Gúllassúpa

500-600 gr nautakjöt
1-2 laukar
3-4 kartöflur
3-4 hvítlauksrif
1-2 paprikur
2 dósir niðursoðnir tómatar í mauki
salt, pipar og annað krydd eftir smekk

Brúnið nautakjötið og léttsteikið grænmetið (ekki saman).
Setjið kjötið og tómatamaukið í pott og hitið vel. Grænmetið er sett útí og látið krauma við vægan hita í að minnsta kosti klukkutíma.
Kryddað og smakkað til.
Ef súpan fær að krauma nógu lengi á lágum hita verður kjötið svo mjúkt að það þarf nánast ekki að tyggja það.

Borið fram með góðu brauði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband