Kjúklingur með sinnepssósu og kornflakesraspi

  • 6 kjúklingabringur
  • 3 dl sýrður rjómi
  • 2 msk sætt sinnep
  • 1 msk dijon sinnep
  • 3 dl kornflakes
  • salt og pipar

Takið skinnið af bringunum og setjið í smurt form kryddið með salti og nýmuldum sv.pipar. Blandið saman sýrðum rjóma og sinnepi og smyrjið yfir kjúklingin. Stráið því næst muldu kornflakes yfir svo það hylji vel kjúklinginn. Bakið við 185° í c.a. 30 mín eða þar til bringurnar eru gegnum steiktar.

Borið fram með sætkartöflugratíni (smelltu hér til að nálgast þá uppskrift) og fersku brokkolí.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson


Sætkartöflugratín

  • 1 kg sætar kartöflur
  • 1 meðalstór laukur
  • 100 gr beikon
  • 4 dl rjómi
  • 100 gr rifinn piparostur
  • 200 gr gratínostur
Skrælið og skerið sætarkartöflur í teninga og saxið laukinn setjið í eldfast mót. Steikið bacon á pönnu og hellið rjóma yfir bætið í rifnum piparosti blandið vel saman hellið rjómablöndunni yfir kartöflurnar og stráið loks gratínosti yfir.
Bakið við 175° í 30 – 40 mín
Höfundur: Árni Þór Arnórsson

Bounty kaka

6 stk eggjahvítur
3 dl sykur
270 gr kókosmjöl
  • Þeytið eggjahvítur og blandið sykri smátt og smátt saman við. Þeytið þar til vel stíft (10 mín).
  • Blandið kókósmjöli saman við með sleikju.
  • Setjið deigið í tvö form og bakið við 200°C í 20 mín. í miðjum ofni.
  • Kælið botnana.
Krem:
 
300 gr suðusúkkulaði
100 gr smjör
6 stk eggjarauður
100 gr flórsykur
  • Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði, hrærið í af og til
  • Þeytið eggjarauður og fljórsykur mjög vel saman.
  • Blandið bræddu súkkulaðinu saman við og hrærið eins lítið og kostur er á
  • Látið kremið strax á kalda botnana.
 

Ritzkjúklingur Góa

  • 2 sætar kartöflur
  • 1 poki spínat
  • 1 krukka fetaostur með kryddlegi
  • 4 kjúklingabringur
  • Mango Chutney
  • Ritzkex
Kartöflurnar skornar í sneiðar og lagðar í eldfast mót.
Spínatinu dreift yfir og fetaosturinn fer svo yfir spínatið, það er allt í lagi að smá af olíunni fari með.
Kjúklingaringurnar skornar í þrennt og þeim lokað á pönnu ásamt mangó chutney.
Bringurnar settar í mótið og Ritzkexið mulið yfir.

Bakað í ofni í um það bil 30 mínútur.

Borið fram með fersku salati, mangó chutney og hrísgrjónum.

Bóndakökur Önnu ömmu í Brekkukoti

200 gr. sykur
200 gr. smjörlíki
5 matsk. sýróp
1 egg
400 gr. hveiti
1 tesk. lyftiduft

 

Venjulegt hnoðað deig. Rúllað í lengju, látið kólna í ísskáp. Skorið í sneiðar. Bakað við 175 gráður í 10-15 mín.


Fylltar kjúklingabringur

4 bringur.
1 krukka grænt pesto
6-8 skinkusneiðar, saxaðar frekar fínt
1/2 poki rifinn gratín ostur
6-8 hvítlauksrif, pressuð

 Skerið "vasa" í bringurnar.
Blandið saman pesto, skinku, hvítlauk og osti, og troðið í vasann á bringunum.
Kryddið bringurnar með kjúllakryddi, og brúnið á vel heitri pönnu, í olíu eða smjörlíki.
Setjið síðan í ofnfast fat, og í 200 gráðu heitann ofn, í 10-15 mín.

 

Borið fram með fersku salati og kartöflugratín.


Hnetusmjörskonfekt

2 ½ dl hnetusmjör
2 ½ dl flórsykur
2 ½ dl saxaðar döðlur
2 ½ dl saxaðar valhnetur eða pecanhnetur
2 msk. mjúkt smjör

Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél. Rúllið kúlur úr massanum og dýfið þeim í brætt súkkulaði. Þetta konfekt má frysta.


Kókosbitar

2 bollar ljóst síróp
¼ bolli smjör
1 bolli sykur
1 tsk. salt
1 tsk. möndludropar
450 g kókosmjöl
hjúpsúkkulaði

Setjið sírópið, smjörið, sykurinn og saltið í þykkbotna pott. Látið suðuna koma upp og hrærið vel í blöndunni. Sjóðið við meðalhita þar til blandan þykknar eða notið sykurmæli og sjóðið þar til hann sýnir 120°C. Smyrjið ferkantað, grunnt form. Blandið möndludropunum og kókosmjölinu út í sírópsblönduna og hellið kókosmassanum í formið. Geymið í kæli þar til blandan stífnar og er orðin köld. Skerið í ferhyrnda bita og hjúpið bitana með súkkulaði. Geymið kókosbitana í kæli.

Rommkúlur

100 g gráfíkjur eða rúsínur
3 msk. romm
100 g suðusúkkulaði
100 g flórsykur
50 g palmínfeiti
kökuskraut eða kókosmjöl

Brytjið gráfíkjurnar eða rúsínurnar smátt (eða saxið í matvinnsluvél) og setjið þær í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Látið standa í 20-30 mínútur. Sigtið vatnið frá og bætið romminu saman við. Rífið súkkulaðið og setjið í skál ásamt flórsykrinum. Bræðið palmínfeitina og bætið henni smátt og smátt út í súkkulaðiblönduna. Hrærið vel í á meðan súkkulaðið og flórsykurinn bráðna. Setjið gráfíkjurnar eða rúsínurnar út í þegar súkkulaðiblandan hefur að mestu kólnað. Setjið massann í kæli í 40-50 mínútur og rúllið síðan kúlur úr honum. Veltið kúlunum upp úr kökuskrauti eða kókosmjöli og geymið í kæli.


Núggatkúlur

u.þ.b. 40 stk


250 g mjúkt nougat frá Odense
250 g konfektmarsípan frá Odense
100-200 g hjúpsúkkulaði

Mótið litlar kúlur á stærð við baunir úr núgatinu. Skerið marsípanið í þunnar sneiðar, fletjið hverja sneið lauslega út með lófanum og vefjið utan um núgatið. Rúllið hverjum mola í fallega kúlu og hjúpið með hjúpsúkkulaði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband