Kalkúnasnitta

Ítalskt brauð (snittubrauð)
Sólþurrkaðir tómatar, mauk
Salat
Kalkúnaálegg
Brieostur
Laukur

Skerið tómatana, fjarlægið kjarnann og saxið smátt niður. Saxið niður basilíkuna og blandið henni saman við tómatana, dreifið örlitlu af ólífuolíu á brauðsneiðarnar og setjið smá mozzarellaost yfir. Grillið í ofni þar til osturinn er byrjaður að bráðna.

Laxa-kavíarpaté á ristuðu brauði

300 g reyktur lax
125 g brætt smjör
2 lítil box sýrður rjómi
2-3 blöð matarlím
hvítur pipar
100 g rauður kavíar

Setjið laxinn í mixara ásamt brædda smjörinu og sýrða rjómanum. Bleytið matarlímið í vatni og leysið upp í sjóðandi vatni (2 msk). Blandið saman við laxafarsið kryddið með pipar. Blandið kavíar saman við. Setjið í ísskápinn (má setja síðan í frysti). Sprautið maukinu á ristað brauð sem skorið hefur verið í hæfilega litla þríhyrninga.

Karabískur engifer-kalkúnn

1 kg kalkúnabringa, skinnlaus 
¼ bolli sojasósa 
¼ bolli þurrt sherrí
2 msk apríkósumarmelaði 
½ tsk engifer 
½ bolli vatn 
¼ bolli púðursykur
2 msk grænmetisolía
2 tsk sítrónusafi
1 hvítlauksrif, saxað

Takið skinnið af kalkúnabringunum, farið varlega við það. Skerið kjötið í þrjá jafna hluta.
Blandið saman vatni, sojasósu, sykri, sherríi, olíu, marmelaði, sítrónusafa, engifer og hvítlauk í plastpoka, blandið vel svo púðursykurinn leysist upp. Komið pokanum fyrir í skál og setjið kalkúninn ofan í og passið að hann sé hulinn marineringunni.
Marinerið í 4-6 klukkustundir eða yfir nótt.
Takið kjötið úr leginum og geymið löginn til hliðar.
Steikið eða grillið kalkúninn í 12-15 mínútur, snúið reglulega við og penslið með marineringunni.

Berið fram með hrísgrjónum og niðurskornum ávöxtum.


Hrásalat frá Jamaíka

4 bolli niðurskorið hvítkál 
¼ bolli niðurskornar gulrætur 
½ bolli brytjaðar valhnetur 
½ bolli mæjónes
2 msk sykur
1 msk eplaedik
1 msk grillkrydd

Blandið saman hvítkáli, gulrótum og hnetum í stórri skál. Setjið til hliðar.
Blandið saman mæjónesi, sykur, ediki og kryddi. Setjið yfir grænmetið og blandið vel.
Breiðið yfir og kælið áður en borið er fram.

Kókoskarrífiskur með kjúklingabaunum

700-800 gr þorsk- eða ýsuflök, roðflett og beinhreinsuð
1 msk karríduft, meðalsterkt eða eftir smekk
3/4 tsk kummin
nýmalaður pipar
salt
2 msk olía
1 laukur, saxaður
400 ml kókosmjólk (1 dós)
1 dós kjúklingabaunir
2-3 vorlaukar, saxaðir
1/2 sítróna

1. Fiskurinn er skorinn í stykki. Karríi, kummini, pipar og salti er blandað saman og helmingurinn af blöndunni stráð yfir fiskinn. Látinn liggja í litla stund.

2. Olían er hituð á pönnu og laukurinn steiktur við meðalhita þar til hann er farinn að taka lit. Þá er hann tekinn af pönnunni og settur á disk.

3. Hitinn er hækkaður og fiskurinn brúnaður í um 1 mínútu á hvorri hlið. Afgangurinn af kryddinu hrært saman við kókosmjólkina og henni hellt á pönnuna og síðan er baununum hellt yfir (hellið leginum af þeim fyrst). Látið malla í 2-3 mínútur. Vorlauknum er stráð yfir og dálítill sótrónusafi kreistur yfir. Látið malla í 1-2 mínútur í viðbót eða þar til fiskurinn er rétt soðinn í gegn.

4. Sósan er smökkuð til og e.t.v. bragðbætt með pipar, salti og sítrónusafa. Borið fram með soðnum hrísgrjónum eða grænu salati og e.t.v. brauði.

Kínverskar fiskibollur

800 gr fiskhakk
3 vorlaukar, saxaðir smátt
2 hvítlaukrif, söxuð smátt
2 tsk engifer, rifinn
1 msk sojasósa
1 tsk sykur
salt
1 msk olía
2 msk maísmjöl
olía til steikingar

Allt nema olían sem steikja á úr er sett í skál og hrært vel saman. Mótað í 8-10 bollur eða buff.
Olía hituð á stórri, þykkbotna pönnu og bollurnar steiktar við meðalhita í um 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru gullinbrúnar og gegnsteiktar.
Bornar fram með soðnum hrísgrjónum eða eggjanúðlum.

Fiskbuff

10 cm bútur af gúrku
salt
1 dós sýrður rjómi (10%)
ferskar kryddjurtir eftir smekk
nýmalaður pipar
400-500 gr soðin ýsa eða annar fiskur
400 gr soðnar kartöflur
50 gr smjör
1 egg
1 eggjarauða
1 tsk fínrifinn engifer

Byrjað er á að búa til ídýfuna: Gúrkan er rifin á rifjárni, sett í sigti, salti stráð yfir og látin standa í 15-20 mínútur. Þá er hún skoluð úr köldu vatni, hellt á viskastykki og vætan pressuð úr henni. Sett í skál ásamt sýrða rjómanum og kryddjurtunum og hrært vel saman. Kryddað með pipar eftir smekk.
Fiskurinn er losaður í sundur í flögur og stappaður með kartöflunum og helmingnum af smjörinu. Eggi, eggjarauðum og engifer er hrært saman við, smakkað til með pipar og salti og mótað í buff. Ef blanda er of þunn má hræra svolitlu maísmjöli eða kartöflumjöli saman við.
Afgangurinn af smjörinu er bræddur á pönnu og buffin steikt við meðalhita þar til þau eru gullinbrún á báðum hliðum.

Smalabaka (Shepards Pie) með baunum

1 msk olía
1 laukur, saxaður
400 gr nautahakk
1 msk hveiti
1 msk Worcestersósa
1 msk tómatþykkni (paste)
1/2 tsk þurrkuð basilíka
nýmalaður pipar
salt
vatn eftir þörfum
1 dós bakaðar baunir
700 gr kartöflur
50 gr smjör
mjólk
75 gr rifinn ostur

Olían er hituð í potti og laukurinn látinn kraum í henni í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Hakkinu bætt úr í og steikt þar til það hefur allt tekið lit; hrært oft á meðan. Hveitinu hrært saman við og síðan Worcestersósu, tómatþykkni, basilíku, pipar, salti og hálfum bolla af vatni eða svo. Látið malla við vægan hita undir loki í um 15 mínútur og meira vatni bætt við ef þurfa þykir. Baununum hrært saman við, smakkað og bragbætt eftir smekk.
Á meðan hakkið mallar eru kartöflurnar afhýddar, skornar í bita, soðnar þar til þær eru rétt orðnar meyrar og síðan stappaðar með smjörinu og svolítilli mjólk. Kryddað með pipar og salti og ostinum hrært saman við.
Grillið í ofninum er hitað. Hakk- og baunablandan er sett í eldfast mót, kartöflustöppunni dreift yfir eða sprautað ofan á og sett undir grillið þar til stappan hefur tekið góðan lit.

Kryddsoðnar kjúklingabringur

400 gr kínversk grænmetisblanda, fryst
100 ml sojasósa
2 msk hunang
2-3 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk kínversk fimm krydd-blanda
4 kjúklingabringur, beinlausar og hamflettar
1 msk olía

Látið grænmetið þiðna. Setjið sojasósu, hunang, hvítlauk og fimm krydda-blöndu á pönnu, hrærið vel saman og hitið að suðu.
Setjið kjúklingabringurnar á pönnuna, leggið lok yfir og sjóðið þær við fremur vægan hita í um 4-5 mínútur á hvorri hlið, eftir þykkt; best er að skera í eina bringuna til að athuga hvort þær séu steiktar í gegn.
Hitið á meðan olíuna í wokpönnu eða á stórri pönnu og snöggsteikið grænmetið við háan hita í 2-3 mínútur. Dreifið því á fat og leggið kjúklingabringurnar ofan á, eða skerið þær í sneiðar á ská og raðið ofan á grænmetið.

Kjötbollur með kryddjurtum

800 gr svínahakk
2 laukar, saxaðir
3-4 hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
1/2 tsk þurrkuð tímjan
10 basilíkublöð e-a 1-2 msk pestósósa
nýmalaður pipar og salt
1 egg
75 gr hveiti, eða eftir þörfum
3 msk matarolía
vatn eftir þörfum
1 msk smjör
1 lítil gulrót
1 lárviðarlauf
sósujafnari og e.t.v. sósulitur

Annar laukurinn, hvítlaukur, olía og kryddjurtir sett í matvinnsluvél og maukað. Kryddað með pipar og salti og síðan er eggi og hveiti hrært saman við. Öllu hnoðað við hakkið og bollur mótaðar úr því (hakk í 1-2 bollur þó skilið eftir).
Tvær matskeiðar af olíu eru hitaðar á stórri pönnu og bollurnar settar á hana. Brúnaðar á þremur hliðum. Dálitlu vatni er hellt yfir og látið malla þar til bollurnar eru soðnar í gegn.
Á meðan er smjör og 1 msk olía hitað í potti. Laukurinn sem eftir er settur út í ásamt gulrótinni og farsinu sem skilið var eftir og steikt í nokkrar mínútur. Hrært oft á meðan. 300-400 ml af sjóðandi vatni hellt yfir og látið sjóða í um 10 mínútur. Soðið er svo síað, hellt aftur í pottinn og soðinu af bollunum hrært saman við. Sósan smökkuð til og e.t.v. dekkt með sósulit. Hellt yfir bollurnar og borið fram.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband