Bláberjabaka

Deig:
2 bollar hveiti
2/3 bollar smjörlíki
1 tsk salt
4-5 msk vatn

Öllu blandað saman. Helmingur deigsins notaður til að klæða bökuform að innan.

Fylling:
1/4 bolli hveiti
1/3 bolli sykur
1/2 tsk kanill
3 bollar ný bláber
1 tsk sítrónusafi
1 msk smjör

Blandið öllu saman og setjið í bökuformið. Fletjið hinn helminginn af deiginu er svo flattur út og bökunni lokað. Bakan er svo bökuð í 180° gráðu heitum ofni þangað til hún er orðin gyllt ofan á. Gott er að bera hana fram með ís eða rjóma.

Bláberjasúpa

100 g þurrkuð bláber
eða 1 l ný bláber
1 1/2 l vatn
125 g sykur
2 - 2 1/2 ,sk kartöflumjöl
1 dl vatn

Þurrkuðu bláberin eru þvegin og lögð í bleyti í 1/2 sólarhring. Soðin í vatninu, sem þau hafa þegið í, í 1 klst. Síuð ef vill, og lögurinn hitaður aftur, sykur látinn í eftir vild. Jafnað með kartöflumjöli, sem hrært er út í köldu vatni. Borðuð með tvíbökum eða brúnuðu brauði. Séu notuð ný bláber, er súpan ekki soðin nema 5-10 mín.

Bláberjagrautur

1 l hreinsuð bláber
1 l vatn
2-3 msk sykur
50 g kartöflumjöl
1 dl vatn

Berin eru þvegin og soðin í vatninu. Þegar berin eru orðin meyr, er sykur látinn í og jafnað með kartöflumjöli hrærðu út í köldu vatni. Hellt í skál og sykri stráð á.

Afrískur grænmetisréttur

-uppskrift fyrir 4

2 stk. sætar kartöflur, skornar gróft
1 stk. eggaldin, skorið gróft
2 stk. rauðlaukar, skornir í fernt
2 stk. rauðar paprikur, skornar í breiða strimla
12 stk. baby maís

Þessu er öllu komið fyrir í ofnskúffu og 4 msk. ólífuolíu og salti og pipar sáldrað yfir.
Bakað í ca. 30 mín við 200°C eða þar til grænmetið er gyllt og meirt.

3 msk. góð ólífuolía
2 stórir laukar, fínt saxaður
4 stk. hvítlauksrif, fínt saxaður
4 cm. engifer, fínt saxaður
3 msk. African rub frá NoMU
1 tsk. salt
1 dós niðursoðnir plómutómatar, saxaðir gróft
1 dós kókosmjólk
250 ml. grænmetissoð
lúka af ferskum kóríander og myntu, gróft saxað

Hitið laukinn í olíunni í 5 mín. á stórri pönnu. Bætið við hvítlauk og engifer og hitið í 3 mín. til viðbótar. Bætið African rub útí og hitið enn í 2 mín. Hellið svo tómat og kókosmjólk útá og látið malla í 15 mín. Bætið grænmetinu á útí og velltið því upp úr „sósunni“.

Stráið ferskum kryddjurtum yfir og berið fram með hrísgrjónum.

Karrísúpa

2 tsk ólífuolía
4 tsk hvítlauksrif
3 cm ferskur engifer
2 stk rauð chilialdin
1 msk milt karrímauk frá Patakas
1 dl. Vatn
2 stk grænmetisteningar
1 dós kókosmjólk
1 dós tómatar, um 400 gr
2 stk stórar sætar kartöflur
200 gr sykurertur (ekki nauðsynlegt samt )
1 stk brokkolíhöfuð (eða blandað frosið grænmeti - brokkolí, blómkáli og gulrótum)
Smá sjávarsalt og pipar
Smá ferskur kóríander
½ dl kókosflögur

Pressið hvítlaukinn og afhýðið engifer og skerið í pínulitla bita. Skerið chilialdin í tvennt, fræhreinsið og skerið í litla bita. Skerið kartöflur og brokkolí í hæfilega stóra bita. Hitið olíu í potti og mýkið hvítlauk, engifer, chili og karrýmauk þar. Látið malla í 2-3 mínútur.

Leysið grænmetisteningana upp í vatninu og bætið þeim útí pottinn ásamt kókosmjólk, tómötum og kartöflum. Látið þetta sjóða í um 5 mínútur. Bætið sykurertum og brokkolí útí og sjóðið áfram í um 7-8 mín. Bragðið til mað sjávarsalti og pipar og klippið síðan smá ferskt kóríander yfir. Þurristið kókosflögurnar og stráið yfir súpuna.

Tilvalið að bæta smá tófúbitum, kjúlla, rófum eða hverju sem er og setja útí með kókosmjólkinni. Einnig passar sérlega vel að rista kókosflögur og strá yfir súpuna áður en hún er borin fram.

Grænmeti í sósu

Sósa:
2 laukar, saxið mjög smátt.
2 mjög smátt saxaðir tómatar.
1 tsk. Mjög smátt söxuð engiferrót.
200 ml. Kókosmjólk.
1 matsk. Karrý duft.
2 msk. smjör.
Salt eftir smekk.

Setjið smjör á pönnu, steikið laukinn þar til hann verður brúnn, bætið engiferinu úti og steikið í eina mínútu. Bætið karrýdufti við og steikið í eina mínútu. Bætið tómötum og steikið í tvær til þrjár mínútur, saltið eftir smekk. Bætið kókosmjólkinni og sjóðið í 5 til 10 mínútur á lágum hita. Að lokum er grænmetið sett útí og soðið þar til það verður mjúkt.

100 gr. Gulrætur, skornar í strimla.
100 gr. Rófur, skornar í strimla.
100 gr. Sætar kartöflur, skornar í strimla.
100 gr. Eggaldin, skorið í strimla.
50 gr. Blómkál

Sætar kartöflur og epli

2 stórar sætar kartöflur.
1 grænt epli.
115 grömm af smjöri
kanilsykur eftir smekk.

Aðferð:

Afhýðið eplið og kartöflurnar, skerið í þunna báta og blandið í stóra skál. Stráið kanilsykri yfir og látið standa á meðan grillið er hitað.

Skiptið eplunum og kartöflunum síðan í fjóra jafnstóra skammta og setjið á álpappír.
Bætið síðan smjöri ofan á hvern skammt fyrir sig. Smjörið má minnka eða auka eftir smekk hvers og eins. Vefjið síðan álpappírnum vel utan yfir hvern skammt fyrir sig og grillið í um hálftíma. Snúið á um það bil fimm mínútna fresti. Kartöflurnar og eplin eiga að vera mjúk og sæt og bragðast best á meðan þau eru ennþá heit.

Þessi réttur bragðast vel einn og sér en hann er einnig góður sem hluti af eftirrétti með vanilluís

Sætar kartöflur í hvítlauksbaði

Það getur orðið leiðigjarnt að hafa alltaf sama meðlætið með grillmatnum. Sætar kartöflur er til dæmis afbragðsgóðar á grillið og það tekur mun styttri tíma að grilla þær en venjulegar kartöflur (allavega ef þær eru skornar í bita). Hér er ein arfa einföld uppskrift sem klikkar aldrei.

2 vænar sætar kartöflur
4 hvítlauksrif, má vera meira...
Maldonsalt eftir smekk
Smá sletta af ólífuolíu

Byrjaðu á því að kveikja upp í grillinu og láta það hitna. Á meðan skaltu afhýða sætu kartöflurnar og skera þær í meðalstóra bita. Raðaðu þeim snyrtilega á álpappír og helltu smá ólífuolíu yfir.

Svo skaltu merja hvítlauksrifin ofan á og setja svolítið Maldon salt. Gott er að hræra aðeins í kartöflunum áður en álpappírnum er lokað og hann settur á efri grindina á grillinu. Það tekur sirka 15-20 mínútur að grilla sætu kartöflurnar í álpappír.

Salat með sætum kartöflum, ab-mjólk og fetaosti

200 gr ab mjólk
100 gr hreint skyr
100 gr sýrður rjómi með graslauk og lauk
80 gr fetaostur í olíu
2 msk olía
600 gr sætar kartöflur
Salt og pipar

Skrælið sætkartöflurnar og skerið í bita. Steikið í olíunni og kælið.
Hrærið saman AB mjólk, skyri, sýrðum rjóma og muldum fetaosti.
Kryddið með salti og pipar. Blandið að lokum sætu kartöflunum saman við.

Hægt er að nota venjulegar kartöflur í stað sætra kartaflna.

Sætar kartöflur og rauðlaukur í ofni með kóríander

1 sæt kartafla
1 rauðlaukur
1.5 msk ólífuolía
örlítið salt
svartur pipar
kóríanderfræ
ferskur kóríander

Skerið sætu kartöfluna og rauðlaukinn í fremur stóra bita. Blandið saman í eldfast mót. Setjið olíuna yfir ásamt svarta piparnum, kóríanderfræjum og saltinu. Bakið í ofni í ca 30 min við 180° Saxið ferskan coriander yfir áður en þetta er borið fram. Passar mjög vel með grænmetisbuffi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband