Portúgalskar saltfiskbollur – hafa þær litlar fyrir pinnamat

350 g saltfiskur, afvatnaður
400 g kartöflur, mjölmiklar (bökunarkartöflur)
1 laukur, saxaður smátt
2-3 msk steinselja, söxuð
3 egg
olía til steikingar

Saltfiskurinn soðinn, roð- og beinhreinsaður, losaður sundur í flögur og síðan stappaður með gaffli. Kartöflurnar soðnar, afhýddar og stappaðar. Fiskinum blandað saman við ásamt lauk og steinselju og síðan er eggjunum hrært saman við, einu í senn. Farsið á að vera frekar þykkt en ef það er of þurrt má bleyta í því með svolítilli mjólk. Látið kólna alveg. Olía hituð (annaðhvort um 5 cm djúp, ef djúpsteikja á bollurnar, eða aðeins nokkrar matskeiðar, ef á að pönnusteikja þær). Bollur mótaðar úr farsinu með tveimur matskeiðum og steiktar þar til þær eru gullinbrúnar; snúið nokkrum sinnum, hvort sem þær eru djúp- eða grunnsteiktar. Teknar upp og látið renna af þeim á eldhúspappír.

Bornar fram heitar eða kaldar, t.d. með kryddjurtabættri tómatsósu og salati og/eða soðnum hrísgrjónum. Og gjarna ólífum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband