Sætar kartöflur í hvítlauksbaði

Það getur orðið leiðigjarnt að hafa alltaf sama meðlætið með grillmatnum. Sætar kartöflur er til dæmis afbragðsgóðar á grillið og það tekur mun styttri tíma að grilla þær en venjulegar kartöflur (allavega ef þær eru skornar í bita). Hér er ein arfa einföld uppskrift sem klikkar aldrei.

2 vænar sætar kartöflur
4 hvítlauksrif, má vera meira...
Maldonsalt eftir smekk
Smá sletta af ólífuolíu

Byrjaðu á því að kveikja upp í grillinu og láta það hitna. Á meðan skaltu afhýða sætu kartöflurnar og skera þær í meðalstóra bita. Raðaðu þeim snyrtilega á álpappír og helltu smá ólífuolíu yfir.

Svo skaltu merja hvítlauksrifin ofan á og setja svolítið Maldon salt. Gott er að hræra aðeins í kartöflunum áður en álpappírnum er lokað og hann settur á efri grindina á grillinu. Það tekur sirka 15-20 mínútur að grilla sætu kartöflurnar í álpappír.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband