Diddúarréttur

Kjúklingabaunaréttur með indversku ívafi.
Fyrir fjóra eða tvo matháka.
Eldunartími u.þ.b. 1 klst. með uppvaski.

1 b. soðnar kjúklingabaunir (soð geymt)
Ólívuolía til steikingar
1 stór laukur
4 stór hvítlauksrif
2 tsk. Gara Masala krydd
1 tsk. karrý
500 gr. niðursoðnir tómatar
1/2 b. rúsínur
1/2 b. apríkósur
1 kúfuð msk. hnetusmjör (fæst sykurlaust í Heilsuhúsinu ef vill)
1,5 dl. eplasafi
salt (helst Herbamare)
nýmalaður pipar
safi úr einni sítrónu
1/2 b. cashew hnetur (má sleppa)

Baunirnar þarf að leggja í bleyti í hálfan sólahring og sjóða í 1,5 klst.
Saxaður laukur og pressaður hvítlaukur steiktir með Gara Masala og karrý í
2-4 mín. Ávextir saxaðir, hnetusmjör, tómatar og eplasafi (og soð) látið malla
í 20-30 mín. á lágum hita. Baunir, salt og pipar látið út í ásamt
sítrónusafanum. Cashew hneturnar eru fyrst ristaðar i ofni á 150 gráðum í 10
mín. ef maður nennir annars getur maður líka bara hent nokkrum möndlum út í
réttinn og sleppt þessu veseni með cashew hneturnar (hvenær á maður svosem
cashew hnetur, ég bara spyr?) Svo er þetta látið malla í u.þ.b. 10 mín. og
borðað með brúnum hrísgrjónum og góðu salati. Athugið að til þess að brúnu
hrísgrjónin séu æt er best að leggja þau í bleyti í 7-10 mín. og
sjóða svo í 30-45 mín.

Bon appétit!!!

Puy linsubaunaréttur

200 gr. heilhveitispaghetti
1 msk. olía
100 gr. puy linsubaunir
1 stór laukur
2 hvítlauksrif
1/2 dós niðursoðnir tómatar (400 gr.)
2 msk. soyasósa
1 tsk. eplasafi
1 tsk. hunang
1/2 grænmetiskraftur
1/2 tsk. oregano
1/2 tsk. malaður rósapipar
Cuminkrydd á hnífsoddi
2 msk maízenamjöl til að þykkja

Farið eftir leiðbeiningum á pakka um suðu á spaghetti. Leggið linsubaunirnar í bleyti í 20 mín. og sjóðið þær síðan við vægan hita í 20 mín. Sigtið og skolið vel fyrir og eftir suðu.
Léttsteikið laukinn í olíu. Saxið hvítlaukinn smátt og bætið saman við ásamt tómötum og sojasósunni. Látið svo eplasafann og hunangið ásamt öllu kryddinu. Bætið soðnum baununum saman við og þykkið með maízenamjöli.

Sæt kartöflusúpa

Ca. 3 kg sætar kartöflur
1 bréf bacon, fitulítið
1 laukur
3 hvítlauksrif
1 jonagold epli
Matvinnslurjómi, 1 peli
2 lítrar af kjúklingasoði.  

Útbúðu soðið eftir leiðbeiningum á teningapakkanum.Steiktu baconið þar til það verður stökkt og settu það svo til hliðar.  Notaðu feitina af baconinu til að steikja rest, þannig að ekki henda henni.Skrælaðu kartöflurnar og skerðu þær í litla bita.  Afhýddu laukinn og skerðu hann í sneiðar og afhýddu hvítlaukinn.....ekki þarf að merja hann.  Steiktu kartöflurnar og laukinn á pönnunni með baconfitunni, líklega þarftu nokkrar atrennur og bætir þá bara við feiti.  Settu svo allt gummsið nema baconið í pottinn með kjúklingasoðinu, og bættu við eplinu, afhýddu og skorið í bita, og rjómanum.  Látið sjóða við low-medium hita í 1 ½ - 2 tíma.Látið kólna pínu og sett í skömmtum í matvinnsluvél og maukað.Baconið svo sett útí áður en súpan er borin fram.Mjög gott er að útbúa hana nokkru fyrr og hita hana upp.  
Hún á að hafa svona “baunasúpufíling”, þ.e.a.s. áferðin á henni.   

Bananakjúlli

1 kjúklingur
1 tsk kjúklingakrydd
1 tsk salt
1/2 tsk sítrónupipar
3/4 dl chilisósa
3 msk tómatsósa
1 1/2 dl kaffirjómi
1/2 dl salthnetur (má sleppa)
1 1/2 banani (má sleppa)
6-7 sneiðar beikon

1. Kjúklingurinn er þveginn, þerraður og hlutaður í sundur. Bitunum er raðað í eldfast mót og þeir kryddaðir og síðan bakaðir í ofni við 200°c í 30 mínútur. Gott er að ausa safanum sem kemur í mótið yfir bitana einu sinni til tvisvar meðan á steikingunni stendur.
2. Klippið beikonið í litla bita og steikið það vel á heitri pönnu og færið það síðan upp á tvöfaldan eldhúspappír svo fitan drjúpi af.
3. Hrærið saman chilisósu, tómatsósu og kaffirjóma og bætið salthnetum og beikoni út í. Takið úr ofninum (eftir ca 30 mínútur) og fleytið alla fitu ofan af soðinu.
4. Hellið blöndunni nú yfir kjúklingabitana og brytjið banana yfir. Steikið í 10-15 mínútur í viðbót.
5. Klippið ferska steinselju yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum og brauði.

Jólasalat

½ rauðkálshaus
handfylli af lambhagasalati
1 grænt epli
30 gr ristaðar furuhnetur 
½ dalabrie-ostur

Skerið rauðkálið í strimla og eplið í teninga og látið í skál.
Rífið salat út í og blandið salatdressingu vel saman við.
Skerið ost því næst í bita og raðið ofan á.
Ristið hneturnar á pönnu við háan hita í örskamma stund.
Dreifð hnetunum yfir salatið.

Salatdressing:
2-3 msk balsamic edik
2 msk ólífuolía
sítrónusafi
grófur malaður pipar

Blandið edikinu & olíunni saman og bragðbætið með sítrónusafa og pipar eftir smekk.

Súrsætur kjúklingur

800 gr kjúklingalæri
1 dl BBQ-sósa 
½ dl soyasósa
1 dl apríkósusulta
1 msk púðursykur

1. Setjið kjúklingabitana í eldfast mót
2. Hrærið öllu hinu saman og hellið yfir kjúklinginn
3. Veltið kjúklingnum upp úr sósunni
4. Steikið í 45 mínútur við 200°c og veltið kjúklingabitunum öðru hvoru við á meðan á steikingu stendur
5. Fleytið fituna af réttinum áður en hann er borinn fram

Borið fram með hrísgrjónum, maískorni og snittubrauði.

Kjúklingaleggir með paprikuflögum

5 dl paprikuflögur, muldar
rifinn parmesan ostur
8-10 kjúklingaleggir
pipar
salt
4 msk pestósósa
2 msk olía

1. Hitið ofninn í 200°C. Myljið flögurnar smátt og blandið parmesan ostinum saman við.
2. Þerrið kjúklingaleggina og kryddið þá með salti og pipar.
3. Blandið saman olíunni og pestósósunni og veltið leggjunum upp úr blöndunni.
4. Veltið þeim síðan upp úr muldu flögunum og þrýsið þeim vel að leggjunum.
5. Raðið þeim í eldfast fat og dreifið afganginum af flögunum yfir.
6. Setjið í ofninn og bakið í 35 mínútur eða þar til leggirnir eru gegnsteiktir.

Gott er að bera réttinn fram með kartöflugratíni og grænmetissalati.

Kjúklingur í sojasósu

350 g kjúklingabringur, skornar í bita
1 meðalstór rauðlaukur
niðurskorið grænmeti, t.d. græn paprika eða gulrætur og 1 dós sveppir
engifer
svartur pipar
sojasósa
matarolía til steikingar

Brúnið kjúklinginn á pönnu
Steikið grænmetið á pönnu
Kryddið m/ svörtum pipar og engiferi
Bætið sojasósu út á (e. sm.) og látið malla í u.þ.b. 10 mín. eða þar til kjúklingurinn er eldaður alveg í gegn
Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati

Hummus

1 hvítlauksrif 
½ hnefi af steinselju
1 vorlaukur
1 ½ bolli soðnar kjúklingabaunir( ¾ bolli ósoðnar)
3 msk tahini (sesamsmjör)
3 msk sítrónusafi 
½ msk tamari sósa (sojasósa úr heilsuhúsinu) 
½ tsk salt 
¼ tsk cuminduft
cayennepipar á hnífsoddi

Setjið baunirnar í 1 ½ bolla af vatni yfir nótt. Sjóðið þær í 1 ½ klst. Setjið hvítlauk, steinselju,og vorlauk í matvinnsluvél og maukið. Bætið öllu öðru út í og maukið þar til hræran er silkimjúk. Kryddið með cummin og cayenneapipar eftir smekk. Borið fram með grænmeti eða kexi.

Bruscettesnitta

Ítalskt brauð (snittubrauð)
Kalkúnabringa
Tómatar
Basilíka
Ólífuolía
Mossarellaostur

Smyrjið brauðið með tómatmaukinu og setjið salatið yfir. Skerið kalkúnabringuna niður, brjótið hana saman og leggið yfir salatið. Setjið góða sneið af ostinum ofan á og að lokum einn laukhring og tómatmauk.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband