Ítalskt rísottó

1 stk laukur saxaður

1 rauð paprika söxuð

1 græn paprika söxuð

125 gr sveppir sneiddir

1 lítið zucchini (grasker) sneitt

2 msk matarolía

5 dl löng hrísgrjón

1 l vatn

2 stk kjúklingateningar

2 dl frosnar grænar baunir

salt og pipar

1 dl parmesanostur eða annar rifinn ostur

 

Saxið laukinn og paprikuna, sneiðið sveppina og zucchini. Hitið olíu í stórum potti eða pönnu og léttsteikið sveppina, takið þá frá. Bætið olíu á pönnuna og setjið ósoðin hrísgrjón og saxaðan lauk á pönnuna og hitið í tvær mín. Hellið vatninu á pönnuna yfir hrísgrjónin og myljið teningana út í, sjóðið undir loki í 15 mín. Bætið sveppum og grænum baunum, papriku og zucchini út í og sjóðið þar til grjónin hafa drukkið í sig allan vökvann. Kryddið eftir smekk og blandið ostinum saman við í lokin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband