Sænskar hreindýrabollur

500 gr hreindýrahakk
2 1/2 dl rjómi
1/2 dl sódavatn
18 stk Ritzkex
Sveppir (slatti, eftir lyst)
Púrrulaukssúpa (1 pakki)
Laukur (eftir smekk)
Villibráðakraftur frá Oscar

Blandið öllu vel saman og hrærið þar til farsið er hæfilega þykkt til að rúlla bollur úr því. Rúllið litlar bollur úr farsinu, ef það er of þurrt má bæta í það mjólk eða rjóma, ef það er of blautt má bæta hveiti út í. Steikið bollurnar við meðalhita í smjöri og útbúið sósu úr steikarskófinni eða gerið gráðostasósu með. Berið fram með rifsberjahlaupi eða títuberjasultu, kartöflum og eplasalati.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband