Ódýr hrísgrjónaréttur

1 laukur
1 gulrót
½ græn paprika
1 matskeið olía
2 ½ desilítri kjúklingur, nautakjöt eða svínakjöt (afgangar)
5 desilítrar soðin hrísgrjón
2 egg
2 desilítrar rjómi / mjólk
3 matskeiðar sojasósa

Skrælið gulræturnar og afhýðið laukinn. Skerið lauk, gulrætur og papriku í teningar og snöggsteikið í olíu. Skerið kjötið í bita og blandið því saman við soðnu hrísgrjónin, blandið grænmetinu einnig saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót. Blandið soja, rjóma og eggjum saman og hellið því yfir. Bakið við 175 gráður í 20 mínútur. Berið fram með salatið og brauði.

Hægt að notast við það grænmeti sem til er, afganga eða frosið og mjólk í stað rjóma.

Lifrarbuff

400 gr lambalifur
400 gr kartöflur, hráar
1-2 laukar e. stærð
1 dl heilhveiti eða speltmjöl (fínt)
1/2 tsk lyftiduft
1 egg
1 dl mjólk
1/4 tsk allrahanda
1/4 tsk hvítur pipar
1-2 tsk salt e. smekk

2 msk olía
2 msk smjör

Lifrin hökkuð ásamt kartöflum og lauk.
Heilhveiti, mjólk, eggi, lyftidufti, allrahanda, salti og pipar hrært saman við.
Smjör og olía hituð á pönnu og deigið sett með lítilli ausu á pönnuna og steikt eins og lummur á báðum hliðum.
Gott er að steikja lauk og hafa með buffinu ásamt bræddu smjöri, kartöflum eða kartöflumús, sneiddum agúrkum og tómötum og ekki verra að bera fram góða sultu með.

Gulróta- og eplasúpa

• 1/2 mtsk olía
• 1/2 blaðlaukur ( eða smávegis af venjulegum)
• Hnífsoddur engiferduft (má sleppa
• 5 gulrætur
• 1 epli
• 1/2 lítri vatn
• 1 grænmetisteningur


Blaðlaukurinn steiktur potti í solíunni með engiferduftinu í smástund. Gæta þarf þess að steikja hann á lágum hita svo hann mýkist en brenni ekki. á meðan eru gulræturnar þvegnar og hreinsaðar, ef ljótar, og eplið þvegið og afhýtt. Allt skorið smátt og hent út í sem og vatni og teningi. Látið sjóða í 10-15 mínútur.


Hakkhleifur í ofni

400 gr nautakjötshakk
1 stór laukur
1 tsk salt
½ tsk paprikuduft
½ tsk Season All
svartur pipar e.smekk

Deig
4 egg
1 lítil dós jógúrt, hrein
1 dl mjólk
12 msk hveiti
2 tsk lyftiduft
5 msk olía

Leiðbeiningar

Hakkið brúnað í olíu á pönnu ásamt lauknum. Kryddað eftir smekk.

Eggin eru eru þeytt vel saman ásamt jógúrt, mjólk og olíu. Hveiti og lyftidufti hrært saman þangað til blandan verður jöfn.

Að síðustu er svo hakkinu bætt út í og hrært vel.

Blöndunni er hellt í litla ofnskúffu eða eldfast mót (30x25 cm). Rétturinn settur í kaldan ofninn og hann stilltur á 200° hita. Bakað í ca 30 mín. eða þar til rétturinn er gullinbrúnn á að líta. Þá er slökkt á ofninum og látið bíða í 10 með lokaða ofnhurðina.

Borið fram með grænu salati.


Kartöflubuff

400 gr. kaldar soðnar kartöflur
100 gr. rifinn ostur
10 stk. sólþurrkaðir tómatar (má sleppa eða nota tómatsósu)
1 tsk. karrí
1 tsk. cuminduft (má sleppa)
1 tsk. salt
smá cayennepipar

öllu hnoðað saman í 8-10 buff, velt uppúr raspi sem samanstendur af kókosmjöli og haframjöli og svo steikt uppúr olíu í smá stund, eða þar til það er orðið fallega brúnt

Reyniberjasaft

Reyniberin, sem eru vel þroskuð, eru tínd, hreinsuð og lögð í vatn í 3 sólarhringa.
Berin sett í pott með vatni, er tæplega flýtur yfir.
Hitað við vægan hita. Þegar suðan kemur upp, er soðið í 5 mín., eða þangað til berin springa. Hellt í þunnan línpoka, sem látinn er á slá eða grind.
Saftin látin síga úr berjunum, án þess að hrært sé í. Í hvern l. af saft er látið 1/2-3/4 kg. sykur, og það soðið í nokkrar mínútur. Froðan veidd vel ofan af.

Saftinni er hellt í hreinar og heitar flöskur og þeim lokað vel.

Reyniberjahlaup

Hér á eftir er uppskrift af reyniberjahlaupi (sultu). Svíar og Þjóðverjar nota hana mikið með villibráð og eflaust er hún einnig góð með t.d. rjúpu og hreindýrakjöti.

3.0 kg reyniber ( full þroskuð)
1,6 kg epli

Brytjið eplin, blandið berjunum við og sjóðið við vægan hita í mauk.
Síið maukið í gegnum búk. Gott er að láta síga yfir nótt.
Mælið hvað komið hefur mikið saft og sjóðið í um 5-6 mín.
Potturinn tekin af og á móti hverjum lítra af safti er bætt í 750 g af sykri
Blandan er nú soðin í um 1-2 tíma eða þar til hún verður að hlaupi.

Reyniberjahlaup


2 lítrar reyniber
500 g epli (jónagold eru bragðmikil og rík af hlaupefni)
7 1/2 dl vatn
9 dl sykur á móti 1 l af saft

Yfirleitt eru það örlög reyniberja að verða fæða fuglanna en þó ekki fyrr en þau hafa frosið því þá breytist nefnilega bragðið til hins betra. Auðvitað þurfum við ekki að bíða eftir frostnótt eins og fuglarnir heldur getum tínt berin hvenær sem er og sett þau í frysti fyrir notkun.

Vatnið er sett fyrst í pottinn og látið sjóða. Berin eru sett út í með stilkunum og eplin skorin gróflega niður. Nauðsynlegt er að kjarnahúsin séu höfð með, hleypisins vegna, ásamt hýðinu. Allt látið sjóða rólega í um það bil 20 mínútur eða þangað til allt er komið í mauk. Nota má kartöflupressu til að allt fari í smátt. Hellt á þétta síu, til dæmis hreina diskaþurrku og lögurinn látinn renna í ílát. Hann er síðan mældur og 9 dl af sykri settur í hann á móti hverjum lítra af leginum. Soðið aftur við hægan eld í 15- 20 mínútur eða þar til dropi stífnar á kaldri skeið. Áríðandi er að krukkurnar séu hreinar og heitar þegar hlaupinu er hellt í. Lokið er sett á meðan það er heitt.

Reyniberjabrennivín

Reyniber
Brennivín eða vodka

Tínið vel þroskuð ber. Frystið í sólarhring. Hreinsið vel. Fyllið flösku með ¾ af berjum, bætið við brennivíni eða vodka þangað til hún fyllist. Leyfið þessu að standa í stofuhita í viku og hellið þá yfir á aðra flösku. Hægt er að nota sömu berin þrisvar.

Reyniberjahlaup

Betra er að frysta berin áður en þau eru notuð

2 l reyniber
1 epli
5 dl vatn
18 dl sykur

Setið vel hreinsuð ber í pott með vatninu og eplinu sem er brytjað niður. Eftir stutta suðu er safinn sigtaður frá með því að láta hann renna ofurhægt í gegnum grisju. Lögurinn er soðinn við lágan hita í 15-30 mínútur, eða þangað til allur sykurinn hefur leyst upp. Fjarlægið froðuna. Ef safinn hleypur ekki getur verið nauðsynlegt að bæta við hleypiefni. Setjið löginn í krukkur og lokið strax. Geymist í kæli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband