Svínalundir með grænpiparsósu og pasta (fyrir 4)

2 svínalundir
Salt og pipar
1 msk smjör
1 msk niðursoðin grænpiparkorn
½ svínakjötsteningur
2 msk heitt vatn
1-2 msk þurrt hvítvín eða sérrí (má sleppa)
3 dl rjómi
2 msk saxaður graslaukur
Tagliatelle eða annað pasta

Snyrtið lundirnar og kryddið þær með salti og pipar. Steikið lundirnar í smjörinu þannig að þær brúnist allan hringinn í u.þ.b. 10 mínútur. Vefjið álfilmu utan um lundirnar og haldið þeim heitum á meðan sósan er útbúin.

Látið renna vel af piparnum í sigti. Leysið teninginn upp í vatninu og hellið blöndunni á pönnuna sem kjötið var steikt á. Bætið hvítvíninu út í og látið suðuna koma upp. Hellið rjómanum saman við og bætið piparkornunum út í. Látið suðuna koma upp og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk.

Hellið soðinu, sem myndast hefur af kjötinu í álfilmunni, út í sósuna og skerið kjötið í sneiðar.

Sjóðið pastað og leggið það á fat. Setjið kjötsneiðarnar yfir pastað, stráið graslauknum yfir og hellið sósunni síðan yfir réttinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband