Austurlenskt svínakjöt

2 tsk olía
400 gr svínalundir
2 msk hveiti
2 rauðar paprikur
2 tsk niðurrifið engifer
2 hvítlauksrif
450 gr spergilkál
3 dl kjúklingasoð
1 tsk rauður pipar í flögum (þurrkaður)
1 tsk maísena mjöl
2 msk sojasósa
1 msk eplaedik
2 ½ dl sneiddir vorlaukar

Fituhreinsið svínalundir, skerið í litla strimla og veltið upp úr hveiti. Htið 1 tsk af olíu á stórri pönnu og steikið kjötið í um 5 mínútur eða þar til það er gegnsteikt. Takið upp með gataspaða og geymið á disk. Hitið afganginn af olíunni á pönnunni. Skerið paprikur í strimla, rífið niður ferskt engifer, saxið hvítlaukog setjið á pönnuna. Veltið um á pönnunni þar til paprikan hefur aðeins mýkst (um 2 mínútur). Skerið spergilkál í bita og bætið út á pönnuna ásamt soði og rauðum pipar. Látið suðu koma upp, lækkið þá hitann og sjóðið þar t il spergilkál er meyrt (um 5 mínútur). Sameinið á meðan í skál maísena mjöl, sojasósu og edik. Bætið kjötinu á pönnuna og hellið blöndunni og vorlauk út í. Hrærið stöðugt í þar til sósan hefur þykknað (um tvær mínútur). Berið fram með hrísgrjónum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband