Reyniberjasulta

Betra er að frysta berin áður en þau eru notuð

 800 g = 1,5 l reyniber
3-4 dl vatn
500-600 g sykur
½ dl viskí eða koníak

Notið vel þroskuð ber Hreinsið þau vel og sjóðið þau í vatni og sykri þar til þau gljá án þess að hræra í þeim. Varist að merja þau. Fjarlægið froðuna sem kemur ofan á berin og leyfið sultunni að kólna aðeins. Bætið viskíi eða koníaki út í og setjið í glös og geymið í kæli


Chilihlaup með sólberjum

3 meðalstórar rauðar paprikur
11 rauðir chili piparbelgir
1½ bolli borðedik
5½ bolli sykur
3 tsk. sultuhleypir
1½ bolli sólber

Hreinsið kjarnann úr chili og papriku og maukið vel í matvinnsluvél. Gott er að nota hanska þegar kjarninn er tekinn úr chilipipar. Mauk sett í pott ásamt sykri, ediki og sólberjum og soðið í 10 mín. Þá er sultuhleypir settur út, ein tsk. í senn og hrært vel á milli. Látið sjóða í 1-5 mínútur. Einnig má nota grænan chilipipar á móti þeim rauða, og paprikur í öðrum litum. Hlaupið má einnig laga án sólberjanna. Fer vel með brauði og ostum.

Chilisulta Ásu með eplum

Verðlauna Chilisulta Ásu á Hrísbrú

½ kg paprika, rauðar og gular
5 ferskir chili pipar
2 gulrauð epli
½ kg sykur eða hrásykur
2 tsk sultuhleypir


Hreinsið og saxið allt hráefnið og setjið í pott.
Soðið í mauk. það tekur u.þ.b. 30-40 mín, hrærið í annað slagið.
Sigtið í gegnum venjulegt vírsigti.
Hellið aftur í pottinn og látið suðuna koma aftur upp.
Hrærið sultuhleypinum út í.
Hellið í sótthreinsaðar krukkur.

Mars og Twix ostakaka

3 stk Twix (c.a 180gr)
50 gr heilhveitikex
75 gr smjör

Skerið twixið í bita og setjið í matvinnsluvél, ásamt heilhveitikexinu. Látið vélina ganga þar til allt er orðið að mylsnu. Hrærið smjörið saman við. Hellið mylsnunni í meðalstórt smelluform og þrýstið henni niður á botninn (með fingrunum) og í 3-4 cm hæð upp með hliðunum. Kælið í amk hálftíma.

Fylling

400gr rjómaostur
100gr sykur
1 dós sýrður rjómi (18%)
5 matarlímsblöð
1/2 dl rjómi
3 stk Mars

Hrærið rjómaostinn vel með sykrinum og blandið svo sýrða rjómanum saman við með sleikju. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í nokkrar mínútur. Hitið rjómann, kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum, bræðið þau í rjómanum og hrærið svo saman við ostablönduna með sleikju.

Karamellusósa

1/2 dl rjómi
40 gr púðursykur
40 gr smjör

Setjið rjóma, smjör og púðursykur í pott og hitið að suðu, látið svo sjóða í uþb 2 mínútur. Hellið helmingnum af ostablöndunni í kexskelina og skerið mars stykkin í bita og dreifið þeim yfir ostablönduna. Setjið svo afganginn af ostablöndunni yfir marsið. Hellið síðan karamellusósunni varlega yfir og hrærið henni mjög varlega saman við ostablönduna með prjóni eða hnífsoddi, helst í litla hringi. Kælið í amk nokkrar klst og best væri ef hægt væri að kæla hana yfir nótt. Losið svo kökuna varlega úr forminu og berið fram.

Hver skammtur inniheldur ca 1.000.000 kaloríur!

Sólberjabaka

Fylling:
250 g fersk sólber (eða önnur ber að vild)
5 msk sykur
1 dl rjómi
1 egg
1 eggjarauða

deig:
50 g smjör
60 g sykur
1 egg
60 g hveiti (gæti þurft meira)

einnig:
1 msk flórsykur
smjör til að smyrja formið

1. Skolið berin og látið renna af þeim. Stráið yfir þau 3 msk af sykri (þarf ekki við minna súr ber). Hitið ofninn í 175°

2. Hrærið vel saman smjöri og sykri. Hrærið egginu saman við og bætið hveitinu síðast við.

3. Smyrjið bökuform, dreifið deiginu jafnt um formið og upp á kantana.

4. Þeytið afganginn af sykrinum, rjóma, egg og eggjarauðu saman í skál. Raðið berjunum á bökubotninn og hellið sykurblöndunni yfir.

5. Bakist um 40 mínútur í miðjum ofni. Látið kólna örlítið og sigtið svolítinn flórsykur yfir.

Fer vel með ís eða þeyttum rjóma

Krækiberjaís

1/2 l rjómi
4 eggjarauður
5 msk sykur
350 ml krækiberjamauk
1/2 sítróna

Rjóminn stífþeyttur.
Eggjarauður og sykur þeytt vel saman, krækiberjamaukinublandað saman við.
Rjóminn hrærður varlega út í og að síðustu sítrónusafinn. Sett í frysti.

Krækiberjasaft

1 l krækiberjasaft
400 gr. sykur

Krækiberin eru hreinsuð, þvegin og pressuð í berjapressu. Saftin mæld og sykrinum blandað saman við. Vínsýran leyst upp í litlu heitu vatni og hrærð saman við. Saftin er ýmist höfð hrá eða soðin í 5-10 mín. Geymd á flöskum

Krækiberjahlaup

1,5 kg. krækiber
1,4 kg. sykur
0,3 kg. vatn
2 pk. Pectínal

Krækiber og vatn soðið og síðan sigtað. Sykrinum bætt í safann og soðið í 10 mín. Pectínal sett út í og soðið í 5 mín. Hellt á krukkur.

Bláberjaskyrterta.

1 ­ 2 dl vel þroskuð bláber
1 msk. sykur
nokkrar makrónukökur
dl sjerrí eða eplasafi
1 pk. sítrónuhlaup (Toro)
2 dl vatn (helmingi minna en segir á pakkanum)
1 stór dós bláberjaskyr
2 egg
1 peli rjómi

1. Veltið berjunum upp úr sykrinum.
2. Raðið makrónukökunum þétt á botninn á flatbotna skál.
Hellið sjerrí yfir.
3. Leysið hlaupið upp í sjóðandi vatni, (helmingi minna en segir á umbúðum). Láitð leysast vel upp, kælið án þess að hlaupi saman.
4. Þeytið eggin lauslega út í skyrið, þeytið rjómann.
5. Hellið kældu hlaupinu og sykruðum berjum út í skyr/eggjablönduna, setjið þeytta rjómann varlega út í. Hellið yfir makrónukökurnar og látið stífna í kæliskáp í minnst 4 klst.

Bláberjaterta frá Sigurlínu - Hráfæði

Botn:

1 1/2 bolli möndlur, malaður í matvinnsluvél
1 1/2 bolli rúsínur, skornar í matvinnsluvél þar til þær hlaupa í kekk, stundum er gott að bæta við smá olíu.

Það má nota hvaða möndlu/hnetu og ávaxta blöndu sem er að eigin vali í botninn, meginreglan er jöfn hlutföll hneta og ávaxta

Möndlum og rúsínum blandið saman í stórri skál í höndunum má bragðbæta með kanill ef vill.
Þrýst niður í glerform.

Fylling:

2 bolli bláber
1/2 til 1 bolli agave nectar eða hrátt hunang

Blandað saman í blandara - smakkað til með sætuefninu.
Sett ofan á kökubotnin og borið fram með bananaís eða öðrum ís.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband