Spaghettí Carbonara
3.8.2008 | 18:36
400 gr spaghettí
150 gr beikon
1 pakki parmesan ostur (200 gr frá Galbani)
1 peli rjómi
6 egg
salt og pipar
Skerið beikonið í bita. Sjóðið spaghettíið samkv. leiðbeiningum á pakka.
Steikið beikonið á stórri pönnu og setjið síðan soðið pastað útí.
Blandið saman eggjum, osti, rjóma, pipar og ögn af salti.
Takið pönnuna af hitanum og hellið eggjablöndunni yfir pastað.
Blandið vel saman en látið ekki sjóða.
Berið réttinn fram strax.
Djöflaegg
3.8.2008 | 11:24
Hriiiikalega góð egg, hægt að gera þau sem forrétt eða sem meðlæti
Best er að undirbúa þau með fyrirvara og geyma þau í kæli fram að framreiðslu.
10 harðsoðin egg
2 msk majónes
2 msk Dijon sinnep
salt og sítrónupipar (dass af hvoru)
Fersk steinselja
kavíar
Skerið eggin í tvennt (þvert á þau)
Taktu rauðuna innan úr og settu í skál. Hvítan er vel hreinsuð og sett í kæli.
Bættu majónesi, sinnepinu, salti og pipar við rauðurnar, og blandaðu í mixer (eða með töfrasprota). Settu svo í kælinn líka.
Þegar kemur að framreiðslu skal taka þetta úr kælinum, hvíturnar eru settar á fat (skerðu pínulítið neðan af þeim til að búa til stall svo þær geti staðið), settu maukið í rjómasprautupoka og sprautaðu ofan í hvíturnar.
Settu svo pínu kavíar og örlítið lauf af steinselju til að skreyta
Pinnamatur | Breytt 22.8.2009 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Steiktur kjúklingur með hvítlauk
3.8.2008 | 11:16
Þessi réttur er hriiiiiiikalega góður og vinsæll meðal barnana á mínu heimili
1 kjúklingur
nýmalaður pipar (ég nota sítrónupipar)
salt
1 sítróna
42 hvítlauksgeirar (3 heilir ca)
½ l vatn
kjúklingakraftur eftir þörfum
sósujafnari
Hitaðu ofninn í 200°C. Kryddaðu kjúklinginn að utan og innan með pipar og salti. Skerðu nokkrar örþunnar sneiðar úr miðri sítrónunni, losaðu haminn frá neðanverðri bringunni - það er mjög auðvelt - og smeygðu sítrónusneiðunum inn undir hann. Losaðu einn hvítlaukinn sundur í geira, flysjaðu þá og settu inn í kjúklinginn. Settu kjúklinginn í eldfast fat, kreistu afganginn af sítrónusafanum yfir og steiktu í hálftíma.
Losaðu hvítlaukana sem eftir eru sundur í geira og flysjaðu þá. Dreifðu þeim í kringum kjúklinginn og helltu vatninu í fatið. Steiktu áfram í 45-60 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn og tær safi rennur út ef stungið er í lærið þar sem það er þykkast.
Taktu kjúklinginn út og halltu honum heitum. Helltu soðinu og hvítlauknum í pott og hitaðu að suðu. Bragbættu soðið með kjúklingakrafti, pipar og salti eftir smekk og þykktu það ögn með sósujafnara - en sósan á alls ekki að vera þykk.
Rosalega gott með fersku salati og bökuðum kartöflum.
Kjúklingur | Breytt 4.8.2008 kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jarðarberja salat
2.8.2008 | 15:10
1 bakki jarðarber, niðurskorin
1 poki ferskt spínat
½ vorlaukur, fínt skorinn
Ristaðar furuhnetur
Dressingin:
1 msk ólífuolía
1 tsk rauðvínsedik
1 tsk sinnepsduft
1 tsk sítrónusafi
salt og pipar
örlítið af sykri
Berið fram blandað í skál og dressingunni hellt yfir eftir smekk.
Salöt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Egg og beikon í ofni
2.8.2008 | 14:19
Fyrir 4.
1 msk smjör
1 pakki bacon
8 egg
handfylli af saxaðri steinselju
4 msk parmesanostur, rifinn
Maldon salt og nýmalaður pipar.
Bræðið smjörið á pönnu og steikið baconið eftir smekk. Leggið það á eldhúspappír og látið kólna. Hitið ofninn í 180°C.
Hálffyllið djúpa ofnskúffu af volgu vatni og raðið í hana 4 litlum, smurðum, eldföstum mótum. Hrærið saman eggin, steinseljuna og parmesanostinn og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Bætið baconinu við og hellið blöndunni í formin.
Bakið í 15 mínútur.
Berið fram til dæmis með ofnbökuðum eða steiktum tómötum.
Fylltar kartöflur með sveppum og hunangsskinku
2.8.2008 | 11:29
4 bökunarkartöflur
Ólífuolía
2 msk smjör
1 askja kastaníusveppir, sneiddir
1½ msk ferskt timían
4 sneiðar Ali hunangsskinka, söxuð
100 gr gouda-ostur (26%), rifinn
Maldon salt (Herbamare jurtasalt er líka gott með þessu) og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 200°C. Raðið kartöflunum á ofnplötu og dreypið ólífuolíu yfir. Bakið í u.þ.b. klukkustund eða þar til kartöflurnar eru bakaðar í gegn. Skerið þær til helminga (þvert á þær) og holið að innan með skeið. Bræðið smjörið á pönnu og steikið sveppi og timían. Bætið skinkunni við.
Blandið kartöflukjötinu saman við sveppablönduna og hrærið ostinn saman við. Kryddið með salti og pipar.
Fyllið kartöfluhýðin með blöndunni og bakið í 10 mínútur.
Góðar með grillmat, en líka mjög góðar sem smáréttur ásamt fersku salati.
Eplaeftirréttur
2.8.2008 | 11:22
Uppskriftin er fyrir 4-6.
3 msk sykur
1 msk kanill
4 græn epli, afhýdd og rifin
150 gr salthnetur, saxaðar
150 gr Nóa súkkulaðirúsínur
170 gr Maltesers, mulið
200 gr brauðrasp
3 msk smjörvi, bræddur
1 líter vanilluís
Hitið ofninn í 180°C. Balndið saman sykri og kanil og stráið yfir eplin. Raðið þriðjugnum af eplunum á botninn á eldföstu móti og dreifið þriðjungnum af salthnetunum, súkkulaðirúsínunum, Maltesers og raspi yfir. Endurtakið tvisvar sinnum.
Hellið bræddum smjörvanum yfir og bakið í ofninum í 25 mínútur.
Berið fram með vanilluís.
Kökur og tertur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skyr í sparibúningi
1.8.2008 | 10:34
Blandaðu eftirfarandi í skálina og hrærðu vel:
1 dl mjólk
2 dl skyr
1 msk púðursykur
½ tsk vanilludropar
Þvoðu og afhýddu epli og banana.
Skerðu ávextina í smáa bita.
Blandaðu saman við skyrið og hrærðu
Bananadrykkur
1.8.2008 | 10:31
Bananadrykkur fyrir 2
1 lítill banani
4 jarðarber
½ dl ávaxtajógúrt
½ dl eplasafi
½ dl mjólk
2 msk súrmjólk
1. Afhýddu bananann.
2. Stappaðu bananann og jarðarberin.
3. Settu ávextina í skál.
4. Mældu eplasafa, mjólk, súrmjólk og jógúrt.
Hrærðu vel með þeytara.
6. Skiptu jafnt i 2 glös
Sparikúlur
1.8.2008 | 10:28
Við mælum saman og blöndum saman í skál:
6 dl haframjöl
4 msk kakó
1½ dl rúsínur
2 dl kókosmjöl
2 msk vatn
2 tsk vanillusykur
3 dl flórsykur
200 gr smjör
Búðu svo til litlar kúlur og settu í konfektform (þessi pínulitlu sem eru eins og muffinsformin)