Kotasælubollur

• 2 tsk þurrger
• 1 1/2 dl volgt vatn
• 1 dl kotasæla
• 4 dl hveiti
• 1/2 dl klíð
• 1 tsk sykur
• 1 msk matarolía

1. Búðu til gerdeig.
2. Mótaðu 12 jafnstórar bollur úr deiginu.
3. Penslaðu eða úðaðu vatni yfir bollurnar. Settu sesamfræ ofan á þær ef vill.
4. Láttu bollurnar lyfta sér.
5. Bakaðu bollurnar við 225°C í miðjum ofni

Kryddbrauð

400 gr. hveiti
1 tsk. matarsódi (natron)
1 msk. kanill
2 tsk. engifer
2 tsk. negull
1/2 tsk. múskat
1 dós malt öl (1/2 líter)
400 gr. dökkur púðursykur

Bakað í brauðformi við 170-185° í 40 mín.
Hægt að þrefalda og baka í skúffu.

Kleinur

1/2 kg hveiti
125 gr sykur
5 tsk lyftiduft
1 tsk hjartarsalt
1 tsk kardimommurdropar
1 egg
1/4 blandað af súrmjólk og mjólk
50 gr smjörlíki

Steikingarfeiti Palmín eða Canola olía

Allt hnoðað saman. Flatt út og skorið með kleinujárni í hæfilega stærð. Gæta þess að hafa hveiti undir á borðinu áður en deigið er sett á það.

Þegar búið er að fletja deigið út er það skorið í c.a. 5 cm ræmur og þær bútaðar niður með kleinujárni. Gat er gert í miðjuna og hver eining síðan dregin gegnum sjálfa sig. Ég skelli þessu á bökunarplötu með bökunarpappír undir og svo stykki yfir svo þær þorni ekki.

Þegar feitin er orðin heit (farið að krauma í henni) þá er gott að byrja á að prufa eina. Setja svo hæfilegt magn í pottinn í einu (miða við að kleinurnar komist fyrir fljótandi á yfirborði feitinnar í pottinum. Það fer alveg eftir stæð pottsins. Þegar þær eru orðnar fallega brúnar þá þarf að snúa þeim svo þær steikist báðum megin gott er að nota fiskispaða í þetta.

Ekki er verra að hafa ofnskúffu klára til þess að moka afrakstrinum í og gott er að hafa eldhúsbréf í botninum til að sjúga í sig feitina af nýbökuðum gómsætum kleinunum.

Morgunbollur

25 gr ger
3 dl volg undanrenna
1 msk matarolía
1 egg
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
1 1/2 dl hveitiklíð
6 dl hveiti



Ostavalhnetubrauð

25 gr ger
2 dl volg mjólk
1 msk matarolía
3 dl hveiti
1/2 tsk salt
3/4 dl heilhveiti
25 gr saxaðir valhnetukjarnar
40 gr bragðsterkur rifinn ostur
egg til að pensla bollurnar með

Brauðbollur

50 gr smjörlíki/matarolía
1 1/2 dl vatn/mjólk
25 gr ger
1 tsk sykur
200 gr hveiti
50 gr heilhveiti
1/2 tsk salt

Skinkuhorn

100 gr. smjör/smjörlíki
900 gr. hveiti
60 gr. sykur
1/2 tsk. salt
1/2 lítri mjólk
1 pakki þurrger (ötker)
Fylling:
1 pakki/túpa skinkumyrja
ostur og skinkubitar

Penslun:.

Egg eða mjólk og einhver fræ t.d. sesamfræ eða eftir smekk.
Blandið saman þurrefnunum. Hitið mjólkina rétt volga 37 gráður.Bræðið smjörlíkið í potti og bætið við mjólkina (má líka bræða í örbylgjuofni smjörlíkið og bæta í mjólkina en passa að hitastigið sé ekki of mikið. Hellið mjólkinni saman við þurrefnin og hnoðið.Gott að skella í hrærivélaskál (Kichen Aid eða annað og nota hnoðarann. Látið lyfta sér í 40-60 mín. á volgum stað (viskustykki yfir deiginu Hnoðið aftur og látið lyfta sér í 30 mín. Skiptið deginu í fimmm hluta. Hvern hluta á að fletja út í hring og skipta í 8 hluta (alveg eins og gert er með pizzur) setja ca. 1/2 - 1 tsk af skinkumyrju á hvern hluta og rúlla upp í horn.Má setja saman við skynkumyrjuna skinkubitum og rifnum osti. Pensla með mjólk og strá fræum ofan á (má sleppa). Bakist við 200 gráða hita þangað til hornin eru orðin ljósbrún ca. 20 mín.

ps. Skinkumyrjan gerir rosamikið, skinkuhornin verða meira djúsí,nammi nammi.

ps. Sumir setja smá Dijon sinnep í staðinn fyrir Skinkumyrjuna og svo skinku og ost og er það líka gott.

ps. Þú getur líka notað þessa uppskrift í kanilsnúða eða pizzasnúða /pepperoni og skinka + ostur og rúllað upp.

Haframjölskökur

1 bolli Isio jurtaolía
1 bolli dökkur Púðursykur
1 bolli strásykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1 og ½ bolli heilhveiti eða spelt
1 tsk. Salt
1 tsk. Lyftiduft
3 bollar haframjöl
1 bolli rúsínur, súkkulaði / kókosmjöl

Blandið saman olíu og sykri hrærið með sleif
eggjum bætt við og vanilludropum, hrærið.

Bætið þurrefnunum við, síðast haframjölinu
Þá getur þú bætt við því sem þér finnst best,
hnetum, möndlum þú ræður
ég notaði Freyju djæm nammi síðast og það var æðislegt

Leggið bökunarpappír á ofnplötu og gerið LITLAR
Kökur (þær stækka mikið)
með t.d. teskeiðum, deigið á að vera mjög þykt.

Bakið í ca, 10 mín við 150° í blástursofni

Passið að baka ekki of lengi, kökurnar eiga að vera
Ljósbrúnar, ekki dökkar.

Þú getur leikið þér endalaust með þessa uppskrift
t.d. gert kókoskökur með enn meiri kókos
súkkulaðikökur með súkkulaðibitum

Cinnabons-kanelsnúðar

Snúðadeig:
235 ml volg mjólk
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
620 g hveiti
1 tsk salt
100 g sykur
10 g ger

Fylling í snúðana > 220 g púðursykur + 15 g kanill + 75 g smjör

Kremið
85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
200 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
½ tsk salt

Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum.
Láta deigið svo hefast 40 mín eða svo. Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferning og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.

Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið.
Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir (!)
Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra).(ég gerði 18 og fannst það passlegt, fannst 12 alltof stórir) Skella snúðunum á plötu á bökunarpappír og breiða yfir og leyfa þeim að hefast í 30 mín í viðbót.
baka svo í ca 10-15 mín.
Krem:Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel.

Kókosperukaka frá Jónu

2 bollar hveiti
2 bollar sykur
2-3 egg
1 heildós perur
Allt hrært saman, nema perurnar. Safanum bætt inn í eftir þörfum, ekki samt of mikið. Perurnar saxaðar og settar út í varlega.
2 bollar kókós
2 bollar púðursykur
Hrært saman í höndunum og stráð yfir degið. Bakað við undir og yfir hita við 150-170 gráður í ca 40-50 mínútur. Haft neðarlega

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband