Flutningur

Sælt veri fólkið :)

Ég stend í því þessa dagana að flytja uppskriftirnar héðan og á nýtt vefsvæði

 

www.matarbitinn.com

 

Það koma ekki fleiri uppskriftir hingað inn en þær sem eru verða að sjálfsögðu áfram, allar uppskriftirnar héðan verða ss á nýja svæðinu, ásamt öllu þeim nýju sem eiga eftir að bætast við :)

Endilega kíkið á nýju síðuna og bætið henni við í uppáhalds ef þið viljið :)

Takk fyrir samfylgdina og ég vonast til að sjá ykkur á nýju síðunni :)


Hlynsírópsgljáðar kjúklingabringur

Uppskrift fyrir 4

  • 400 gr Kjúklingabringur, án skinns
  • 250 gr OSTUR, Fetaostur, í olíu
  • 50 gr Tómatar
  • 200 gr SÍRÓP, Hlyn-
  • 100 gr Pestó, grænt

Hlynsírópi hellt í eldfast mót og kjúklingabitarnir settir í það. (Sírópið nær svona ca. 2/3 upp á kjúklingabringurnar)
1 matskeið af grænu pestói sett ofaná hvern kjúklingabita.
Tómatsneiðar settar ofaná hvern og einn kjúklingabita.
Olían er sigtuð af feta ostinum og ostinum dreift yfir kjúklinginn.
Sett í 200°C heitan ofn í ca. 45 - 50 mín.

Uppskrift sótt á Hvaðerímatinn.is


Hafra fitness klattar

270 gr púðursykur eða hrásykur
180 gr smjörlíki - brætt
2-3 egg
300 gr hveiti eða spelthveiti
150 gr haframjöl
1 tsk lyftiduft
10 gr kanill
150 gr rúsínur eða döðlur

Smjör + púðursykur þeytt saman, eggjunum síðan bætt við einu í einu og að lokum þurrefnunum.
Sett með skeið á pappírsklædda bökunarplötu og bakað í 16 mín við 170°C.

Uppskrift fengin hjá Oddný Svönu :)


Pepperoni borgarar

Uppskriftin er fyrir fjóra hamborgara.
  • 500 g nautahakk
  • 50-60 g pepperóní, saxað smátt
  • 1 dl pítsusósa
  • handfylli ferskar kryddjurtir, sbr. basilíka og/eða steinselja, skorið smátt
  • (notið annars 1-2 msk. þurrkaðar kryddjurtir ef þær fersku eru ekki við höndina)
  • ½ dl graslaukur eða skallotlaukur, smátt saxaður
  • salt, grófmalaður pipar, pítsukrydd eða ítölsk kryddblanda að smekk
  • ferskur mozzarellaostur, sneiddur

Blandið öllu mjög vel saman og mótið þykka og fína hamborgara. Grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið, fer eftir stærð og þykkt borgaranna. Setjið ostsneið ofan á borgarana rétt í lok eldunartímans og látið ostinn byrja að bráðna. Hitið hamborgarabrauðin, smyrjið þau pítsusósu, setjið grænt salat og síðan hamborgarann. Mjög gott er að setja rauðlaukssneiðar á toppinn og skreyta með basilíku.

Uppskrift sótt á Pjattrófurnar


Sumarsalat með kjúklingi

  • 300 g spínat, eða annað grænt salat
  • 100-200 g eldaður kjúklingur, skorinn í bita
  • 1 rauðlaukur, sneiddur þunnt
  • 10-12 jarðarber
  • 15-20 bláber
  • 1 mangó, skrælt og niðurskorið
  • handfylli salthnetur

Fyllið salatskál af spínati (má nota annað grænt salat), raðið kjúklingabitum og rauðlauk ofan á.  Bætið síðan berjum og mangó ofan á og stráið salthnetum yfir allt. Dreifið salatdressingunni yfir um leið og salatið er borið fram eða berið hana fram með salatinu í sérstakri skál.

Salatdressing:

  • 2 msk. fersk mynta
  • 3 msk. ólífuolía
  • 2 msk. rauðvínsedik
  • 1-2 hvítlauksrif, marið
  • salt og grófmalaður pipar, að smekk

Allt hrært vel saman.

Uppskrift sótt á Pjattrófurnar


Grískt jógúrt með sítrónusósu og berjum

Sítrónusósa

3 kreistar sítrónur
2 egg
2 eggjarauður
1 msk. kartöflumjöl
1 msk.olivuolía

Allt sett í pott nema olía, látið sjóða en það þarf að hræra stanslaust. Setja olíuna úti þegar suðan er komin upp og hræra þar til farið að þykkna þá er sósan tilbúin.

 

1/2 bolli grískt jógúrt
1/2 bolli sítrónusósa(uppskrift að ofan)
Ber að eigin vali

jógúrt og sítrónusósu er blandað saman. Ber sett í glös og sósan yfir. Getur verið gott að blanda muldum marengs

Uppskrift sótt hingað


Ofurholl orkustykki

  • 50 g pekanhnetur
  • 130 g haframjöl
  • 50 g fræ, graskersfræ, sólblómafræ og/eða sesamfræ
  • 70 g þurrkuð trönuber og/eða rúsínur
  • smá salt, ca. 1/4 tsk.
  • 1 tsk. kanill
  • 80 g smjör
  • 1 dl hunang
  • 50 g demerara hrásykur (má nota púðursykur)

Ristið á þurri pönnu hnetur, haframjöl og fræ í nokkrar mínútur, eða þar til haframjölið og fræin byrja að poppa aðeins. Hrærið vel í á meðan og passið að brenni ekki. Hellið í stóra skál og látið mestan hitann rjúka úr. Kryddið með kanil og smá salti og bætið trönuberjum og /eða rúsínum saman við.  Bræðið smjörið í potti og hrærið hrásykri/eða púðursykri ásamt hunangi saman við. Látið suðuna koma upp og lækkið hitann. Leyfið blöndunni að malla aðeins þar til hún verður ljósbrún, slétt og þykk. Hrærið vel í á meðan og fylgist með hitanum. Hellið síðan yfir haframjölsblönduna og blandið vel saman. Setjið síðan blönduna og þjappið í ferkantað, ofnfast mót sem klætt hefur verið bökunarpappír,  og bakið í um 20 mínútur við 170 gráður. Látið kólna áður en skorið í bita og borið fram.

Uppskrift sótt á  http://www.dv.is/pjattrofur/2011/05/19/ofurholl-orkustykki/


Nautahakk í smjördeigi

500 gr nautahakk
1 pakki smjördeig - afþýtt
250 gr sveppir-sneiddir
2 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk rosmarín
2 msk hveiti
2 egg-pískuð
1 paprika-söxuð
10 olífur-sneiddar
1 laukur-saxaður
smjör/olía.

Stillið ofninn á 200°C.
Brúnið sveppina. Hrærið saman nautahakki,kryddi,eggjum,hveiti,lauk,sveppum,papriku og ólífum en athugið að nota ekki alveg öll eggin,geymið smávegis til að pensla með smjördeigið. Leggið smjördeigslengjurnar aðeins inn á hvor aðra og fletjið út í ferning 40x30 cm. Formið hakkblönduna eins og brauð og pakkið inn í deigið. Penslið deigið þar sem brúnirnar lokast og lokið vel. Setjið í eldfast mót og bakið í klukkutíma. 

Uppskrift sótt á http://wiki.khi.is/index.php/Nautahakk_%C3%AD_smj%C3%B6rdeigi


Sjónvarpskaka

Botninn:
300 gr. sykur
250 gr. hveiti
50 gr. smjörlíki
2 dl. mjólk
4 egg
2 tsk. lyftiduft
Vanilludropar

Kremið:
125 gr. smjörlíki
100 gr. kókosmjöl
125 gr. púðursykur
4 msk. mjólk 

Botninn:
Egg og sykur þeytt saman, þurrefnum blandað við eggjafroðuna. Smjörlíki og mjólk brætt saman og blandað við, sett í vel smurða skúffu og bakað við 175°C í ca. 20 mín.

Kremið:
Allt brætt saman í potti og hellt strax yfir kökuna, sett aftur í ofninn nú á 200°C í ca. 10 mín. 

Uppskrift sótt á Matarlist.is


Humarsúpa að hætta meistarans

500 g humar í skel
3 stk fiskiteningar
3 stk meðalstórar gulrætur
2 stk hvítlauksrif
2 l vatn
1 stk laukur
1 stk paprika, græn
1 l rjómi (má líka nota matreiðslurjóma)
ljós sósuþykkir
smjör til að steikja skeljarnar

Skelflettið og hreinsið humarinn, Brúnið skelina í potti ásamt hvítlauknum við vægan hita, Bætið vatni, gróft skornum lauk, papriku og gulrótum út í og látið krauma í 10 tíma.

Sigtið soðið og bætið fiskikrafti út í. Þykkið soðið með ljósum sósuþykki eftir smekk og bætið svo rjómanum saman við. 15 mín áður en súpan er borin fram er humarinn settur út í. Passið að súpan sjóði ekki eftir það, humarinn á bara að hitna í gegn. Berið þessa ljúffengu súpu fram með hvítlauksbrauði sem fengið hefur að hitna í ofni á meðan humarinn verður til. Hægt er að útbúa soðið með nokkrum fyrirvara og geyma í frysti.

Uppskrift sótt á: Humarsalan.is


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband