Steikt hjörtu með aprikósum

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili, ofsalega góður Smile

500 gr hjörtu
olía til steikingar
200 gr ferskir sveppir
75 gr þurrkaðar aprikósur
3½ dl vatn/sveppasoð (til að sjóða í)
½-1 tsk kjötkraftur
1-1½ tsk salt
hvítur pipar
1 dl rjómi
2 msk hveiti og vatn (hrært saman)
steinselja

Hreinsið hjörtun og skerið í ræmur.  Þerrið.  Brúnið með sveppum og bætið vatninu og kjötkraftinum síðan í.
Látið sjóða í u.þ.b. 40 mínútur þar til hjörtun eru orðin meyr.  Aprikósurnar eru látna sjóða með helminginn af tímanum.
Sósan er jöfnuð með hveitijafnigi og allt soðið í 5 mín í viðbót.  Rjóminn er settur i síðast og steinselja, graslaukur eða dill klippt yfir.
Borið fram með hrísgrjónum og grænu salati Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband