Sætar kartöflur og epli

2 stórar sætar kartöflur.
1 grænt epli.
115 grömm af smjöri
kanilsykur eftir smekk.

Aðferð:

Afhýðið eplið og kartöflurnar, skerið í þunna báta og blandið í stóra skál. Stráið kanilsykri yfir og látið standa á meðan grillið er hitað.

Skiptið eplunum og kartöflunum síðan í fjóra jafnstóra skammta og setjið á álpappír.
Bætið síðan smjöri ofan á hvern skammt fyrir sig. Smjörið má minnka eða auka eftir smekk hvers og eins. Vefjið síðan álpappírnum vel utan yfir hvern skammt fyrir sig og grillið í um hálftíma. Snúið á um það bil fimm mínútna fresti. Kartöflurnar og eplin eiga að vera mjúk og sæt og bragðast best á meðan þau eru ennþá heit.

Þessi réttur bragðast vel einn og sér en hann er einnig góður sem hluti af eftirrétti með vanilluís

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband