Reyniberjahlaup

Hér á eftir er uppskrift af reyniberjahlaupi (sultu). Svíar og Þjóðverjar nota hana mikið með villibráð og eflaust er hún einnig góð með t.d. rjúpu og hreindýrakjöti.

3.0 kg reyniber ( full þroskuð)
1,6 kg epli

Brytjið eplin, blandið berjunum við og sjóðið við vægan hita í mauk.
Síið maukið í gegnum búk. Gott er að láta síga yfir nótt.
Mælið hvað komið hefur mikið saft og sjóðið í um 5-6 mín.
Potturinn tekin af og á móti hverjum lítra af safti er bætt í 750 g af sykri
Blandan er nú soðin í um 1-2 tíma eða þar til hún verður að hlaupi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband