Speltbrauð a la muse

500 gr. spelt
5 tsk. lyftiduft
500 gr. skyr (eða AB-mjólk)

Korn að eigin vali (eða ekki).

Bakað við 175°C í 45-60 mín.


Shake

2 dl hrein létt jógúrt
sætuefni
150 gr jarðaber (frosin)

Bara skella þessu öllu saman í mixer og drekka... nammi namm. Að sjálfsögðu er hægt að skipta jógúrtinni út fyrir létt súrmjólk eða létt AB mjólk og einnig er hægt að nota hvaða ávexti sem maður vill svo lengi sem þeir eru frosnir, ja eða skella bara klaka með og venjulegum ávöxtum.

DDV-merkingar: 2 krossar í mjólk og 1 ávöxtur.

Franskar kartöflur

Það eru tvær leiðir til að gera franskar á DDV-vegu;

Franskar kartöflur:
Takið 100 gr af kartöflum og veltið upp úr 1 tsk af olíu og kryddi. Skellið þessu á bökunarpappír og inní 200°C heitan ofn þar til þær eru orðnar gullinbrúnar.

DDV-merkingar: 100 gr af kartöflum koma í staðinn fyrir 1 ávöxt (olían telst sem extra 1).


Grænmetisfranskar:
Notið annað hvort gulrætur eða rófur og skerið í passlega bita. Veltið upp úr 1 tsk af olíu og kryddi. Inní ofn á 200°C þangað til að endarnir eru rétt að byrja að brenna.

DDV-merkingar: þetta er bara grænmeti (olían telst sem extra 1).

Appelsínukjúklingur

 170 gr kjúklingabringur (án skinns)
100 gr hvítkál
100 gr gulrætur
100 gr paprika
1 rauðlaukur
1 appelsína
paprikukrydd
salt og pipar
1 tsk olía (til steikingar)

Kryddið bringurnar með salti og pipar (eða bara því kryddi sem þið viljið) og steikið svo á pönnu í olíunni. Skerið grænmetið frekar gróft og steikið á wok-pönnu, kryddið með paprikukryddi eða því kryddi sem þið viljið. Setjið smá vatn með grænmetinu (bara lítið) og kreistið appelsínuna yfir. Látið sjóða í vökvanum í smá stund og skellið svo kjúklingnum og restinni af appelsínunni útí.  Borðist.
DDV-merkingar: 1 kross í grænmeti (athugið að laukurinn er takmarkað grænmeti), 1 kross í kjúkling og 1 ávöxtur.

Kjötpottur

150 gr nauta-, lamba- eða svínakjöt
1 tsk olía (til steikingar)
100 gr Wok-grænmeti (engan mini-maís)
100 gr brokkolí
100 gr sveppir
75 gr maísbaunir
10 gr Létta
salt, pipar og krydd

Gæti ekki verið einfaldara. Kryddið kjötið með salti, pipar eða hvaða kryddi sem þið viljið. Veltið því uppúr 1 tsk af olíu og hendið á heita pönnu. Steikist. Á meðan er um að gera að steikja grænmetið í t.d. wok-pönnu og krydda. Setja 75 gr af maísbaunum í skál og bæta við cirka 10 gr af Léttu. Skellið inní örbylgjuofn í u.þ.b. 1 mín. Og voilá... allt tilbúið.
Kjöt og grænmeti mælist eftir eldun (rýrnun fer eftir fituinnihaldi kjötsins en það getur verið ágætt að mæla cirka 400 gr af grænmeti fyrir eldun, það gerir cirka 300 gr).
DDV-merkingar: 1 kross í kjöt, 1 kross í grænmeti, 1 ávöxtur (maísbaunir í staðinn fyrir ávöxt) og 2 krossar í fita. (Olían sem notuð er til steikingar er partur af extra 1.)

Ofnbakaður lax með jurtasósu

170 gr roð- og beinlaus lax
70 gr brokkolí
70 gr blómkál
70 gr sveppir
125 ml 10% sýrður rjómi
40 gr fínt saxaður blaðlaukur
100 gr rifnar gulrætur
salt, pipar, basilíka og dill

Búið til sósu úr gulrótunum, sýrða rjómanum og blaðlauknum. Kryddið sósuna smá með basilíku og dilli. Setjið sveppina, laxinn, brokkolíið og blómkálið í litlum bitum í eldfast mót. Hellið sósunni yfir og bakið í ofni á 200°C í cirka 20 mínútur.
Allar mælieiningar miðast við óeldaðan mat.
DDV-merkingar: 1 kross í fisk, 1 kross í grænmeti og 2 krossar í mjólk.

Ofnbakaður fiskur í karrý

170 gr roð- og beinlaus fiskur
100 gr paprika
100 gr sveppir
100 gr zuccini
100 gr gulrætur
125 ml 10% sýrður rjómi
15 gr majones
salt, pipar og karrý

Skerið grænmetið niður og setjið í eldfast mót. Skerið fiskinn í litla bita og setjið í miðjuna á mótinu (með grænmetið allt í kring). Saltið og piprið. Búið til karrýsósuna með því að blanda saman sýrða rjómanum, majonesinu og slatta af karrý. Hellið sósunni yfir fiskinn. Skellið inn í forhitaðan ofn á 200°C í um 35 mínútur.
Allar mælieiningar miðast við óeldaðan mat, þ.e.a.s. hráan fisk og grænmeti. Þetta ætti að gefa um 140-150 gr af elduðum fisk og um 300 gr eldað grænmeti. Það má í sjálfu sér nota hvaða grænmeti sem maður vill, um að gera að hafa það sem fjölbreyttast.
DDV merkingar: 1 kross í fiskur, 2 krossar í mjólkuvörur, 1 kross í grænmeti og 3 krossar í fitu.

Kjúklingabaunabuff

450 g soðnar kjúklingabaunir
4 hvítlauksrif
40 g vorlaukur eða önnur gerð af lauk
1/2 tsk cumin
1 tsk sjávarsalt

Setjið kjúklingabaunir í matvinnsluvél ásamt hvítlauk, lauk, cumin og salti. Gerið litlar bollur og fletjið út og steikið á pönnu í olíu. Einnig er gott að velta bollunum upp úr sesamfræjum og steikja svo.
Berist fram með rifnum gulrótum sem búið er að blanda kanil saman við og heslihnetum (hakkaðar eða spænir). 

Kjúklingabaunabúðingur

1 dós kjúklingabaunir
6 tsk spelt
2 tsk lyftiduft
2 egg
1 msk fjörmjólk
1 dós sveppir eða annað gott grænmeti
salt og pipar

Allt maukað saman í mixara, hræra svo sveppina saman við, sett í jólakökuform og bakað i 1 og ½ tima á 190°, set álpappir yfir eftir 40 min.
Dugar sem hádegismatur 3 sinnum í ddv.

Kjúklingabaunapottréttur a la Lindberg

2 dósir (400 gr hvor) niðursoðnar kjúklingabaunir (það gera tæplega 500 grömm af soðnum kjúklingabaunum).
2 stórir laukar.
1 stórt hvítlauksrif.
1 dós niðursoðnir tómatar (400 gr).
1 msk. karrí.
1 msk. paprikuduft.
1 stórt, frekar súrt epli.
2 msk. ólívuolía.
1 msk. sojasósa.
fersk steinselja til að skreyta

Skolið kjúklingabaunirnar í köldu vatni og látið renna af þeim. Laukurinn er grófsaxaður og steiktur í olíunni í botninum á potti. Karrí og paprikuduft sett út í og hrært vel í. Eplin skorin í bita og bætt út í. Hvítlauksrifið er hakkað smátt og sett út í ásamt tómötunum og sojasósunni og hrært vel í. Allt látið malla í 25 mínútur. Kjúklingabaununum er þá bætt út í og hitað í smá stund. Fersk steinselja klippt yfir til að skreyta. Borið fram með steiktum kjötréttum eða bara eitt og sér.

í 100 grömmum af réttinum eru ca 118 kkal., 6,9 grömm prótein, 2,7 grömm fita og 16,5 grömm kolvetni


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband