Fylltar döðlur

Döðlur
Marsipan
Núggat
Dökkur Ópal súkkulaðihjúpur, bræddur í vatnsbaði

Aðferð :

Opnið döðlurnar
Takið steininn úr
Setjið marsipan og núggat inn í staðinn.
Hjúpið með súkkulaði.

Svínasnitsel í sparifötum

Djúpsteikt snitsel í orlý

Orlýdeig:

  • 250 gr hveiti
  • 1 egg
  • 1 dl volgt vatn
  • ½ dl matarolía
  • 1 tsk sykur
  • 1 tsk salt

Öllu hrært saman.  2 dl af sprite og hrært varlega saman við.  Látið standa í amk 1 klst.
Snitselið er skorið í smáa bita og salti og pipar stráð yfir, bitunum er dýft í deigið og að lokum djúpsteikt í olíu :)

Þessi uppskrift er fengin af Heimasíðu Ormsstaða.


Kryddbrauð Stínu frænku

  • 3 dl haframjöl
  • 3 dl hveiti
  • 3 dl sykur, alveg óhætt að minnka það í 1-2 dl
  • 3 dl mjólk
  • 1 egg
  • 2 msk kakó
  • 2 tsk kanill
  • 2 tsk negull
  • 2 tsk natron (matarsódi)

Öllu blandað saman og hrært með sleif.  Sett í aflangt form og bakað við 180°C í ca 40 mínútur.

Hrikalega gott nýbakað með smjöri og osti


Hjónabandssæla

  • 3½ dl hveiti
  • 3½ dl hafragrjón
  • ca tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 1½ dl púðursykur
  • 1 lítið egg (getur notað 3-4 msk af mjólk í staðinn)
  • rabbarbarasulta

Öllu hnoðað saman, 2/3 af deiginu er þjappað vel í smurt hringlaga form (24 cm er fín stærð), sultu eftir smekk smurt þar ofan á og restin af deiginu mulin yfir eða gerðir aflangir renningar sem eru laggðir kriss kross yfir :)

Bakað við 200°C í 30-40 mínútur :)


Hafrakex

  • 400 gr haframjöl
  • 300 gr hveiti
  • 200 gr sykur
  • 1-1½ tsk lyftiduft
  • 1-1½ tsk hjartarsalt
  • 250 gr smjörlíki (lint)
  • mjólk eftir þörfum

Öllu blandað saman og hnoðað.  Mjólk bætt í eftir þörfum en þó skal passa að setja ekki of mikla mjólk svo deigið verði ekki of blautt.
Fletjið frekar þunnt út og skerið undan glasi.
Kökurnar pikkaðar með gaffli, settar með hæfilegu bili á smurða bökunarplötu og bakaðar við 200°C í ca 10 mínútur.

Sérlega gott nýbakað með smjöri Smile

Verði ykkur að góðu Smile



Frönsk súkkulaðikaka cote d'ore

200 gr suðusúkkulaði
200 gr smjör brætt saman
4 egg
2 dl sykur
1 dl hveiti


þeytir egg og sykur,hrærir hveiti í og svo súkkulaðibráðina saman við.
Sett í eldfast form og bakað v 170 í 25 -35 mín


Kremið:
1 poki fílakarmellur og tæpl 1 dl af rjóma
brætt saman og aðeins látið kólna áður en því er hellt yfir kökuna
Gott með ís eða þeyttum rjóma


Svínabógur með gráfíkjufyllingu

Fyrir 6

2 kg úrbeinaður svínabógur
7 dl vatn
2 epli

Fyllingin:
200 g þurrkaðar gráfíkjur
100 g ostur (Búri)
2 stk. nýjar perur
1 1/2 dl brauðrasp
2 egg
salt og pipar

Sósa:
2 dl rjómi
6 dl soð úr skúffunni
1 stk. svínateningur
1 tsk. dijon sinnep
sósujafnari
sósulitur


Jafnið fyllingunni yfir kjötið, rúllið því upp og bindið saman með sláturgarni. Hitið ofninn í 200°. Vigtið rúlluna og reiknið með 30 mín. steikingartíma á hvert kíló. Leggið rúlluna með pöruna niður í ofnskúffu. Hellið vatni í skúffuna og bætið í grófsöxuðum eplum. Steikið í 30 mín. Færið kjötið upp á grind með pöruna upp. Stráið salti yfir og steikið áfram við 200° í 30 mín. Lækkið síðan hitann í 175° og steikið áfram í klukkutíma. Takið kjötið úr ofninum og látið standa undir þurru stykki í nokkrar mín. Berið fram með smjörsteiktum kartöflum, steiktu grænmeti og rauðkáli.

Fyllingin
Skerið stöngulinn af fíkjunum, saxið þær fínt og setjið í skál ásamt rifnum osti og smátt söxuðum perum (með hýði). Bætið brauðraspinu saman við ásamt salti og pipar. Að lokum fer eggið út í. Blandið vel saman.

Sósan:
Sigtið soðið úr skúffunni í pott, fleytið fituna ofan af og sjóðið niður um 1/4. Þykkið með sósujafnara. Bætið í rjóma og bragðbætið með dijon sinnepi.

Meðlæti:
18-24 stk. kartöflur, soðnar. 400-600 g af litfögru grænmeti, t.d.: fennikku, kúrbít, sykurbaunum, papriku, sveppum, spergilkáli. Ólífuolía til steikingar.
Skerið grænmetið gróft og steikið á pönnu í örlítilli olíu. Kryddið með salti og pipar og gufusteikið í nokkrar mín. Snöggsteikið soðnar kartöflur í smjöri.

Appelsínuleginn svínalærvöðvi

Fyrir 6

1,5 kg svínalærisvöðvi

Kryddlögur:
2 dl appelsínuþykkni
1 glas barnamatur með ferskjubragði (170 g)
1 tsk. engifer, fínt saxað
rifinn börkur og safi úr 2 appelsínum
salt og pipar

Piparsósa :
1/2 l soð úr pottinum
2 dl rjómi
20 stk. græn piparkorn
kjötkraftur
sósujafnari
salt

Rífið börkinn af appelsínunum með rifjárni og setjið í sjóðandi vatn í nokkrar sekúndur. Kælið. Blandið saman öllum efnum í kryddlöginn. Skerið grunnar rákir í kjötið og smyrjið kryddleginum á. Látið standa í ísskáp í sólarhring. Snúið öðru hvoru. Brúnið kjötið á pönnu og setjið í steikarpott. Hellið kryddleginum yfir ásamt 7 dl af vatni og tveimur lárviðarlaufum. Steikið við 180° í 1 1/2 tíma eða þar til steikarmælir sýnir 72° í miðju kjötstykkinu.

Piparsósan:
Setjið soðið í pott og fleytið fituna ofan af. Bætið í rjóma og pipar. Þykkið með sósujafnara og bragðbætið með kjötkrafti. Mjög gott er að setja smá skvettu af Grand Marnier líkjör í sósuna. Einnig má skerpa hana með appelsínuþykkni.
Berið fram með brúnuðum kartöflum og léttsoðnum sykurbaunum.

Austurlenskt svínakjöt

2 tsk olía
400 gr svínalundir
2 msk hveiti
2 rauðar paprikur
2 tsk niðurrifið engifer
2 hvítlauksrif
450 gr spergilkál
3 dl kjúklingasoð
1 tsk rauður pipar í flögum (þurrkaður)
1 tsk maísena mjöl
2 msk sojasósa
1 msk eplaedik
2 ½ dl sneiddir vorlaukar

Fituhreinsið svínalundir, skerið í litla strimla og veltið upp úr hveiti. Htið 1 tsk af olíu á stórri pönnu og steikið kjötið í um 5 mínútur eða þar til það er gegnsteikt. Takið upp með gataspaða og geymið á disk. Hitið afganginn af olíunni á pönnunni. Skerið paprikur í strimla, rífið niður ferskt engifer, saxið hvítlaukog setjið á pönnuna. Veltið um á pönnunni þar til paprikan hefur aðeins mýkst (um 2 mínútur). Skerið spergilkál í bita og bætið út á pönnuna ásamt soði og rauðum pipar. Látið suðu koma upp, lækkið þá hitann og sjóðið þar t il spergilkál er meyrt (um 5 mínútur). Sameinið á meðan í skál maísena mjöl, sojasósu og edik. Bætið kjötinu á pönnuna og hellið blöndunni og vorlauk út í. Hrærið stöðugt í þar til sósan hefur þykknað (um tvær mínútur). Berið fram með hrísgrjónum.

Grísakótilettur með sveppum og hnetum

Fyrir 4

4 stórar grísakótilettur með góðri fiturönd
Smjör
500 g ferskir sveppir
50 g heslihnetur
Salt og pipar

Meðlæti: Grænt salat og nýtt brauð

Skerið tvær rákir í fituröndina og setjið kótiletturnar upp á rönd á heita pönnu. Brúnið kantana þar til þeir eru orðnir stökkir. Steikið því næst kótiletturnar í eigin feiti við lágan hita. Steikingartími fer eftir þykkt sneiðanna. Þumalputtaregla er að 3 cm þykk kótiletta steikist í fjórar mínútur á hvorri hlið.
Kryddið með nýmöluðum pipar. Saltið ekki fyrr en eftir steikingu. Látið kótiletturnar standa smá stund áður en þær eru bornar fram.

Sveppir og hnetur: Tilvalið er að nota villta sveppi ef árstíminn er réttur. Hreinsið sveppina og þurrkið. Skerið niður í meðalsneiðar, steikið í smjöri og kryddið með salti og pipar. Dreifið þeim yfir kótiletturnar. Grófsaxið hneturnar og steikið örsnöggt í smjöri. Dreifið þeim yfir sveppina og kótiletturnar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband