Puy linsubaunaréttur

200 gr. heilhveitispaghetti
1 msk. olía
100 gr. puy linsubaunir
1 stór laukur
2 hvítlauksrif
1/2 dós niðursoðnir tómatar (400 gr.)
2 msk. soyasósa
1 tsk. eplasafi
1 tsk. hunang
1/2 grænmetiskraftur
1/2 tsk. oregano
1/2 tsk. malaður rósapipar
Cuminkrydd á hnífsoddi
2 msk maízenamjöl til að þykkja

Farið eftir leiðbeiningum á pakka um suðu á spaghetti. Leggið linsubaunirnar í bleyti í 20 mín. og sjóðið þær síðan við vægan hita í 20 mín. Sigtið og skolið vel fyrir og eftir suðu.
Léttsteikið laukinn í olíu. Saxið hvítlaukinn smátt og bætið saman við ásamt tómötum og sojasósunni. Látið svo eplasafann og hunangið ásamt öllu kryddinu. Bætið soðnum baununum saman við og þykkið með maízenamjöli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband