Ofnbakaður fiskur í karrý

170 gr roð- og beinlaus fiskur
100 gr paprika
100 gr sveppir
100 gr zuccini
100 gr gulrætur
125 ml 10% sýrður rjómi
15 gr majones
salt, pipar og karrý

Skerið grænmetið niður og setjið í eldfast mót. Skerið fiskinn í litla bita og setjið í miðjuna á mótinu (með grænmetið allt í kring). Saltið og piprið. Búið til karrýsósuna með því að blanda saman sýrða rjómanum, majonesinu og slatta af karrý. Hellið sósunni yfir fiskinn. Skellið inn í forhitaðan ofn á 200°C í um 35 mínútur.
Allar mælieiningar miðast við óeldaðan mat, þ.e.a.s. hráan fisk og grænmeti. Þetta ætti að gefa um 140-150 gr af elduðum fisk og um 300 gr eldað grænmeti. Það má í sjálfu sér nota hvaða grænmeti sem maður vill, um að gera að hafa það sem fjölbreyttast.
DDV merkingar: 1 kross í fiskur, 2 krossar í mjólkuvörur, 1 kross í grænmeti og 3 krossar í fitu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband