Grískur kjúklingur með kartöflum

Uppskriftin er fyrir 4.

 Kjúklingur í bitum
4-5 miðlungs kartöflur
Salt og pipar eftir smekk

1/4 bolli olívuolía
1/4 bolli brætt smjör
Safi úr einni sítrónu
2 msk þurrkað oregano (ég mæli nú samt með því fersku í miklu magni)


Hita ofninn í 180°C
Þvo og þurrka kjúklinginn
Skera kartöflur í 3 cm sneiðar
Setja kjúklinginn  og kartöflurnar í ofnskúffu eða eldfast fat
Salta og pipra

Blanda saman olíu, smjöri og sítrónusafa
Smyrja á kjúkling  og kartöflur.
Dreifa oregano yfir
Hella restinni af oliu/smjör/safa yfir
Setja álpappír yfir allt saman

Eldað í 1 ½ tíma og ekki taka álpappírinn af í þann tíma
Hækka hitann í 200°C og taka álpappírinn af
Elda í 15 mínútur til viðbótar eða þar til kjúklingur og kartöflurnar eru gullinbrún

Þessi uppskrift er í boði Gunnu Polly, takk kærlega skvís Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

your welcome  skvís

Gunna-Polly, 3.8.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband