Tortillu - pinnar

250 gr rjómaostur mjúkur
75 gr.´góð skinka
2 msk. niðursoðinn jalapenjosmátt saxaður
2 vorlaukar (ég notaði púrru)smátt saxaður
1/2 rauð paprika söxuð smátt
6 tortillakökur

Hrærið þetta bara allt saman, setjið svo inn í tortilla kökurnar (ekkert of mikið en samt soldið), rúllað upp og skorið í litla bita. Tannstöngul ofan í hverja og eina.

Sterkar rúllur

250 gr rjómaostur
75 gr góð skinka, söxuð
2 msk niðursoðin jalapeno pipar saxaður eða bara chilli pipar (má sleppa, þá “endast” snitturnar lengur)
2 saxaðir rauðlaukar (einnig hægt að nota vorlauk)
1/2 rauð paprika söxuð smátt
6-8 hveititortillur

allt nema tortillurnar (auðvitað) sett í matvinnsluvél og mixað saman. Þunnu lagi smurt á tortillakökurnar, skorið í bita.

Tortillasnittur

3 öskjur af 125gr hreinum rjómaosti
rauð paprika
skinka
blaðlaukur

saxar paprikuna, skinkuna og laukinn niður í litla bita (magnið hver bara eftir smekk hvers og eins) og hrærir saman við rjómostinn.
Þetta smurt í þunnu lagi á tortillapönnukökur, þeim rúllað upp og skerð í bita. Þetta dugir á ca 12 stórar tortillakökur.

Saltfiskbollur með rósmarín-majónesi

Hráefni
400 g saltfiskur, útvatnaður
300 g kartöflur
1 stk. stór laukur
1 stk. hvítlauksgeiri
1 tsk. rósmarín
10 stk. svartar ólífur
1 tsk. maukað chili
1 tsk. olía
200 g japanskt brauðrasp (panko)
2 stk. vorlaukar
pipar

Aðferð
Setjið vatn í pott. Skerið kartöflurnar í bita og sjóðið. Bætið saltfiskinum í bitum út í eftir um 10 mín. Afhýðið hvítlauk og lauk og maukið mjög vel í matvinnsluvél ásamt rósmaríni, ólífum, chili og 1 tsk. af olíu. Sjóðið kartöflurnar og saltfiskinn saman í 10 mín. Færið upp úr pottinum og blandið saman við maukið. Kælið og bætið panko raspi saman við og mótið litlar bollur. Djúpsteikið bollurnar í olíu og berið fram með rósmarín-majónesi sem gott er að dýfa bollunum í.

Meðlæti
Rósmarín-majónes

Hráefni
1 kvistur rósmarín
1/2 stk. sítróna, safinn
5 msk. Majónes

Saxið rósmarínkvistinn. Kreistið safann úr sítrónunni út í majónesið og hrærið rósmaríni saman við.

Portúgalskar saltfiskbollur – hafa þær litlar fyrir pinnamat

350 g saltfiskur, afvatnaður
400 g kartöflur, mjölmiklar (bökunarkartöflur)
1 laukur, saxaður smátt
2-3 msk steinselja, söxuð
3 egg
olía til steikingar

Saltfiskurinn soðinn, roð- og beinhreinsaður, losaður sundur í flögur og síðan stappaður með gaffli. Kartöflurnar soðnar, afhýddar og stappaðar. Fiskinum blandað saman við ásamt lauk og steinselju og síðan er eggjunum hrært saman við, einu í senn. Farsið á að vera frekar þykkt en ef það er of þurrt má bleyta í því með svolítilli mjólk. Látið kólna alveg. Olía hituð (annaðhvort um 5 cm djúp, ef djúpsteikja á bollurnar, eða aðeins nokkrar matskeiðar, ef á að pönnusteikja þær). Bollur mótaðar úr farsinu með tveimur matskeiðum og steiktar þar til þær eru gullinbrúnar; snúið nokkrum sinnum, hvort sem þær eru djúp- eða grunnsteiktar. Teknar upp og látið renna af þeim á eldhúspappír.

Bornar fram heitar eða kaldar, t.d. með kryddjurtabættri tómatsósu og salati og/eða soðnum hrísgrjónum. Og gjarna ólífum.

pinnar úr tortillakökum og salsa.

í matvinnsluvél:
1 rauð og 1 græn paprika,
10 cm af púrrulauk eða 3 vorlaukar,
smá biti af ferskum chili (ég bætti því við,en var ekki í upphaflegri uppskrift) held ég hafi notað ca 3 cm af ávextinum)

saxað frekar smátt í matvinnsluvél og sett í sigti og látið renna mesta vökvann af, (óþarfi samt að vinda þetta alveg samt)
þessu er blandað saman við stofuheitan rjómaost, heila 400gramma öskju.

smurt á trotillakökur, (mitt dugði á 2 pakka af minni gerðinni, held það hafi verið 6 í pakka, semsagt gerir 2 "brauðtertur" úr þessu.

þrýstir vel saman og geymir í kæli í nokkra tíma (ég geymdi það yfir nott) þá storknar rjómaosturinn vel og auðvelt er að skera í litla bita.

svo er þetta skorið niður í munnbitastærð og tannstönglum stungið í hvern pita.

borið fram með salsasósu í skál við hliðina, fólk dýfir sjálft í hana, og jafnvel guacamole eða sýrðum, ég var bara með salsa og þetta var mjög vinsælt og kláraðist upp til agna.

Fiskibollur

Fiskdeig I
400 g beinlaus fiskur
2 tsk salt
2 msk hveiti
1 1/2 msk kartöflumjöl
1/6 tsk pipar (ég set reyndar meira)
(1-2 laukar)
3-4 dl mjólk eða fisksoð

Aðferð:
1) Fiskurinn er hreinsaður, flakaður og skorinn úr roðinu

2) Saxaður 2 -7 sinnum í kvörn (söxunarvél), eftir því hve fínt fiskdeigið á að vera eða skorinn smátt og hrærður í hrærivél. Gott er að saxa fiskinn með saltinu, því að það gerir hann seigan og samfelldan. Laukur er einnig saxaður með.

3) Hveiti, mjöli og kryddi er blandað í og þynnt út með vökvanum smátt og smátt. Hrært vel. Deigið verður því betra, sem það er meira hrært.

4) Deigið látið bíða um stund (10 mín.) og reynt, hvort það er mátulega þykkt og kryddað með því að sjóða eða steikja eina litla bollu og bragða á henni. Fiskdeigi í soðnar bollur þarf að vera þykkast, þar næst deig í steiktar bollur og þynnst má deigið vera í fiskbúðing, einkum ef egg eru notuð.


Gráðosta-brauðréttur

1 franskbrauð, tætt í botninn
2 piparostar
1 lítill gráðostur
1 Camembert
1/2 ltr. rjómi
Sett í pott og brætt við vægan hita.
1 pk. brokkólí
1 pk. skinka
1 paprika
sveppir

Sett yfir brauðið, svo sósan og rifinn ostur. Haft í 1/2 tíma inn í 200°C heitum ofni. Borið fram með rifsberjahlaupi.

Rúnnstykki

50 g pressuger
6 dl volg mjólk
1 kg bökunarhveiti
1 msk salt
1 msk sukker
50 g smjör
1 msk olía

1 þeytt egg
Sesamfræ / birkifræ

Leysið gerið upp í volgri mjólk. Blandið sykri og salti í hveitið bætið því síðan í gerblönduna, nógu til að hægt sé að hnoða deigið.

Hnoðið í 5 mínútur og bætið síðan smjörinu í. Bætið hveiti eftir þörfum, án þess þó að deigið verði of þurrt..

Hnoðið í 10 mínútur í viðbót. Smyrjið skál með matarolíu og setjið deigið þar í. Látið lyfta sér í uþb 4 tíma í stofuhita eða þar til deigið hefur náð amk tvöfaldri stærð.

Hnoðið deigið aftur og skiptið í 24 bollur. Setjið á bökunarpappír og látið lyfta sér aftur í tvöfalda stærð.

Penslið með eggi og stráið sesam eða birkifræjum yfir.

Bakið neðarlega í ofni við ca 220 gráður í uþb 15 mínútur.

Ef að rúnnstykkin ætla að verða of dökk er hægt að leggja álpappír yfir síðustu mínúturnar.

Stikilsberja-grautur

1 kg stikilsber
½ ltr vatn
250 g sykur
30 g kartöflumjöl
1 dl vatn

Berin eru þvegin úr köldu vatni og soðin meyr í vatninu með sykrinum og pressuð gegnum gatasigti. Suðan látin koma upp og grauturinn jafnaður með kartöflumjölsjafningi. Grautinn má eins búa til úr niðursoðnum stikilsberjum og einnig má hafa berin heil í grautnum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband