldar hnetur
Setjið gráðostinn, rjómaostinn og sýrða rjómann í matvinnsluvél og hrærið þar til blandað verður að sléttu mauki. Setjið blaðlaukinn og paprikuna saman við.
Hitið sérríið í litlum potti. Mýkið matarlímsblöðin í köldu vatni og leysið þau síðan upp í sérríinu. Hellið sérríblöndunni út í ostamassann og hrærið vel.
Setjið maukið í fallegt form, sem fyrst hefur verið skolað með köldu vatni. Látið ostahlaupið stífna í kæli í 3-4 klst. Hvolfið varlega á fat og stráið hnetumylsnunni yfir.
Berið fram með saltkexi og vínberjum.
Sultur og saft | Breytt 22.8.2009 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rækjubátar
31.7.2008 | 23:29
5 egg
2 msk smjör
50 gr sveppir, smátt saxaðir
4 msk hveiti
1½ dl kaffirjómi
3 msk saxaður graslaukur
150 gr rækjur, saxaðar
¼ tsk salt eða jurtasalt
hvítur pipar af hnífsoddi
½ dl mjólk
3½ dl rasp
5 dl djúpsteikingarolía, td sólblómaolía
Harðsjóðið 4 egg, kælið þau og kljúfið í tvennt (eins og báta)
Bræðið smjörið í potti og mýkið sveppina í því. Stráið 2 matskeiðum af hveitinu yfir og hrærið í 2 mínútur yfir lágum hita. Bætið rjómanum smátt og smátt út í ásamt graslauknum, rækjunum og kryddinu. Látið sósuna krauma við frekar lágan hita þar til hún hefur þykknað. Kælið sósuna.
Fjarlægið eggjarauðurnar úr eggjabátunum, stappið þær og blandið saman við sósuna. Fyllið eggjabátana með rækjumaukinu og þrýstið vel á svo það loði vel við eggið. Setjið hráa eggið, sem eftir er, í skál og þeytið mjólkina saman við. Setjið það, sem eftir er af hveitinu, í skál og raspið í aðra skál.
Veltið eggjabátunum fyrst uppúr hveitinu, síðan eggjablöndunni og að lokum raspinu. hitið djúpsteikingarolíuna vel og steikið eggjabátana í u.þ.b. 3 mínútur eða þar til þeir eru gullbrúnir að lit.
Berist fram heitt
Ýmsir réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rækjurúllur með ávöxtum
31.7.2008 | 23:17
Uppskriftin er fyrir ca. 4.
225 gr Havarti ostur, rifinn
225 gr rjómaostur
225 gr rækjur, saxaðar
½ dl serrí eða portvín
1 dl saxaðar, þurrkaðar aprikósur
1 dl saxaðir, þurrkaðir eplahringir
12 ósætar pönnukökur
Rífið ostinn í hærirvélarskál, setjið rjómaostinn saman við og hrærið. Bætið rækjunum, sérríinu og ávöxtunum út í og hrærið þar til allt hefur blandast vel.
Bakið pönnukökur samkvæmt venjulegri uppskrift, nema ÁN sykurs og vanilludropa. Smyrjið fyllingunni á pönnukökurnar og rúllið þeim þétt upp. Látið standa í kæli fram að framreiðslu. Skerið í u.þ.b. 2 cm bita og stingið pinna í.
Pinnamatur | Breytt 22.8.2009 kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lambahryggur með kryddjurtum og hvítlaukssmjöri
31.7.2008 | 18:35
4 rósmaríngreinar
4 timíangreinar
6 hvítlauksgeirar, skornir til helminga
salt
nýmalaður pipar
80 gr smjör, við stofuhita
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
Skerið niður með hryggsúlunni beggja vegna niður með rifbeinunum. Setjið rósmarín- og timíangreinar ásamt hvítlauk niður með hryggsúlunni beggja vegna. Blandið saman smjöri og hvítlauk.
Setjið helminginn af hvítlaukssmjörinu niður með kryddjurtunum. Vefjið garni (seglgarni, sláturgarni) utan um hrygginn og kryddið með salti og pipar.
Bakið við 180°C í 30 mín.
Setjið þá afganginn af smjörinu niður með kryddjurtunum og bakið í 10-12 mín í viðbót.
Berið hrygginn fram með td. blönduðu grænmeti og kartöflum

Lambakjöt | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Baileytruffur
31.7.2008 | 12:53

350 gr síríus suðusúkkulaði (konsum)
¼ bolli rjómi
¼ bolli Baileys irish Cream líkjör
2 eggjarauður
1 msk smjör
1 dl flórsykur
Setjið súkkulaðið, rjómann og líkjörinn í pott og bræðið saman við vægan hita. Bætið rauðunum útí, einni í einu og hrærið vel í á milli. Takið af hellunni, hrærið smjörinu saman við og kælið vel. Mótið kúlur og veltið þeim uppúr flórsykri.
U.þ.b. 50 stk verða úr þessu

smákökur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Steikt hjörtu með aprikósum
31.7.2008 | 12:48

500 gr hjörtu
olía til steikingar
200 gr ferskir sveppir
75 gr þurrkaðar aprikósur
3½ dl vatn/sveppasoð (til að sjóða í)
½-1 tsk kjötkraftur
1-1½ tsk salt
hvítur pipar
1 dl rjómi
2 msk hveiti og vatn (hrært saman)
steinselja
Hreinsið hjörtun og skerið í ræmur. Þerrið. Brúnið með sveppum og bætið vatninu og kjötkraftinum síðan í.
Látið sjóða í u.þ.b. 40 mínútur þar til hjörtun eru orðin meyr. Aprikósurnar eru látna sjóða með helminginn af tímanum.
Sósan er jöfnuð með hveitijafnigi og allt soðið í 5 mín í viðbót. Rjóminn er settur i síðast og steinselja, graslaukur eða dill klippt yfir.
Borið fram með hrísgrjónum og grænu salati

Gúllaspottur
31.7.2008 | 12:43
600 gr nauta/folalda/lambagúllas (bara hvað þér þykir best)
matarolía til steikingar
1 laukur
10 góðir sveppir
1 msk smjör
1 rauð paprika
1 krukka bolognes sósa
2 dósir Hunt's tómatar með hvítlauk og basilikum
1 dós tómatpúrra
1 teningur Knorr nautakjötskraftur
1 dl matreiðslurjómi
1. Saxið laukinn. Steikið kjötið og laukinn í olíunni á pönnu.
2. Setjið kjötið í góðann pott. Hreinsið pönnuna, skerið sveppina í sneiðar og steikið uppúr smjörinu. Bætið steiktu sveppunum í pottinn.
3. Látið bolognes sósuna, Hunt's tómatana og tómatpúrru útí. Látið suðu koma hægt upp.
4. Sjóðið vatn. Leysið kjötkraftinn upp í örlitlu vatni og bætið útí.
5. Látið malla í 30-40 mínútur.
6. Skerið niður paprikuna. Bætið útí pottinn ásamt rjómanum. Látið malla í nokkrar mínútur í viðbót.
Gúllasið er best að bera fram með bankabyggi, hvítlauksbrauði og góðu grænu salati.
Athugið að byggið tekur hátt í klukkutíma í suðu, svo það er tilvalið að byrja á því að setja það upp.
Kanilsnúðar
31.7.2008 | 12:35
Þessir snúðar eru í boði Lee Ann Maginnis

Bakstur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ömmu kanelsnúðar
31.7.2008 | 12:35
Laut gerð í miðjuna, eggin brotin þar í og síðan er þurrefnunum hrært saman við þau smátt og smátt (einnig má setja allt saman í hrærivél og hræra deigið saman á minnsta hraða).
Deigið á að vera fremur stíft en þó ekki þurrt. Kælt í 15-20 mínútur og ofninn hitaður í 180 gráður.
Þá er deigið flatt út í rétthyrning, um 40x25 cm, og brúnirnar snyrtar. Afganginum af sykrinum blandað saman við kanelinn og stráð jafnt yfir, ekki alveg út á brúnir. Deigplötunni er síðan rúllað upp frá annarri langhliðinni. Lengjan skorin í fremur þunnar sneiðar sem raðað er á pappírsklæddar bökunarplötur. Snúðarnir bakaðir í 20-25 mínútur; þeir eiga að vera fremur harðir.
Þessir snúðar eru í boði Lee Ann Maginnis

Bakstur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kanelsnúðar a la Tigercopper
31.7.2008 | 12:34
2 stórir bollar sykur
250gr smjörlíki
6 góðar teskeiðar ger (ekki sléttfulla en ekki alveg kúfaðar)
2 egg
2dl mjólk
vanilludropar.
(svo er hægt eftir smekk að bæta ef vill 1 tesk af kanil og 1 tesk negul út í til að krydda aðeins upp bragðið)
Best að láta smjörlíkið linast á eldhúsborðinu yfir nótt. Þurrefnum blandað saman í fat - eggjum og mjólk blandað saman og þeytt létt og smjörlíki í restina - síðan er blauta látið í fatið hjá þurrdótinu og allt saman hnoðað í höndunum.
Skipt í góðar kúlur og hver kúla fyrir sig flatt út með kefli. Deigið penslað útflatt með mjólk og kanelsykri stráð yfir allt. Þá er að rúlla því upp og svo skorið í góða snúða. Snúðunum ýtt ofaní kanelsykurinn og svo á ofnplötu. Bakast á 175-180c hita í stutta stund eða þar til þeir eru fallega ljósbrúnir. Láta þá kólna en síðan í plastpoka ofan í dúnk (haldast dúnmjúkir þannig).
Þessir snúðar eru í boði Tigercopper

Bakstur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)