Sæt kartöflusúpa

Ca. 3 kg sætar kartöflur
1 bréf bacon, fitulítið
1 laukur
3 hvítlauksrif
1 jonagold epli
Matvinnslurjómi, 1 peli
2 lítrar af kjúklingasoði.  

Útbúðu soðið eftir leiðbeiningum á teningapakkanum.Steiktu baconið þar til það verður stökkt og settu það svo til hliðar.  Notaðu feitina af baconinu til að steikja rest, þannig að ekki henda henni.Skrælaðu kartöflurnar og skerðu þær í litla bita.  Afhýddu laukinn og skerðu hann í sneiðar og afhýddu hvítlaukinn.....ekki þarf að merja hann.  Steiktu kartöflurnar og laukinn á pönnunni með baconfitunni, líklega þarftu nokkrar atrennur og bætir þá bara við feiti.  Settu svo allt gummsið nema baconið í pottinn með kjúklingasoðinu, og bættu við eplinu, afhýddu og skorið í bita, og rjómanum.  Látið sjóða við low-medium hita í 1 ½ - 2 tíma.Látið kólna pínu og sett í skömmtum í matvinnsluvél og maukað.Baconið svo sett útí áður en súpan er borin fram.Mjög gott er að útbúa hana nokkru fyrr og hita hana upp.  
Hún á að hafa svona “baunasúpufíling”, þ.e.a.s. áferðin á henni.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband