Kjötbollur með kryddjurtum

800 gr svínahakk
2 laukar, saxaðir
3-4 hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
1/2 tsk þurrkuð tímjan
10 basilíkublöð e-a 1-2 msk pestósósa
nýmalaður pipar og salt
1 egg
75 gr hveiti, eða eftir þörfum
3 msk matarolía
vatn eftir þörfum
1 msk smjör
1 lítil gulrót
1 lárviðarlauf
sósujafnari og e.t.v. sósulitur

Annar laukurinn, hvítlaukur, olía og kryddjurtir sett í matvinnsluvél og maukað. Kryddað með pipar og salti og síðan er eggi og hveiti hrært saman við. Öllu hnoðað við hakkið og bollur mótaðar úr því (hakk í 1-2 bollur þó skilið eftir).
Tvær matskeiðar af olíu eru hitaðar á stórri pönnu og bollurnar settar á hana. Brúnaðar á þremur hliðum. Dálitlu vatni er hellt yfir og látið malla þar til bollurnar eru soðnar í gegn.
Á meðan er smjör og 1 msk olía hitað í potti. Laukurinn sem eftir er settur út í ásamt gulrótinni og farsinu sem skilið var eftir og steikt í nokkrar mínútur. Hrært oft á meðan. 300-400 ml af sjóðandi vatni hellt yfir og látið sjóða í um 10 mínútur. Soðið er svo síað, hellt aftur í pottinn og soðinu af bollunum hrært saman við. Sósan smökkuð til og e.t.v. dekkt með sósulit. Hellt yfir bollurnar og borið fram.

Svínakjöt með snjóbaunum

500 gr svínakjöt (meyrt), t.d. lund eða hryggvöðvi
50 gr kasjúhnetur
2 msk olía
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
5 cm engiferbiti, saxaður smátt
250 gr snjóbaunir (sykurbaunir)
1 msk sojasósa
1 límóna
2-3 vorlaukar

Kjötið er skorið í sneiðar, eins þunnar og mögulegt er, og þær síðan í bita. Hneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru rétt byrjaðar að taka lit en síðan hellt á disk og látnar kólna.
Wokpanna hituð mjög vel, 1 msk af olíu hellt í hana og síðan er kjötinu bætt á hana. Veltisteikt við háan hita þar til kjötið hefur allt tekið lit en þá er það tekið upp og sett á disk.
Hitinn er lækkaður, afgangnum af olíunni er bætt á pönnuna og síðan hvítlauk og engifer. Veltisteikt í um 1 mínútu og síðan eru baunirnar og hneturnar settar á pönnuna ásamt sojasósu. Safinn úr límónunni kreistur yfir og steikt í 2 mínútur.
Kjötið er sett aftur á pönnuna, hitað í gegn, smakkað til, vorlaukunum hrært saman við og borið fram strax með hrísgrjónum.

Grænmetisbaka II

Fyrir 6-8

Deig:
3 dl hveiti
50 gr smjör eða smjörlíki
1 dl kotasæla
1 msk vatn

Fylling:
250 gr sveppir
2 msk smjör eða smjörlíki
6 soðnar, kaldar kartöflur (500 gr)
1 blaðlaukur
2 hvítlauksrif
1 ½ tsk salt
½ tsk sítrónupipar
3 egg
2 dl sýrður rjómi
1 ½ dl kotasæla
½ tsk jurtasalt
1 dl rifinn, bragðmikill ostur

- Blandið smjörinu saman við hveitið með fingrunum þannig að blandan verði að kornóttum massa. Bætið kotasælunni og vatninu út í og hnoðið létt. Einnig má setja hveitið og smjörið í matvinnsluvél og blanda deigið þannig en þá má ekki hnoða of lengi.
- Fletjið deigið út á botn og upp kantana á bökuformi eða smurðu, lausbotna formi og geymið formið í kæli á meðan fyllingin er útbúin. - Skerið sveppina í sneiðar, bræðið smjörið og steikið sveppina í þeim í 1 mínútu. Skerið kartöflurnar og blaðlaukinn í sneiðar og léttsteikið með sveppunum, pressið hvítlaukinn út í og kryddið grænmetisblönduna.
- Þeytið saman eggin og sýrða rjómann og bætið kotasælunni og saltinu út í og hrærið ostinum að lokum saman við. Forbakið bökubotninn við 200°c í 10 mínútur.
- Setjið grænmetisfyllinguna í botninn og hellið eggjablöndunni yfir.
- Bakið neðst í ofninum við 180°c í 30-35 mínútur eða þar til fyllingin er farin að stífna í miðjunni.
- Berið fram með grænu salati.


Graskersbaka

Botn:
1 bolli hveiti
1/8 tsk salt
1/3 bolli smjör, kælt
3 msk kalt vatn

Fylling:
2 egg
1 bolli púðursykur
½ bolli rjómi
450 gr graskersmauk
1 tsk kanill
½ tsk engifer
½ tsk múskat
½ tsk salt

Þeyttur engiferrjómi:
½ bolli rjómi (ekki matreiðslurjómi)
1 msk sykur
¼ tsk engifer

- Stillið ofninn á 220°c
- Hrærið saman hveiti og salti í stórri skál; bætið við smjöri í bitum. Vatni er bætt við og hrært saman með gaffli. Hnoðið deigið í kúlu.
- Fletjið deigið út á hveitistráðu borði (ekki hafa of mikið hveiti) í hring sem er ca 28 cm í þvermál. Setjið í bökumót sem er 26 cm í þvermál. Fjarlægið það deig sem fer út fyrir. Geymið botninn meðan fyllingin er útbúin.
- Hrærið egg á meðalhraða í stórri skál þangað til þau eru orðin þykk (ca 2-3 mínútur). Bætið við rest af hráefni í fyllinguna, hrærið uns allt er vel blandað saman (ca. 1-2 mínútur).
- Setjið fyllinguna ofan á botninn. Bakið í 10 mínútur. Lækkið þá hitann í 180°c. Bakið áfram í 40-50 mínútur. Stingið með hníf í miðju bökunnar til að athuga hvort hún sé tilbúin. Ef hnífurinn er hreinn eftir að það hefur verið gert er bakan tilbúin. Kælið alveg.
- Þeytið ½ bolla af rjóma í skál, á hæsta styrk . Bætið sykri og engifer við. Haldið áfram að þeyta uns rjóminn er orðinn stífur (ca. 1-2 mínútur).
- Berið bökuna frama með engiferrjómanum. Ef ekki á að bera bökuna strax fram þarf að geyma hana og rjómann í kæli.


Grænmetisbaka

Botn
1 dl haframjöl2 dl hveiti2 msk ólífuolía eða Isio 4
100 gr hreint skyr
2 msk kalt vatn

Blandið saman haframjöli og hveiti, olíu og skýri og bleytið í með vatni ef þarf.
Hrærið vel og hnoðið aðeins
Geymið deigið í ísskáp í að minnsta kosti 30-40 mínútur
Fletjið deigið út í mót, smyrjið með smá ólífuolíu og raðið grænmetinu á
Hellið sósu yfir og bakið í 30 mínútur við 200°C

Grænmeti
2 gulrætur, sneiddar í þunnar sneiðar
½ kúrbítur (zucchini), skorinn í búta
7 sveppir, sneiddir
½ eggaldin, skorið í smáar sneiðar
½ blaðlaukur, sneiddur í þunnar sneiðar

Einnig má skipta einhverju af ofantöldu grænmeti út og hafa rauða eða appelsínugula papriku, tómata, blómkál, lauk og spergilkál o.fl í staðinn.
Steikið grænmetið upp úr vatni og kryddið.

Sósa
2 egg
2½ mjólk
4 dl magur ostur (11%), 2 dl í sósuna, 2 dl yfir bökuna

Aðferð:
- Þeytið saman egg og mjólk
- Rífið ostinn og blandið 2 dl saman við
- Dreifið afganginum af ostinum yfir bökuna og setjið inn í ofn.- Gott er að hafa sósu með t.d. úr AB mjólk. Einfalt er að búa hana til: Blandið saman 2 dl AB mjólk, salti, pipar, hvítlauksrifi eða hvítlauksdufti, paprikudufti og kannski einhverju öðru góðu kryddi (t.d. Krakkakryddi frá Pottagöldrum).
- Berið fram með soðnum bygggrjónum eða hýðishrísgrjónum og fersku salati.


Laukbaka

2 ½ hveiti
100 gr smjör eða smjörlíki
2 msk vatn
500 gr laukur
1-2 msk smjör
3 egg
2 dl sýrður rjómi
½ tsk jurtasalt
½ tsk svartur pipar
½ tsk tímían

Setjið hveitið í skál eða matvinnsluvél og myljið smjörið smátt og smátt út í þar til blandan verður að kornóttum massa.
Bætið vatninu út í og hnoðið deigið í kúlu.
Geymið deigið í 30-40 mínútur í kæli á meðan fyllingin er útbúin.
Skerið laukinn í þunnar sneiðar og mýkið hann í smjörinu á pönnu. Þeytið saman eggin og sýrða rjómann og bætið kryddinu út í.
Fletjið deigið út þannig að það passi í botn og upp kanta á bökuformi og forbakið botninn við 220°c í 10 mínútur (gott að setja baunir eða hrísgrjón á bökunarpappír ofan á deigið svo það aflagist ekki við baksturinn).
Dreifið lauknum á bökubotninn og hellið eggjamassanum yfir.
Bakið í 20 mínútur.
Berið fram með salati.

Svikinn héri

500 gr hakk
100 gr brauðmylsna
1 egg
1/2 dl mjólk
1 tsk kjötkraftur
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 msk paprikuduft

Öllu blandað saman, sett í form og bakað við 200° í 15 mínútur og svo við 175° í 45 mínútur.

Gúllassúpa

500-600 gr nautakjöt
1-2 laukar
3-4 kartöflur
3-4 hvítlauksrif
1-2 paprikur
2 dósir niðursoðnir tómatar í mauki
salt, pipar og annað krydd eftir smekk

Brúnið nautakjötið og léttsteikið grænmetið (ekki saman).
Setjið kjötið og tómatamaukið í pott og hitið vel. Grænmetið er sett útí og látið krauma við vægan hita í að minnsta kosti klukkutíma.
Kryddað og smakkað til.
Ef súpan fær að krauma nógu lengi á lágum hita verður kjötið svo mjúkt að það þarf nánast ekki að tyggja það.

Borið fram með góðu brauði.


Líbanskar kjötbollur

½ bolli saxaður laukur
3 msk smjör
500 gr hakk
1 egg
2 brauðsneiðar lagðar í ½ bolla af mjólk
1 tsk salt
1/8 tsk pipar
1 bolli brauðmylsna
2 bollar hrein jógúrt

- Steikjið laukinn í 1 msk af smjöri uns hann er glær. Kælið smá.
- Blandið lauknum við hakk, egg, brauð og krydd. Mótið bollur úr blöndunni og veltið upp úr brauðmylsnu.
- Brúnið í 2 msk af smjöri. Hellið allri feitinni af nema 2 msk. Hellið þá jógúrt yfir bollurnar og sjóðið í 20 mínútur.
- Berið fram heitar með hrísgrjónum.

Hollar kryddbollur

7 dl heilhveiti
½ dl hveitiklíð
1 tsk kanill
½ tsk negull
1 tsk vanillusykur
½ tsk salt
7 tsk lyftiduft
5 dl létt AB-mjólk

Blandið þurrefnunum saman í skál og bleytið upp með AB-mjólkinni.
Mótið kúlur úr deiginu og raðið þeim á bökunarplötu sem smurð hefur verið með fat free úða.
Bakið við 180-190°C í 35-40 mínútur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband