Smalabaka (Shepards Pie) með baunum

1 msk olía
1 laukur, saxaður
400 gr nautahakk
1 msk hveiti
1 msk Worcestersósa
1 msk tómatþykkni (paste)
1/2 tsk þurrkuð basilíka
nýmalaður pipar
salt
vatn eftir þörfum
1 dós bakaðar baunir
700 gr kartöflur
50 gr smjör
mjólk
75 gr rifinn ostur

Olían er hituð í potti og laukurinn látinn kraum í henni í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Hakkinu bætt úr í og steikt þar til það hefur allt tekið lit; hrært oft á meðan. Hveitinu hrært saman við og síðan Worcestersósu, tómatþykkni, basilíku, pipar, salti og hálfum bolla af vatni eða svo. Látið malla við vægan hita undir loki í um 15 mínútur og meira vatni bætt við ef þurfa þykir. Baununum hrært saman við, smakkað og bragbætt eftir smekk.
Á meðan hakkið mallar eru kartöflurnar afhýddar, skornar í bita, soðnar þar til þær eru rétt orðnar meyrar og síðan stappaðar með smjörinu og svolítilli mjólk. Kryddað með pipar og salti og ostinum hrært saman við.
Grillið í ofninum er hitað. Hakk- og baunablandan er sett í eldfast mót, kartöflustöppunni dreift yfir eða sprautað ofan á og sett undir grillið þar til stappan hefur tekið góðan lit.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband