Svínakjöt með hvítlauk og chili

500 g. Svínakjöt skorið í sneiðar
2 stórir laukar
2-3 hvítlauksgeirar
1 tsk. saxaður engifer
5 msk. sojasósa
5 stk. þurrkaður chili, skorinn í bita
2 msk. vatn
2 msk. olía

Blandið saman hvítlauk, sojasósu, chili, engifer, vatni og olíu í skál. Bætið kjötinu út í og látið bíða í 30-60 mín. Skerið laukinn í stóra bita. Hellið ca. 2 msk. af olíu á pönnuna og steikið kjötið í ca. 3 mín á wok eða annari pönnu og takið svo af pönnunni. Steikið svo laukinn og þegar hann er orðinn gullinn þá setjið þið kjötið aftur ofan í og steikið allt saman í nokkrar mínútur. Berið fram með hrísgrjónum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband