Banoffie "Danger" Pie

Uppskriftin miðast við magnið eins og ég notaði í hana:

1 dós Sweetened condensed milk (Fæst td í Kosti og verslunum með asískum vörum, ég fékk mína í pólskri verslun.  Spyrjið bara um sæta mjólk í dós ;)
DÓSINA ÞARF AÐ SJÓÐA DEGINUM ÁÐUR !! (Sjá myndir að neðan)
1 pk Digestives kex 400 gr.
ca 200 gr brætt smjör
4-5 bananar, fer eftir stærð og smekk hvers og eins :)
½ líter rjómi, þeyttur
súkkulaðispænir.


Innihaldið, gleymdi að vísu dósinni með mjólkinni ;)

 Mér lá svo á að sjóða mjólkina að ég gleymdi að skella henni með á myndina ;)
Þetta er ætlað í Pie form, en ég á ekki svoleiðis og þar með varð þetta að duga, og gerði það bara með ágætum :)

 

Mjólkurdósin soðin

 Það þarf að sjóða mjólkina deginum áður amk.....þú getur gert það viku áður þess vegna, en amk deginum/kvöldinu áður.
Þú sýður vatn í stórum potti, tekur miðann af dósinni og skellir útí og sýður í 2½ klukkutíma. 
MJÖG MIKILVÆGT að vatnið hylji dósina alla suðuna !!
Þegar tíminn er kominn þá er bara að hysja hana uppúr og leyfa henni að kólna.....ekki opna hana heita (nema þú viljir gumms útum allt eldhús)  Sæta niðursoðna mjólkin er ss orðin að Toffí :)

 

Smjörið brætt

 Hitið ofninn í 180°C.  Setjið ca 200 gr af smjöri í pott og bræðið það.  Þú getur haft það meira ef þú vilt hafa kexið blautara, en mér fannst þetta ágætis skammtur.

 

Kexið mulið

Það verður hver að hafa sinn háttinn á hvernig kexið er mulið, en ég setti það í poka og fékk útrás með kökukeflinu ;)  Muna bara að setja þykkt bretti undir til að skemma ekki borðið ;)

 

Blanda saman

Setjið kexmulninginn í skál og blandið bræddu smjörinu saman við.
Sleif virkar örugglega fínt, en ég skellti á mig einnota hönskum og mallaði þetta saman með lúkunum.....vildi pínu finna þannig hvort það væri nógu blautt :)

 

Setja í formið

Setjið kexblönduna í formið og þrýstið aðeins niður til að jafna það. 
Það er svo sett í ofninn og bakað í 10 mín.......tekið svo út og leyft að kólna.

 

Bananananana

Skerið bananana í sneiðar og dreifið þeim á.  Ég notaði 5 banana í þetta form....og þegar ég smakkaði hana hefðu þeir alveg mátt vera fleiri hehehe :)  En það er bara smekksatriði :)

 

Toffí-ið sett á

Þá er komið að toffí dósinni.  Ég reyndi fyrst að hræra uppí henni með hníf til að mýkja toffí-ið en fannst það ekki nægilegt, þannig að ég tæmdi dósina í mælikönnu og hrærði uppí því með handþeytara.  Þá varð það nægilega mjúkt til að það væri hægt að hella því á bananatrallið.

 

Dreifa úr

Dreifið bara pent úr þessu.......það rennur svo út :)

 

namm namm

Svo þeytirðu rjómann, verðið bara að meta sjálf hvað þið viljið mikið af honum, en á þessa köku fór alveg hálfur líter ;)  Raspa svo súkkulaði yfir eða tilbúinn spæni......skella í kælinn í ca klukkutíma og þá er hún klár :)

Verði ykkur að góðu :)



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband