Linsubaunasúpa með Balsamico & kókos

200 gr.linsubaunir
2 laukar
3 gulrætur
1 paprika
4 kartöflur
2 msk. olífuolía
1 l grænmetissoð
8 msk. balsamico edik
salt
muskat
karrý
sýrður rjómi
kókosmjöl


Linsubaunirnar settar í bleyti sólarhring áður en súpan er gerð. (200gr verða að 250gr)
Linsubaunirnar settar í pott og grænmetið er brytjað niður og sett út í. Grænmetissoðið er blandað og bætt við eins Balsamico edikinu og olíunni.
Krydddað eftir smekk, mér finnst mikilvægt að setja slatta af karrýi, og varlega af múskati.
Soðið í u.þ.b. klukkutíma.
Sett á disk og stráð yfir kókosmjöli og sýrður rjómi er svo kóronan.
Bragðast mjög vel, og er matarmikil. Uppskriftin er fyrir 2 til 3 manneskjur.


Grænmetisréttur

1 paprika
½ blaðlaukur
1 ostarúlla með lauk og blönduðum jurtum
2 og ½ dl mjólk
350 gr frosið grænmeti (eftir smekk)
2 msk sítrónusafa
1 tsk salt
½ tsk hvítlaukssalt
Maiezenamjöl
180 gr ost
2 dl hrísgrjón
½ grænmetisteningur.

Sjóðið hrísgrjón með teningnum. Skerið papriku,blaðlauk og sveppina og steikið létt í olíu. Kryddið með sítrónusafa, hvítlauksalti og pipar. Bætið ostarúllunni og mjólkinni saman við og látið bráðna saman . Setjið þá grænmetisblönduna út í , hitið og þykkið með maiezenamjöli ef þarf. Setjið hrísgrjón í eldfast mót og jafnið grænmetið yfir. Þekjið með osti og bakið við 200°C, í ca 20 mín.

Linsubaunabuff

2 kartöflur, soðnar, afhýddar og kældar.
100 gr. linsur
1 laukur, smátt saxaður.
1 egg (má sleppa)
Slurk af Basil
Slurk af Timjan
Sólþurrkaðir tómatar, saxaðir (má sleppa)
hvítlaukur og salt eftir smekk.

Rasp:
1 dl kókosmjöl
1 dl malaðar möndlur eða hnetur

Linsurnar eru soðnar í ca 30 mín og kældar. Öllu hrært saman í skál. Þá er farsið tilbúið. Ef það er of þunnt má setja smá haframjöl eða kókosmjöl útí. Mótið lítil hringlótt og flöt buff. Hægt er að velta þeim upp úr eggi þá haldast þau betur saman. Veltið upp úr raspinu og léttsteikið á pönnu, báðum megin þar til gyllt. Með þessu er gott að borða soðnar kartöflur, grænar baunir og rabbabarasultu.

Í matinn var þetta helst :o)

Ef maður er bara ekki sprunginn !!  Eldaði kjúklingabringur (var með danskar bringur úr Bónus) og þvílíkt lostæti !! Smile
Uppskriftina getið þið séð hérna Smile

Setti season all, Herbamare jurtasalt og smá laukduft í olíu og velti bringunum uppúr því.  Hélt mig svo við uppskriftina að mestu leyti........NEMA ég bætti við heilum rauðlauk í sneiðum, og fullt af kartöflum, skornum í skífur.
Notaði pela af matvinnslurjóma og heila flösku (gúlp) af Honey Hickory BBQ sósu.....jésús pétur hvað þetta var gott !!!  Var svo með blandað kál (kínakál, kirsuberjatómata og gúrkur) með og hvítlauksbrauðið í frystinum !!  Það gleymdist sko LoL
Þetta var mjög vinsælt við borðið hér......afkvæmin mjög hrifin Grin

Verði ykkur að góðu Wink

Kv. Mamma Smile

Vanilluskyrterta Evu

1 pakki Lu kanilkex
Smjör 150-200 gr.

Mylja kexið og bræða smjörið, blanda saman og setja í form.


1 stór dós vanilluskyr
1 peli rjómi

Þeyta rjóma og blanda við skyrið.
Setja ofan á botninn.

Bláberjasulta
Smyrja bláberjasultu ofan á.

Setja í kæli  og bera fram kalt.

Þessi uppskrift er í boði Evu Agötu Smile

Svínalundir

1 kg svínalundir
1 box sveppir
1 paprika
1 piparostur
1 peli rjómi

Lundirnar skornar í ca 2 cm þykkar sneiðar, bankaðar létt með hendinni. 
Þær eru svo steiktar í smjöri og saltaðar lítillega, látnar í eldfast fat, steiktir sveppir og paprika látin yfir.
Sósa búin til úr bræddum piparosti og rjóma og látinn yfir, fati lokað með álpappír og bakað í ofni ca 30-40 mínútur.

Parmaskinku og laxavefjur með graslaukssmjöri

4x175 gr af bein- og roðlausum laxi
8 sneiðar Parmaskinka frá Fiorucci 
450 gr aspas
40 gr smjör
1 msk brytjaður graslaukur eða steinselja
1 tsk fínt saxaður sítrónubörkur
4 tsk ólífuolía
Salt og pipar
Byrjið á að hita ofnin í 180°C.

 

Skolið laxinn og þerrið með eldhúspappír. Leggið hverja laxasneið ofan á eina parmaskinkusneið.

 

Blandið graslauknum eða steinseljunni og sítrónubörknum saman við smjörið. Smyrjið síðan hverja laxasneið með smjörblöndunni. Saltið og piprið eftir smekk og rúllið síðan sneiðunum upp. Vefjið síðan annari Parmaskinusneið utan um hverja laxa og Parmaskinkuvefju.

 

Setjið vefjurnar í eldfast mót og hellið 2 tsk af ólífuolíu yfir. Setjið mótið í ofninn og bakið í 20-25 mínútur, þar til laxinn er bakaður.

 

Hitið steikarpönnu um það bil 10 mínútum áður en laxinn er tilbúinn. Penslið aspasinn með ólífuolíunni sem eftir er og steikið á pönnu í 8 mínútur, athugið að snúa aspasnum oft. Berið síðan parmaskinku og laxavefjurnar fram með aspasinum.

Svínalundir með grænpiparsósu og pasta (fyrir 4)

2 svínalundir
Salt og pipar
1 msk smjör
1 msk niðursoðin grænpiparkorn
½ svínakjötsteningur
2 msk heitt vatn
1-2 msk þurrt hvítvín eða sérrí (má sleppa)
3 dl rjómi
2 msk saxaður graslaukur
Tagliatelle eða annað pasta

Snyrtið lundirnar og kryddið þær með salti og pipar. Steikið lundirnar í smjörinu þannig að þær brúnist allan hringinn í u.þ.b. 10 mínútur. Vefjið álfilmu utan um lundirnar og haldið þeim heitum á meðan sósan er útbúin.

Látið renna vel af piparnum í sigti. Leysið teninginn upp í vatninu og hellið blöndunni á pönnuna sem kjötið var steikt á. Bætið hvítvíninu út í og látið suðuna koma upp. Hellið rjómanum saman við og bætið piparkornunum út í. Látið suðuna koma upp og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk.

Hellið soðinu, sem myndast hefur af kjötinu í álfilmunni, út í sósuna og skerið kjötið í sneiðar.

Sjóðið pastað og leggið það á fat. Setjið kjötsneiðarnar yfir pastað, stráið graslauknum yfir og hellið sósunni síðan yfir réttinn.

Fylltar svínakótelettur (fyrir 4)

4 stórar, þykkar svínakótelettur
1 dl saxaðar blandaðar kryddjurtir (t.d. steinselja, graslaukur og salvía)
1 blaðlaukur, saxaður
Salt og grófmalaður svartur pipar

Skerið vasa í kóteletturnar næstum inn að beini og fyllið með kryddjurtunum og blaðlauknum.
Kryddið vel með salti og pipar og steikið  kóteletturnar í olíu eða smjöri á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflubátum og salati ásamt góðri sósu.  Einnig er gott að sjóða hrísgrjón og blanda einu söxuðu epli út í ásamt einum söxuðum blaðlauk.

Sinnepsmarineraðar Svínalundir (fyrir 4)

700 gr svínalundir
¼ bolli grófkorna sinnep
2 msk hunang
1 msk hvítvínsedik eða sérríedik
Sinnepssósa:
2 msk hunang
1 msk hvítvínsedik eða sérríedik
1 bolli kjúklingasoð (teningur og vatn)
¼ bolli sætt sérrí
2 msk saxaður skallotlaukur
1 msk grófkorna sinnep

Snyrtið lundina og leggið á djúpan disk.

Blandið saman sinnepinu, hunanginu og edikinu og smyrjið blönduni á kjötið. Látið standa í 2-3 tíma í kæli.

Takið kjötið úr maríneringunni (geymið hana í sósuna) og leggið í steikarpönnu og steikið í ofninum í 30-40 mínútur. Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en það er skorið í sneiðar og borið fram með sinnepsósu, léttsoðnu grænmeti, kartöflum og salati. Einnig má grilla lundirnar, þá verður að þerra þær vel áður en þær eru steiktar.

Sósa = Setjið það sem eftir er af maríneringunni í pott ásamt öllu sem á að fara í sósuna og látið suðuna koma upp. Sjóðið í 15 mínútur við meðalhita og berið sósuna fram heita með kjötinu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband