Færsluflokkur: Matur og drykkur
Vanilluskyrterta Evu
26.2.2008 | 19:29
1 pakki Lu kanilkex Smjör 150-200 gr. Mylja kexið og bræða smjörið, blanda saman og setja í form. 1 stór dós vanilluskyr 1 peli rjómi Þeyta rjóma og blanda við skyrið. Setja ofan á botninn. Bláberjasulta Smyrja bláberjasultu ofan á. Setja í kæli og bera...
Matur og drykkur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svínalundir
26.2.2008 | 16:50
1 kg svínalundir 1 box sveppir 1 paprika 1 piparostur 1 peli rjómi Lundirnar skornar í ca 2 cm þykkar sneiðar, bankaðar létt með hendinni. Þær eru svo steiktar í smjöri og saltaðar lítillega, látnar í eldfast fat, steiktir sveppir og paprika látin yfir....
Parmaskinku og laxavefjur með graslaukssmjöri
26.2.2008 | 16:48
4x175 gr af bein- og roðlausum laxi 8 sneiðar Parmaskinka frá Fiorucci 450 gr aspas 40 gr smjör 1 msk brytjaður graslaukur eða steinselja 1 tsk fínt saxaður sítrónubörkur 4 tsk ólífuolía Salt og pipar Byrjið á að hita ofnin í 180°C. Skolið laxinn og...
Matur og drykkur | Breytt 22.8.2009 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svínalundir með grænpiparsósu og pasta (fyrir 4)
26.2.2008 | 16:47
2 svínalundir Salt og pipar 1 msk smjör 1 msk niðursoðin grænpiparkorn ½ svínakjötsteningur 2 msk heitt vatn 1-2 msk þurrt hvítvín eða sérrí (má sleppa) 3 dl rjómi 2 msk saxaður graslaukur Tagliatelle eða annað pasta Snyrtið lundirnar og kryddið þær með...
Fylltar svínakótelettur (fyrir 4)
26.2.2008 | 16:45
4 stórar, þykkar svínakótelettur 1 dl saxaðar blandaðar kryddjurtir (t.d. steinselja, graslaukur og salvía) 1 blaðlaukur, saxaður Salt og grófmalaður svartur pipar Skerið vasa í kóteletturnar næstum inn að beini og fyllið með kryddjurtunum og...
Sinnepsmarineraðar Svínalundir (fyrir 4)
26.2.2008 | 16:44
700 gr svínalundir ¼ bolli grófkorna sinnep 2 msk hunang 1 msk hvítvínsedik eða sérríedik Sinnepssósa : 2 msk hunang 1 msk hvítvínsedik eða sérríedik 1 bolli kjúklingasoð (teningur og vatn) ¼ bolli sætt sérrí 2 msk saxaður skallotlaukur 1 msk grófkorna...
Fiskdeig
26.2.2008 | 16:42
1 kg hakkaður fiskur 50 gr hveiti 50 gr kartöflumjöl 2 dl mjólk 3 egg 2 meðalstórir laukar 2 tsk salt 1 tsk hvítur pipar Best er að nota ýsu, en einnig má nota þorsk, karfa eða annan fisk. Sláið saman egg og mjólk. Blandið saman þurrefnum. Saxið laukinn...
Pepperoni kjötbollur
26.2.2008 | 16:37
800 gr hakk 200 gr pepperoni skorið smátt 2 egg 1 dl mjólk 4 msk. rifinn parmesanostur Þetta er allt sett saman og búnar til bollur og steikt á pönnu eða grillað. Borið fram með bökuðum kartöflum og sveppasósu.
Danskar kjötbollur
26.2.2008 | 16:36
500 gr. nauta og svínahakk 1 vænn laukur 1 tsk estragon 2 egg salt/pipar e.smekk haframjöl mjólk/rjómi ca. ½ bolli kjúklingateningur Öllu hrært saman og búnar til litlar bollur og þær steiktar í smjörva. Gott að setja aðeins í ofninn í ca.15 mínútur...
Sinneps sósa
26.2.2008 | 16:35
1 dl. sýrður rjómi 1 dl. majones 1/2 tsk. gróft salt 1 1/2 msk. sítrónusafi 2 tsk. sykur 4 msk. sætt sinnep. Flott að skreyta með karrídufti