Svínakjöt með snjóbaunum
27.2.2008 | 12:34
50 gr kasjúhnetur
2 msk olía
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
5 cm engiferbiti, saxaður smátt
250 gr snjóbaunir (sykurbaunir)
1 msk sojasósa
1 límóna
2-3 vorlaukar
Grænmetisbaka II
27.2.2008 | 12:33
Deig:
3 dl hveiti
50 gr smjör eða smjörlíki
1 dl kotasæla
1 msk vatn
Fylling:
250 gr sveppir
2 msk smjör eða smjörlíki
6 soðnar, kaldar kartöflur (500 gr)
1 blaðlaukur
2 hvítlauksrif
1 ½ tsk salt
½ tsk sítrónupipar
3 egg
2 dl sýrður rjómi
1 ½ dl kotasæla
½ tsk jurtasalt
1 dl rifinn, bragðmikill ostur
- Blandið smjörinu saman við hveitið með fingrunum þannig að blandan verði að kornóttum massa. Bætið kotasælunni og vatninu út í og hnoðið létt. Einnig má setja hveitið og smjörið í matvinnsluvél og blanda deigið þannig en þá má ekki hnoða of lengi.
- Fletjið deigið út á botn og upp kantana á bökuformi eða smurðu, lausbotna formi og geymið formið í kæli á meðan fyllingin er útbúin. - Skerið sveppina í sneiðar, bræðið smjörið og steikið sveppina í þeim í 1 mínútu. Skerið kartöflurnar og blaðlaukinn í sneiðar og léttsteikið með sveppunum, pressið hvítlaukinn út í og kryddið grænmetisblönduna.
- Þeytið saman eggin og sýrða rjómann og bætið kotasælunni og saltinu út í og hrærið ostinum að lokum saman við. Forbakið bökubotninn við 200°c í 10 mínútur.
- Setjið grænmetisfyllinguna í botninn og hellið eggjablöndunni yfir.
- Bakið neðst í ofninum við 180°c í 30-35 mínútur eða þar til fyllingin er farin að stífna í miðjunni.
- Berið fram með grænu salati.
Graskersbaka
27.2.2008 | 12:32
1 bolli hveiti
1/8 tsk salt
1/3 bolli smjör, kælt
3 msk kalt vatn
Fylling:
2 egg
1 bolli púðursykur
½ bolli rjómi
450 gr graskersmauk
1 tsk kanill
½ tsk engifer
½ tsk múskat
½ tsk salt
Þeyttur engiferrjómi:
½ bolli rjómi (ekki matreiðslurjómi)
1 msk sykur
¼ tsk engifer
- Stillið ofninn á 220°c
- Hrærið saman hveiti og salti í stórri skál; bætið við smjöri í bitum. Vatni er bætt við og hrært saman með gaffli. Hnoðið deigið í kúlu.
- Fletjið deigið út á hveitistráðu borði (ekki hafa of mikið hveiti) í hring sem er ca 28 cm í þvermál. Setjið í bökumót sem er 26 cm í þvermál. Fjarlægið það deig sem fer út fyrir. Geymið botninn meðan fyllingin er útbúin.
- Hrærið egg á meðalhraða í stórri skál þangað til þau eru orðin þykk (ca 2-3 mínútur). Bætið við rest af hráefni í fyllinguna, hrærið uns allt er vel blandað saman (ca. 1-2 mínútur).
- Setjið fyllinguna ofan á botninn. Bakið í 10 mínútur. Lækkið þá hitann í 180°c. Bakið áfram í 40-50 mínútur. Stingið með hníf í miðju bökunnar til að athuga hvort hún sé tilbúin. Ef hnífurinn er hreinn eftir að það hefur verið gert er bakan tilbúin. Kælið alveg.
- Þeytið ½ bolla af rjóma í skál, á hæsta styrk . Bætið sykri og engifer við. Haldið áfram að þeyta uns rjóminn er orðinn stífur (ca. 1-2 mínútur).
- Berið bökuna frama með engiferrjómanum. Ef ekki á að bera bökuna strax fram þarf að geyma hana og rjómann í kæli.
Grænmetisbaka
27.2.2008 | 12:31
1 dl haframjöl2 dl hveiti2 msk ólífuolía eða Isio 4
100 gr hreint skyr
2 msk kalt vatn
Blandið saman haframjöli og hveiti, olíu og skýri og bleytið í með vatni ef þarf.
Hrærið vel og hnoðið aðeins
Geymið deigið í ísskáp í að minnsta kosti 30-40 mínútur
Fletjið deigið út í mót, smyrjið með smá ólífuolíu og raðið grænmetinu á
Hellið sósu yfir og bakið í 30 mínútur við 200°C
Grænmeti
2 gulrætur, sneiddar í þunnar sneiðar
½ kúrbítur (zucchini), skorinn í búta
7 sveppir, sneiddir
½ eggaldin, skorið í smáar sneiðar
½ blaðlaukur, sneiddur í þunnar sneiðar
Sósa
2 egg
2½ mjólk
4 dl magur ostur (11%), 2 dl í sósuna, 2 dl yfir bökuna
Aðferð:
- Þeytið saman egg og mjólk
- Rífið ostinn og blandið 2 dl saman við
- Dreifið afganginum af ostinum yfir bökuna og setjið inn í ofn.- Gott er að hafa sósu með t.d. úr AB mjólk. Einfalt er að búa hana til: Blandið saman 2 dl AB mjólk, salti, pipar, hvítlauksrifi eða hvítlauksdufti, paprikudufti og kannski einhverju öðru góðu kryddi (t.d. Krakkakryddi frá Pottagöldrum).
- Berið fram með soðnum bygggrjónum eða hýðishrísgrjónum og fersku salati.
Laukbaka
27.2.2008 | 12:30
100 gr smjör eða smjörlíki
2 msk vatn
500 gr laukur
1-2 msk smjör
3 egg
2 dl sýrður rjómi
½ tsk jurtasalt
½ tsk svartur pipar
½ tsk tímían
Setjið hveitið í skál eða matvinnsluvél og myljið smjörið smátt og smátt út í þar til blandan verður að kornóttum massa.
Bætið vatninu út í og hnoðið deigið í kúlu.
Geymið deigið í 30-40 mínútur í kæli á meðan fyllingin er útbúin.
Skerið laukinn í þunnar sneiðar og mýkið hann í smjörinu á pönnu. Þeytið saman eggin og sýrða rjómann og bætið kryddinu út í.
Fletjið deigið út þannig að það passi í botn og upp kanta á bökuformi og forbakið botninn við 220°c í 10 mínútur (gott að setja baunir eða hrísgrjón á bökunarpappír ofan á deigið svo það aflagist ekki við baksturinn).
Dreifið lauknum á bökubotninn og hellið eggjamassanum yfir.
Bakið í 20 mínútur.
Berið fram með salati.
Svikinn héri
27.2.2008 | 12:29
100 gr brauðmylsna
1 egg
1/2 dl mjólk
1 tsk kjötkraftur
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 msk paprikuduft
Gúllassúpa
27.2.2008 | 12:28
1-2 laukar
3-4 kartöflur
3-4 hvítlauksrif
1-2 paprikur
2 dósir niðursoðnir tómatar í mauki
salt, pipar og annað krydd eftir smekk
Brúnið nautakjötið og léttsteikið grænmetið (ekki saman).
Setjið kjötið og tómatamaukið í pott og hitið vel. Grænmetið er sett útí og látið krauma við vægan hita í að minnsta kosti klukkutíma.
Kryddað og smakkað til.
Ef súpan fær að krauma nógu lengi á lágum hita verður kjötið svo mjúkt að það þarf nánast ekki að tyggja það.
Borið fram með góðu brauði.
Súpur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líbanskar kjötbollur
27.2.2008 | 12:27
3 msk smjör
500 gr hakk
1 egg
2 brauðsneiðar lagðar í ½ bolla af mjólk
1 tsk salt
1/8 tsk pipar
1 bolli brauðmylsna
2 bollar hrein jógúrt
- Steikjið laukinn í 1 msk af smjöri uns hann er glær. Kælið smá.
- Blandið lauknum við hakk, egg, brauð og krydd. Mótið bollur úr blöndunni og veltið upp úr brauðmylsnu.
- Brúnið í 2 msk af smjöri. Hellið allri feitinni af nema 2 msk. Hellið þá jógúrt yfir bollurnar og sjóðið í 20 mínútur.
- Berið fram heitar með hrísgrjónum.
Hollar kryddbollur
27.2.2008 | 12:25
½ dl hveitiklíð
1 tsk kanill
½ tsk negull
1 tsk vanillusykur
½ tsk salt
7 tsk lyftiduft
5 dl létt AB-mjólk
Forsetafiskur
27.2.2008 | 12:22
1 græn paprika
6-7 sneiðar beikon
Smjör
Ýsuflak
Hveiti
Pipar
Salt
1 stk Camembert-ostur
Rifinn ostur
Afhýðið eplin og skerið í bita. Skerið einnig paprikuna í bita.
Beikonið er skorið í 3-4 bita (hver sneið) og steikt í smjöri þar til það er glært.
Skerið ýsuflakið í litla bita og veltið því upp úr hveiti, pipar og salti. Steikið við vægan hita.
Allt er síðan látið í eldfast mót og Camembert-ostur er látinn í litlum bitum hér og þar ofan á.
Yfir allt er síðan dreift rifnum osti.
Hitið í 20-30 mínútur við 180°c