Pastasósa (fyrir villibráð)
22.8.2009 | 14:49
Pasta og villibráð er öndvegismatur. Finna má marga slíka öndvegisrétti frá Norður Ítalíu. Hér kemur uppskrift af pastasósu sem er frábær, bragðgóð og mettandi. Kosturinn við þessa uppskrift er að pastasósuna má auðveldlega frysta og nota eftir hendinni.
Það sem þarf er:
3 gulir laukar, fínt saxaðir
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
200 gr sellerírót, rifin með rifjárni
ólífuolía
1 kg hreindýrahakk
1 ds niðursoðnir tómatar
1 dl tómatkraftur (puré)
2 dl rauðvín
2 dl vatn
2 gulrætur, rifnar með rifjárni
1 teningur eða 1 msk villibráðarkraftur
2 lárviðarlauf
½ tsk kanill
5 einiber
salt og pipar
1.Laukur og sellerí er steikt í matarolíu. Bætið hreindýrahakkinu við og steikið.
2.Þegar búið er að steikja hreindýrahakkið eru tómatar, tómatkraftur, vín, vatn og rifnu gulræturnar settar í pottinn. Látið suðuna koma upp. Bætið því næst í pottinn villibráðarkrafti, muldum lárviðarlaufum og einiberjum.
3.Látið réttinn sjóða í 60 mín. Kryddið því næst með kanil, salti og pipar. Látið malla í 15 mín. til viðbótar. Ef sósan verður of þykk má bæta vatni í pottinn.
Með þessum rétti hafið þið það pasta sem þið viljið.
Það sem þarf er:
3 gulir laukar, fínt saxaðir
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
200 gr sellerírót, rifin með rifjárni
ólífuolía
1 kg hreindýrahakk
1 ds niðursoðnir tómatar
1 dl tómatkraftur (puré)
2 dl rauðvín
2 dl vatn
2 gulrætur, rifnar með rifjárni
1 teningur eða 1 msk villibráðarkraftur
2 lárviðarlauf
½ tsk kanill
5 einiber
salt og pipar
1.Laukur og sellerí er steikt í matarolíu. Bætið hreindýrahakkinu við og steikið.
2.Þegar búið er að steikja hreindýrahakkið eru tómatar, tómatkraftur, vín, vatn og rifnu gulræturnar settar í pottinn. Látið suðuna koma upp. Bætið því næst í pottinn villibráðarkrafti, muldum lárviðarlaufum og einiberjum.
3.Látið réttinn sjóða í 60 mín. Kryddið því næst með kanil, salti og pipar. Látið malla í 15 mín. til viðbótar. Ef sósan verður of þykk má bæta vatni í pottinn.
Með þessum rétti hafið þið það pasta sem þið viljið.
Sósur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hreindýraborgari
22.8.2009 | 14:48
Já, hvers vegna ekki? Hamborgarar úr villibráðarkjöti eru vinsælir í Alaska, en þá er notað kjöt af elg eða hreindýri. Tilvalið er að glóðarsteikja hreindýraborgarana og best er að hafa þá frekar þykka, þeir verða að vera rauðir og safaríkir.
Það sem þarf:
400 gr hreindýrahakk
1 tsk paprikuduft
½ tsk cayenepipar
1 tsk salt
1 msk ólífuolía
1.Blandið öllu saman nema ólífuolíunni. Formið fjóra hamborgara og penslið þá með olíunni. Steikið þá á grilli.
2.Gott er að hita hamborgarabrauðið á grillinu. Á hamborgurunum er gott að hafa gráðost, rauðan lauk í örþunnum sneiðum, ósætt gróft sinnep, tómata í sneiðum og sýrðar gúrkur.
Tilvalið er að hafa með hreindýraborgurunum Coleslaw, sem er bandarískt hrásalat.
Í Coleslawsalatið þarf:
¼ hvítkálshaus, rifinn niður með rifjárni
1 gulrót, rifin niður með rifjárni, - frekar fínt
1 dl majones
2 dl sýrður rjómi
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar
1.Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma. Bragðbætið með rauðvínsediki. Kryddið með salti og pipar.
2.Blandið grænmetinu saman við sósuna.
Með hreindýraborgurunum er gott að hafa kaldan bjór.
Það sem þarf:
400 gr hreindýrahakk
1 tsk paprikuduft
½ tsk cayenepipar
1 tsk salt
1 msk ólífuolía
1.Blandið öllu saman nema ólífuolíunni. Formið fjóra hamborgara og penslið þá með olíunni. Steikið þá á grilli.
2.Gott er að hita hamborgarabrauðið á grillinu. Á hamborgurunum er gott að hafa gráðost, rauðan lauk í örþunnum sneiðum, ósætt gróft sinnep, tómata í sneiðum og sýrðar gúrkur.
Tilvalið er að hafa með hreindýraborgurunum Coleslaw, sem er bandarískt hrásalat.
Í Coleslawsalatið þarf:
¼ hvítkálshaus, rifinn niður með rifjárni
1 gulrót, rifin niður með rifjárni, - frekar fínt
1 dl majones
2 dl sýrður rjómi
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar
1.Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma. Bragðbætið með rauðvínsediki. Kryddið með salti og pipar.
2.Blandið grænmetinu saman við sósuna.
Með hreindýraborgurunum er gott að hafa kaldan bjór.
Hreindýrabuff Kristjáns
22.8.2009 | 14:48
Hráefni
500 gr hreindýrahakk
1 egg
4 msk hveiti
2 msk bláberjasulta
2 tsk Aromat
1/2 tsk pipar
1/2 tsk timían
1/2 tsk rósmarin
Leiðbeiningar:
Blandið öllu vel saman
Mótið í 100 gr borgar ca 1 cm þykka.
Brúna vel á pönnu við háan hita.
Lækka hitann og klárið að steikja.
Ekki gegnsteikja buffið.
Berið fram með brúnuðum kartöflum, smjörsteiktu grænmeti, rauðrófusalati og villisósu.
500 gr hreindýrahakk
1 egg
4 msk hveiti
2 msk bláberjasulta
2 tsk Aromat
1/2 tsk pipar
1/2 tsk timían
1/2 tsk rósmarin
Leiðbeiningar:
Blandið öllu vel saman
Mótið í 100 gr borgar ca 1 cm þykka.
Brúna vel á pönnu við háan hita.
Lækka hitann og klárið að steikja.
Ekki gegnsteikja buffið.
Berið fram með brúnuðum kartöflum, smjörsteiktu grænmeti, rauðrófusalati og villisósu.
Hreindýrapaté
22.8.2009 | 14:47
Eftir Henning Þór Aðalmundsson.
Hráefni:
400gr. Hreindýrahakk.
200gr. Hreindýralifur hökkuð (má nota kjúklingalifur)
200gr. Hakkað svínaspekk.
2 tsk. Salt.
1 tsk. Pipar.
1 mtsk. Timian.
1 mtsk. Salvía.
1 mtsk Meriam.
5 egg.
1 peli rjómi.
6 cl. Koniak (má sleppa)
Aðferð:
Öllu blandað vel saman , sett í form og bakað í vatnsbaði í 45 60 mín. við ca. 150°c.
Borið fram með grófu brauði og títuberjasultu
Hráefni:
400gr. Hreindýrahakk.
200gr. Hreindýralifur hökkuð (má nota kjúklingalifur)
200gr. Hakkað svínaspekk.
2 tsk. Salt.
1 tsk. Pipar.
1 mtsk. Timian.
1 mtsk. Salvía.
1 mtsk Meriam.
5 egg.
1 peli rjómi.
6 cl. Koniak (má sleppa)
Aðferð:
Öllu blandað vel saman , sett í form og bakað í vatnsbaði í 45 60 mín. við ca. 150°c.
Borið fram með grófu brauði og títuberjasultu
Sænskar hreindýrabollur útgáfa Jóns Bónda
22.8.2009 | 14:47
800 gr. hreindýrahakk
3 dl rjómi
1/2 dl sódavatn
1 pk. (100 gr.) Tuc Bacon kex
200 gr. Sveppir
Púrrulaukssúpa (1 pakki)
Tæplega 1 stk. Laukur
1-2 msk. Villibráðakraftur frá Oscar
Hakkinu og lauksúpunni blandað saman og hrært hægt. Svo er kexið mulið og hrært saman við deigið. Þá næst er sódavatni blandað út í og smátt saxaður laukurinn og sveppirnir. Að lokum skal sáldra villibráðarkraftinum Því næst eru hnoðaðar litlar bollur og steiktar á pönnu úr smjöri við meðal hita. (ef þær eru of blautar og klístrast mikið má setja smá hveiti). Best er að hafa tvær matskeiðar við að búa til bollurnar. Nokkrar umferðir á pönnunni þarf til að klára að steikja allar bollurnar.
Þá eru bollurnar teknar af pönnunni og settar til hliðar og sósan löguð uppúr steikarskófinni á pönnunni, t.d. gráðuostasósa. Berið fram t.d. með rifsberjahlaupi eða títuberjasultu, kartöflum og eplasalati.
3 dl rjómi
1/2 dl sódavatn
1 pk. (100 gr.) Tuc Bacon kex
200 gr. Sveppir
Púrrulaukssúpa (1 pakki)
Tæplega 1 stk. Laukur
1-2 msk. Villibráðakraftur frá Oscar
Hakkinu og lauksúpunni blandað saman og hrært hægt. Svo er kexið mulið og hrært saman við deigið. Þá næst er sódavatni blandað út í og smátt saxaður laukurinn og sveppirnir. Að lokum skal sáldra villibráðarkraftinum Því næst eru hnoðaðar litlar bollur og steiktar á pönnu úr smjöri við meðal hita. (ef þær eru of blautar og klístrast mikið má setja smá hveiti). Best er að hafa tvær matskeiðar við að búa til bollurnar. Nokkrar umferðir á pönnunni þarf til að klára að steikja allar bollurnar.
Þá eru bollurnar teknar af pönnunni og settar til hliðar og sósan löguð uppúr steikarskófinni á pönnunni, t.d. gráðuostasósa. Berið fram t.d. með rifsberjahlaupi eða títuberjasultu, kartöflum og eplasalati.
Sænskar hreindýrabollur
22.8.2009 | 14:46
500 gr hreindýrahakk
2 1/2 dl rjómi
1/2 dl sódavatn
18 stk Ritzkex
Sveppir (slatti, eftir lyst)
Púrrulaukssúpa (1 pakki)
Laukur (eftir smekk)
Villibráðakraftur frá Oscar
Blandið öllu vel saman og hrærið þar til farsið er hæfilega þykkt til að rúlla bollur úr því. Rúllið litlar bollur úr farsinu, ef það er of þurrt má bæta í það mjólk eða rjóma, ef það er of blautt má bæta hveiti út í. Steikið bollurnar við meðalhita í smjöri og útbúið sósu úr steikarskófinni eða gerið gráðostasósu með. Berið fram með rifsberjahlaupi eða títuberjasultu, kartöflum og eplasalati.
2 1/2 dl rjómi
1/2 dl sódavatn
18 stk Ritzkex
Sveppir (slatti, eftir lyst)
Púrrulaukssúpa (1 pakki)
Laukur (eftir smekk)
Villibráðakraftur frá Oscar
Blandið öllu vel saman og hrærið þar til farsið er hæfilega þykkt til að rúlla bollur úr því. Rúllið litlar bollur úr farsinu, ef það er of þurrt má bæta í það mjólk eða rjóma, ef það er of blautt má bæta hveiti út í. Steikið bollurnar við meðalhita í smjöri og útbúið sósu úr steikarskófinni eða gerið gráðostasósu með. Berið fram með rifsberjahlaupi eða títuberjasultu, kartöflum og eplasalati.
Hreindýrabuff m/ rauðkáli og gráðostasósu.
22.8.2009 | 14:46
600 gr hreindýrakjöt hakkað
3 sneiðar af hvítu brauði
½ - 1 dl mjólk
1 stórt egg
¼ tsk blóðberg
¼ tsk múskat
1 tsk kryddpiparkorn (allrahanda)
2 msk sojaolía
salt og pipar
Sósa
3 skalotlaukar, fínsaxaðir
50 gr sveppir að eigin vali
1 dl rjómi
2 dl hreindýrasósa (soð)
2 msk steinselja
salt og hvítur pipar
100 gr gráðostur´
2 msk madeira (má sleppa)
Skerið brauðið í bita og látið það liggja í mjólkinni í um 10 mín. Blandið því síðan saman við hreindýrahakkið ásamt eggi og kryddi. Látið kjötblönduna bíða í kæli í 10 - 15 mín, og mótið síðan úr henni fjögur buff. Hitið olíuna á pönnu og steikið buffin, Kryddið þau með salti og pipar. Takið buffin af pönnunni og haldið þeim heitum meðan sósan er búin til.
Brúnið skalotlaukinn á pönnunni. Bætið sveppunum við og steikið þá einnig. Hellið rjómanum út í ásamt hreindýrasósunni. Sjóðið þetta stundarkorn og kryddið með steinselju, salti og pipar. Bætið loks gráðaostinum við og látið hann bráðna saman við sósuna. Setjið buffin í sósuna, hellið á þau víninu og látið þetta sjóða í 3 - 4 mín.
3 sneiðar af hvítu brauði
½ - 1 dl mjólk
1 stórt egg
¼ tsk blóðberg
¼ tsk múskat
1 tsk kryddpiparkorn (allrahanda)
2 msk sojaolía
salt og pipar
Sósa
3 skalotlaukar, fínsaxaðir
50 gr sveppir að eigin vali
1 dl rjómi
2 dl hreindýrasósa (soð)
2 msk steinselja
salt og hvítur pipar
100 gr gráðostur´
2 msk madeira (má sleppa)
Skerið brauðið í bita og látið það liggja í mjólkinni í um 10 mín. Blandið því síðan saman við hreindýrahakkið ásamt eggi og kryddi. Látið kjötblönduna bíða í kæli í 10 - 15 mín, og mótið síðan úr henni fjögur buff. Hitið olíuna á pönnu og steikið buffin, Kryddið þau með salti og pipar. Takið buffin af pönnunni og haldið þeim heitum meðan sósan er búin til.
Brúnið skalotlaukinn á pönnunni. Bætið sveppunum við og steikið þá einnig. Hellið rjómanum út í ásamt hreindýrasósunni. Sjóðið þetta stundarkorn og kryddið með steinselju, salti og pipar. Bætið loks gráðaostinum við og látið hann bráðna saman við sósuna. Setjið buffin í sósuna, hellið á þau víninu og látið þetta sjóða í 3 - 4 mín.
Hreindýrabollur
22.8.2009 | 14:46
600 g hreindýrahakk
4 msk. brauðrasp (helst mulið, þurrkað franskbrauð)
1 dl mjólk eða matreiðslurjómi
1 egg
3-4 einiber, steytt í morteli eða kramin og söxuð smátt
1/2 tsk. tímían
1 tsk. villikryddblanda frá Pottagöldrum
2 msk. sæt sojasósa (Ketjap manis)
salt og svartur, grófmalaður pipar eftir smekk
1-2 msk. hveiti
Blandið öllu vel saman og hrærið þar til farsið er hæfilega þykkt til að rúlla bollur úr því. Rúllið litlar bollur úr farsinu, ef það er of þurrt má bæta í það mjólk eða rjóma, ef það er of blautt má bæta hveiti út í. Steikið bollurnar við meðalhita í smjöri og útbúið sósu úr steikarskófinni eða gerið gráðostasósu með. Berið fram með rifsberjahlaupi eða títuberjasultu, kartöflum og eplasalati.
4 msk. brauðrasp (helst mulið, þurrkað franskbrauð)
1 dl mjólk eða matreiðslurjómi
1 egg
3-4 einiber, steytt í morteli eða kramin og söxuð smátt
1/2 tsk. tímían
1 tsk. villikryddblanda frá Pottagöldrum
2 msk. sæt sojasósa (Ketjap manis)
salt og svartur, grófmalaður pipar eftir smekk
1-2 msk. hveiti
Blandið öllu vel saman og hrærið þar til farsið er hæfilega þykkt til að rúlla bollur úr því. Rúllið litlar bollur úr farsinu, ef það er of þurrt má bæta í það mjólk eða rjóma, ef það er of blautt má bæta hveiti út í. Steikið bollurnar við meðalhita í smjöri og útbúið sósu úr steikarskófinni eða gerið gráðostasósu með. Berið fram með rifsberjahlaupi eða títuberjasultu, kartöflum og eplasalati.
Heitur skinkubrauðréttur
22.8.2009 | 14:43
Skinka
Ostur
Aspas langur grænn
Rjómi
Sætt sinnep
skinkusneiðin- ofan á hana er sett ostasneið og aspas.
Þessu er rúllað upp þannig að skinkan sé á utanverðu.
sett í eldfast mót.
Rjóminn er þeyttur og í hann er varlega blandað sæta sinnepinu.
Rjómanum er svo hellt meðfram skinkurúllunum og til að skreyta er gaman að hafa
niðursoðinn tómat ofan á rúllunum til að fá fallegan lit og bragð af tómötunum.
Þetta er svo sett inn í ofn og borið fram með brauði.
Ostur
Aspas langur grænn
Rjómi
Sætt sinnep
skinkusneiðin- ofan á hana er sett ostasneið og aspas.
Þessu er rúllað upp þannig að skinkan sé á utanverðu.
sett í eldfast mót.
Rjóminn er þeyttur og í hann er varlega blandað sæta sinnepinu.
Rjómanum er svo hellt meðfram skinkurúllunum og til að skreyta er gaman að hafa
niðursoðinn tómat ofan á rúllunum til að fá fallegan lit og bragð af tómötunum.
Þetta er svo sett inn í ofn og borið fram með brauði.
Brauðréttur saumaklúbbsins
22.8.2009 | 14:43
1/2 samlokubrauð
1 bréf pepperoni
1 stk. blaðlaukur
6-8 sveppir
1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum
1 ferna matreiðslurjómi
1 stk. mexico ostur
1 poki gratín ostur
Brauð í botninn á eldföstu móti.
Pepperoni,blaðlaukur,sveppir og sólþurrkaðir tómatar skorið smátt og blandað saman í skál.
Gott er að blanda olíu af tómötum útá blönduna.
Dreift yfir brauðið.
Sósan.
Bita mexíkóska ostinn í pott ásamt rjóma. Hita við vægan hita þar til
osturinn er bráðnaður. Láta kólna.
Hella blöndunni yfir og dreifa gratínostinum yfir.
Elda í 200°c heitum ofni í ca. 20 mínútur
1 bréf pepperoni
1 stk. blaðlaukur
6-8 sveppir
1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum
1 ferna matreiðslurjómi
1 stk. mexico ostur
1 poki gratín ostur
Brauð í botninn á eldföstu móti.
Pepperoni,blaðlaukur,sveppir og sólþurrkaðir tómatar skorið smátt og blandað saman í skál.
Gott er að blanda olíu af tómötum útá blönduna.
Dreift yfir brauðið.
Sósan.
Bita mexíkóska ostinn í pott ásamt rjóma. Hita við vægan hita þar til
osturinn er bráðnaður. Láta kólna.
Hella blöndunni yfir og dreifa gratínostinum yfir.
Elda í 200°c heitum ofni í ca. 20 mínútur