Forsetafiskur

3 græn epli
1 græn paprika
6-7 sneiðar beikon
Smjör
Ýsuflak
Hveiti
Pipar
Salt
1 stk Camembert-ostur
Rifinn ostur

Afhýðið eplin og skerið í bita. Skerið einnig paprikuna í bita.
Beikonið er skorið í 3-4 bita (hver sneið) og steikt í smjöri þar til það er glært.
Skerið ýsuflakið í litla bita og veltið því upp úr hveiti, pipar og salti. Steikið við vægan hita.
Allt er síðan látið í eldfast mót og Camembert-ostur er látinn í litlum bitum hér og þar ofan á.
Yfir allt er síðan dreift rifnum osti.
Hitið í 20-30 mínútur við 180°c


Bakaður saltfiskur

500 gr saltfiskur
500 gr kartöflur
50 gr smjörvi
½ laukur
½ græn paprika
2 msk hveiti
3 dl mjólk
2 msk parmesanostur
2 msk brauðmylsna

1. Útvatnaður fiskur er látinn í kalt vatn og suðan látin koma hægt upp. Soðinn í 5-10 mínútur. Að suðu lokinni er fiskurinn hreinsaður vel, roð- og beinhreinsaður.

2. Fiskurinn er losaður sundur og settur í smurt eldfast mót.

3. Kartöflurnar eru snöggsoðnar, afhýddar og sneiddar. Raðið þeim ofan á fiskinn í mótinu.
4. Smjörvi er bræddur í potti. Laukur og smátt söxuð paprika látin í krauma í smjörinu þangað til þau verða mjúk.
5. Hveiti er bætt við og jafningurinn hrærður út með mjólk. Á að verða þunnur. Þessu er hellt yfir fiskinn og kartöflurnar.
6. Blöndu af osti og brauðmylsnu er stráð yfir og rétturinn bakaður í heitum ofni í 20 mínútur.

Gott að bera fram með rúgbrauði.


Grískur plokkfiskur

600 gr útvatnaður saltfiskur
2 stórir laukar, saxaðir
1 lítil dós tómatmauk (purée)
1 bolli vatn
2 lárviðarlauf
Salt eftir smekk
Svartur pipar (vel af honum)
½ bolli ólífuolía
10 litlar kartöflur (flysjaðar)

Setjið allt nema kartöflurnar í pott og sjóðið í 10 mínútur.

Bætið kartöflunum út í og sjóðið við lágan hita í 45 mínútur.

Bætið vatni út í ef rétturinn verður of þurr.

Berið fram með góðu brauði.


Ítalskt hrísgrjónasalat

2 dl hrísgrjón soðið
200 g ananas í bitum
100 gr rauð paprika söxuð
100 gr græn paprika söxuð
100 gr blaðlaukur smátt skorinn
1 dl steinselja fínt skorin
400 gr maisbaunir
100 gr frosnar grænar baunir.

Öllu blandað saman og kælt.

Sósa:
2 hvítlauksrif
2 msk vínedik
2 msk sítrónusafi
2 tsk sykur
1 dl ólífuolía
2 tsk basilikum
2 tsk oreganó
salt og pipar.

Merjið hvitlaukinn og setjið síðann öll hráefnin í krukku með loki og hristið vel.
Hellið yfir salatið eða berið fram í sér könnu.


Waldorf salat II

1 grænt epli
1 msk sýrður rjómi
2 msk þeyttur rjómi
1 msk eplaþykkni (Egils)
1 msk sellerí
1 msk valhnetur

Afhýðið og kjarnið eplið, skerið í litla bita.  Hrærið saman rjómanum og þykkninu ásamt selleríi og hnetum.


Waldorfsalat I

2 rauð epli með hýði, brytjuð smátt 
½ stöngull sellerí, saxaður smátt
4 msk valhnetur, saxaðar
20 vínber skorin í tvennt og steinhreinsuð 
½ dl mæjónes
2 tsk sykur
2 tsk sítrónusafi
1 dl þeyttur rjómi
e.t.v. 1 dl sýrður rjómi (ef ykkur finnst sósan vera of lítil)

Hrærið saman mæjónesi (sýrðum rjóma), sykri og sítrónusafa.
Blandið ávöxtum og selleríi varlega saman við sósuna og síðast þeytta rjómanum.
Salatið má bíða í kæliskáp í nokkrar klukkustundir.

Fallegt er að setja 1-2 greinar af rifsberjum til skrauts ofan á skálina ef um hátíðlegt tækifæri er að ræða.

Túnfisksalat

6 harðsoðin egg
2 túnfisksdósir (í vatni)
1 paprika-smátt skorin
1/2 laukur-smátt skorinn
slatti af majonesi
herbamare eða annað gott krydd
Smá slurkur af tómatssósu til að fá smá lit 
öllu blandað saman!

Kvöldsnarl

500 g kotasæla
1 rauðlaukur
200 g salsasósa, hot
1⁄2 agúrka
ca. 1⁄2 blaðlaukur
1 rauð paprika
2 sveppir
Melba toast kexkökur

Epla og kartöflusalat

Kartöflur
Epli
Súrar gúrkur
Paprika
Rauðlaukur
1 dós Sýrður rjómi
1 tsk Diijon sinnep

Epli og soðnar kartöflur er skorið í bita, hitt grænmetið er saxað fínna niður. Þá er sinnepi og sýrðum rjóma blandað saman og grænmetinu blandað saman við.

Þetta salat er mjög gott með pitsu.


Góður eftirréttur - uppskrift frá danska kúrnum

20 vínber
og/eða ½ mangó
vanillukorn
fljótandi sætuefni
sýrður rjómi

Skera ávextina í bita, hræra saman rest og hella yfir ávextina....nammmm


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband