Bláberjaterta Bjarkar Vilhelms
20.8.2009 | 20:06
2 dl. sykur
Þeytt vel
4 msk. hveiti
1 tsk. lyftiduft
3 msk. kalt vatn
1 tsk. vanilludropar
Hrært varlega saman við og síðan sett út í;
1 bolli saxaðar döðlur
100 gr. hesli- eða valhnetur
100 gr. saxað suðusúkkulaði
Bakað í a.m.k. 26 cm. tertuformi við 175°C í um 45 mín.
Ofan á tertubotninn er sett u.þ.b. 5 dl af bláberjum, hvort sem þau eru fersk eða frosin og 3-4 dl. af þeyttum rjóma. Best er að láta tertuna standa í nokkra klukkutíma áður en hún er borin fram.
Tertubotninn má baka deginum áður og eins er gott að eiga þessa botna í frysti.
Berja réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Léttar bláberjabollur með hörfræjum
20.8.2009 | 20:05
50 g ger (ferskt eða þurrger í samsvarandi)
2,5 dl léttmjólk eða undanrenna
1 dl Kesella með vanilj... / Skyr með vanillubragði
1/2 dl fljótandi hunang
1 dl ljóst síróp
1 tsk kardimomma
1 tsk salt
1/2 dl hörfræ
8 dl hveiti
Mjólkin er velgd og Kesella/Skyri bætt við. Hellt yfir gerið sem hefur verið mulið í hrærivélaskálina, hrært varlega og gerinu leyft að leysast upp. Sírópi, hunangi og kryddi bætt við. Hörfræjunum og hveitinu hrært við smám saman þar til farið að sleppa skálinni. Leyft að hefast undir viskustykki (er það ekki annars bara það sem bakdukur er?) í 30 mín.
Hnoðað með smá hveiti á borði og flatt út í rétthyrnt stykki.
1/2 dl bláber ferskt eða afþídd frosin
1 dl Vanilj-Kesella/Skyr með vanillubragði
1/2 dl kanill
1/2 dl vanillusykur (tek fram að mér fannst þetta magn bara óhemju mikið og notaði ekki nema helmingin af hvoru).
Bláberin blönduð saman við Kesellað/Skyrið og smurt varlega í miðju deigsábreiðunnar. Kanil og vanillusykri dustað yfir. Rúllað upp á langhliðinni og skorið í cirka 20 bita. Sett á bökunarpappírsklædda (eða í svona bull-form) ofnplötu. Leyft að hefast aftur í 30 mín. Ofninn hitaður á meðan í 250 gráður.
Penslaðar með 1 eggi sem hefur verið hrært saman við cirka teskeið af vatni og örlitlu salti. Skreyttar með möndlum eða perlusykri.
Bakað í 8 mín, þær taka fljótt lit svo það er gott að fylgjast VEL með tímanum.
Berja réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bláberjaostakaka Frú Stalín
20.8.2009 | 20:05
200 gr ósaltað smjör
½ pakki Homeblest súkkulaðikex
½ pakki Grahamskex
Í fyllingu:
1 peli rjómi
200 gr rjómaostur
1 lítil dós af bláberjaskyri
½ bolli flórsykur
Ofaná:
Bláberjagrautur eða bláberjasulta
1. Bræðið smjörið og myljið kexið út í. Hellið þessu í botninn á kringlóttu fati. Jafnið botninn út í allt fatið.
2. Þeytið rjómann.
3. Þeytið saman rjómaostinum, skyrinu og flórsykrinum. Þeytið þar til blandan er kekkjalaus. Hrærið þá rjómanum varlega út í. Hellið blöndunni yfir kexið og smyrjið blöndunni varlega yfir það.
4. Að lokum er bláberjagrautnum/-sultunni hellt yfir kökuna. Ekki láta mjög þykkt lag.
5. Kælið í tvo tíma áður en kakan er borin fram.
Berja réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hunangsmelónu- og bláberjasúpa Frú Stalín
20.8.2009 | 20:04
1 box bláber
6 hafrakexkökur
1. Skerðu melónuna í tvennt og hreinsaðu innan úr henni. Taktu svo allt aldinið úr með skeið og settu í matvinnsluvél og maukaðu þar til það er orðið að stöppu. Settu maukið þá í stóra skál og hrærðu bláberjunum saman við. Kældu vel.
2. Áður en súpan er borin fram, skal setja hana í skálar og mylja hafrakex yfir hverja skál.
Bláberjakjúklingur Frú Stalín
20.8.2009 | 20:04
4 kjúklingabringur, skinn- og beinlausar
3 hvítlauksrif, smátt skorin
1 meðalstór laukur, smátt skorinn
2 tsk ólífuolía
1/3 bolli rauðvín
300 gr bláber
1 tsk rifinn sítrónubörkur
1/4 tsk salt (má sleppa)
1. Kryddið bringurnar með Cajun-kryddinu. Brúnið í olíunni uns þær eru næstum eldaðar í gegn, u.þ.b. 7-10 mínútur. Ef bringurnar eru þykkar er gott að steikja þær í 3-4 mínútur í viðbót. Fjarlægið þá bringurnar af pönnunni og haldið þeim heitum.
2. Á sömu pönnu eru svo hvítlaukurinn og laukurinn steiktir uns þeir eru glærir. Bætið þá rauðvíni við og sjóðið niður þangað til mestur vökvinn er gufaður upp. Bætið þá við bláberjum, sítrónuberki og salti. Sjóðið í 5 mínútur. Ef berin eru frosin er sósan soðin uns þau eru heit í gegn.
3. Bragðbætið með salti og pipar. Takið af hitanum og látið standa í 5 mínútur áður en þetta er borið fram.
4. Ausið yfir bringurnar og berið fram.
Bláberjamuffins
20.8.2009 | 20:01
3¾ dl bláber
2½ dl haframjöl
2½ dl sykur
1¾ dl appelsínusafi
1¼ dl matarolía
1 msk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
1 tsk sódaduft
1 tsk salt
1 stk egg
Hrærið sykri, eggi, matarolíu, appelsínusafa, salti og vanilludropum vel saman í hrærivél. Blandið þurrefnunum saman og bætið þeim út í eggjahræruna, hrærið varlega í. Sáldrið örlitlu hveiti yfir bláberin og blandið þeim síðast út í. Raðið pappírsmuffinsformum í muffinsbökunarform og skiptið deiginu í formin. Bakið við 180°C í u.þ.b. 15 mínútur.
Hollráð
Góðar volgar með smjöri eða bara einar sér.
Berja réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bláberjamuffins
20.8.2009 | 20:00
4 tsk lyftiduft
3/4 b púðursykur (mjúkur)
1 egg
1 b fersk eða frosin bláber
3/4 b mjólk
1/2 b olía
2 tsk flórsykur
Hitið ofninn í 200°C.
Sigtið hveiti og sykur í skál. Setjið eggið í skál, hrærið rauðuna saman við hvítuna og bætið saman við þurrefnin. Bætið saman við þetta bláberjunum, mjólkinni og olíunni. Hrærið nú allt saman varlega þar til efnin eru blönduð. Varist að hræra of mikið.
Mokið nú deiginu í formin með skeið, setjið formin inn í miðjan ofninn og bakið í 25 mín. Þegar kökurnar eru tilbúnar og aðeins farnar að kólna, stráið þá flórsykri yfir þær í gegnum sigti.
Berja réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bláberjabaka með spelti
20.8.2009 | 20:00
100 gr kókosmjöl
1 ½ dl spelt (fínmalað)
1 dl sykur
3 dl bláber
Allt hrært saman (nema bláber). Hluta af deiginu þrýst inn í bökuform (eða eldfast mót) og einnig aðeins upp á barmana. Bláberjum stráð yfir og örlitlum sykri , restinni af deiginu er síðan dreift yfir eða deigið skorið í ræmur og raðað í mynstur ofan á bökuna.
Bakað í 20 mín við 200°C. Borið fram með þeyttum rjóma eða ís.
Berja réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bláberjabaka með rjómaosti
20.8.2009 | 19:59
275 g hveiti
200 g smjör mjúkt
1/2 dl volgt vatn
25 g flórsykur
20 g sykur
1 tsk. Vanilludropar
Fylling
500 g bláber
200 g rjómaostur
2 dl. mangóávaxtasavi (eða trópí tríó
6 stk. egg
1 tsk vanilludropar
kanill á hnífsoddi
Deig
Hrærið mjúkt smjörið og vatnið saman. Bætið vanilludropum, flórsykri og sykri saman við. Látið hveitið út í að síðustu og hnoðið þar til deigið er laust frá skálinni. Setjið deigið inn í ísskáp í 2 klst. Hnoðið það aftur og fletjið út með kökukefli. Þrýstið deiginu á botn og hliðar 26 sm lausbotna forms.
Fylling
Hrærið saman eggjum og rjómaosti, kryddið með vanilludropum og kanilog bætið djúsnum saman við. Látið bláberin í formið og hellið eggjahrærunni yfir þau. Bakið við 160°C í 50-60 mínútur.
Hollráð
Bláberjabakan er mjög ljúffeng með vanilluís eða þeyttum rjóma
Berja réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bláberjabaka
20.8.2009 | 19:59
1 dl sykur
3 dl gróft haframjöl
½ tsk. matarsódi
150 g bráðið smjör
250300 g bláber (fersk eða frosin)
½ dl kókosmjöl
½1 dl möndluflögur
Blandið hveiti, sykri, haframjöli og matarsóda saman í skál. Setjið bráðið smjör út í og hrærið vel saman með sleif. Deig á að vera sundurlaust. Setjið 2/3 af deigi í smurt eld fast form (stærð um það bil 20 sinnum 30 sentímetrar), dreifið úr því en þjappið ekki. Setjið bláber yfir. Setjið kókos mjöl og möndluflögur saman við afgang af deigi og dreifið yfir bláberin. Bakið í miðjum ofni við 180°C í 15 til 20 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma. Ekki þarf að láta frosin ber þiðna
Berja réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)