Rommkúlur

100 g gráfíkjur eða rúsínur
3 msk. romm
100 g suðusúkkulaði
100 g flórsykur
50 g palmínfeiti
kökuskraut eða kókosmjöl

Brytjið gráfíkjurnar eða rúsínurnar smátt (eða saxið í matvinnsluvél) og setjið þær í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Látið standa í 20-30 mínútur. Sigtið vatnið frá og bætið romminu saman við. Rífið súkkulaðið og setjið í skál ásamt flórsykrinum. Bræðið palmínfeitina og bætið henni smátt og smátt út í súkkulaðiblönduna. Hrærið vel í á meðan súkkulaðið og flórsykurinn bráðna. Setjið gráfíkjurnar eða rúsínurnar út í þegar súkkulaðiblandan hefur að mestu kólnað. Setjið massann í kæli í 40-50 mínútur og rúllið síðan kúlur úr honum. Veltið kúlunum upp úr kökuskrauti eða kókosmjöli og geymið í kæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband