Mál og vog

Ameríkanar nota jafnan bolla og skeiðar til að mæla vökva og efni í föstu formi.  Ef þið viljið frekar vigta geta þessar tölur hjálpað:

1 bolli smjör eða sykur = 8 únsur = 16 msk = uþb 250 gr
1 bolli hveiti = uþb 125 gr
1 bolli flórsykur = 5 únsur = uþb 150 gr
1 d l= 100 ml = tæplega 7 msk
1 msk = 15 ml
1 tsk = 5 ml

Vog:

1 pund (lb) = 454 gr = 16 únsur (oz)
1 únsa (oz) = 28,35 gr

Amerískar mælieiningar:

1 bolli = 2,4 dl
1 pint, vökvi = 4,7 dl
1 pint, þurrefni = 5,5 dl

Enskar mælieiningar:

1 bolli = 2,5 dl

Ofnhiti:

Hægt er að reikna út ofnhita með eftirfarandi formúlum en hér er einnig tafla sem auðveldara er að fara eftir:

 ofnhiti

Að breyta Fahrenheit í Celcíus:

Dragið 32 frá uppgefnu hitastigi á Fahrenheit, margfaldið þá tölu með 5 og deilið með 9.

Að breyta Celcíus í Fahrenheit:

Margfaldið uppgefið hitastig á Celcíus með 9, deilið í þá tölu með 5 og bætið 32 við.

Ofnhiti:

Þegar eldað eða bakað er í ofni með blæstri er ráðlegt að lækka hitann um 15-20°C miðað við uppgefinn hita í venjulegum ofni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú ert frábær!!! Alltaf gott að fá svona upplýsingar.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.8.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Mamma

Takk fyrir það skvís

Mamma, 3.8.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband