Undrapasta Jóa Eyva
27.2.2008 | 20:50
Ali pepperoni 1 bréf
Hunts pizzasósa 1 flaska
Hvítlaukur 2-5 rif eftir smekk
Kínakrydd (gerir gæfumuninn)
Italian sesoning (ef að kínakrydd er ekki til)
soya sósa
Sjóðið tortellini í vatni með dálitilli olíu til að það festist ekki saman.
Hellið sósunni í skál.
Kryddið sósuna með miklu kryddi.
Saxið pepperoni smátt og bætið í sósuna.
Saxið hvítlauk smátt og bætið í sósuna.
Bætið 2-4 matsk af soya-sósu í sósuna.
Þegar pastað er vel soðið er það sett í skálina ofan á sósuna og hrært vel.
Njótið vel.
ofnbakað pasta
27.2.2008 | 20:48
1 fl.spagetti-sósa(unkle Ben´s)
1/2 laukur
pepperoni
skinka
sveppir
laukurinn, pepperoníið, skinkan og sveppirnir brúnað á pönnu. Síðan er öllu hellt í stóra skál og hrært vel saman. Þessu er svo skellt í eldfast form og osti stráð yfir
Ítalskt páskasalat
27.2.2008 | 20:46
2 pkn. GALBANI Santa Lucia Mozzarella
200 gr. af blönduðu salati
2 gulrætur
2 sellerí stönglar
50 gr. kirsuberjatómatar (cherry tomatoes)
4 harðsoðin egg
Salatsósa:
8 msk. Extra Virgin ólífuolía, t.d. frá Carapelli
6 msk. balsamik edik
1 tsk. milt sinnep
2 tsk. basil-lauf, gróft skorin
Salt og nýmalaður svartur pipar
Skolið og þerri allt grænmetið. Skerið sellerí stönglana í sneiðar og tómatana í báta. Skerið gulræturnar í lengjur og eggin í báta. Skerið Mozzarella ostinn í bita. Blandið öllu saman í salatskál, kryddir eftir smekk, og hellið svo salatsósunni yfir. Berið fram strax, t.d. með nýju brauði.
Salöt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gratinerað grænmeti
27.2.2008 | 20:45
1 góður blómkálshaus
500 gr broccolí
1 góður púrrulaukur
1 rauð paprika
500 gr forsoðnar gulrætur
50 gr smjör
rifinn ostur
Grænmetið er þvegið og snyrt, skorið í hæfilega bita og raðað í eldfast mót, smjör og ostur sett yfir og gratinerað í ofni við 180-200°C.
Ýmsir réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sveppir í smjördeigshúsi
27.2.2008 | 20:43
Smjördeig
6 dl rjómi
600 gr sveppir
3 msk sherry
salt og pipar
eitt egg
smjör til steikingar
Smjördeigið skorið í ferninga 7x7 cm. Sett á bökunarplötu og penslað með eggi, bakað við 180°C. Sveppirnir hreinsaðir og skornir í fjóra helminga. Brúnið sveppina í smjörinu sherryið sett út á og soðið niður, þá er rjómanum bætt út í og soðið þar til fer að þykkna. Kryddað með salti og pipar. Fyllið smjördeigsferningana og berið strax fram.
Ýmsir réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fiskur í orly
27.2.2008 | 20:41
Orlydeig
3 dl pilsner eða vatn
2 msk sykur
1 msk salt
1 tsk olía
1 eggjarauða
hveiti
1 eggjahvíta
Pilsner, sykur, salt, olía og eggjarauða hrært saman og þykkt með hveiti, blandan á að vera álíka þykk og pönnukökudeig. Látið blönduna standa í 1 kls. Eggjahvítan er stífþeytt og blandað saman rétt fyrir steikingu.
Fiskur
ýsuflök
hveiti
Fiskurinn er roðdreginn og snyrtur, skorinn þversum í 3-4 bita eftir stærð og síðan langsum í 5 cm langa bita. Fiskurinn þerraður, kryddaður ef vill og velt upp úr hveiti, settur í orly deigið og djúpsteiktur í djúpsteikingarpotti eða á pönnu í 2-3 mín við 180-200°C.
Matarmikil tómatsúpa frá Englandi
27.2.2008 | 20:36
6 dl. grænmetissoð
1 dós niðursoðnir tómatar
2 gulrætur, þunnt sneiddar
3 fínsaxaðir laukar
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk. timían
salt og pipar
1 bolli makkarónur
Baunir og tómatar eru sett saman í pott. Grænmetissoði, gulrótum, lauk, hvítlauk og timían bætt út í og látið sjóða í 30 mín. eða þar til gulræturnar eru soðnar. Kryddaðu með salti og pipar eftir smekk. Súpan er borin fram með heilhveitibrauði og osti.
Súpur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvít Lobes cobes
27.2.2008 | 20:33
4 laukar
1 ½ kg kartöflur
lárviðarlauf
heill pipar og salt
Kjötið eða kjötafgangarnir eru skornir í litla bita (1 ½ cm). Kjötbitarnir eru látnir út í sjóðandi vatn og suðunni hleypt upp á þeim. Síðan eru þeir skolaðir vandlega í köldu vatni. Kjötið er sett yfir til suðu í vatni svo fljóti yfir kjötið. Soðið með söxuðum lauk og hráum katröflum, sem eru skornar í litla bita, og kryddpoka með lárviðarlaufum, heilum pipar og salti, sem látið er ofan á kjötið. Þétt lok sett ofan á pottinn og soðið í 1- 1½ tíma, eða þar til kartöflurnar eru mauksoðnar, þá er öllu blandað saman. Framreitt með köldum smjörkúlum eða smurðu rúgbrauði. Það má einnig nota soðna, nýja eða saltaða afganga í lobes cobes. Kjötið er skorið í litla bita og blandað út í kartöflurnar, þegar þær eru mauksoðnar.
Fylltar bakaðar kartöflur
27.2.2008 | 20:22
Sýrður rjómi.
Rifinn ostur
Eftir vali:
1 Sveppir
2 Blaðlaukur
3 Skinka
4 Ristaðar hnetur
5 Möndlur
6 Hvítlaukur
o.s.fr.
Veljið meðalstórar bökunarkartöflur og skellið þeim í ofninn eða á grillið.
Eftir u.þ.b. 20 mínútur takið þær út, skerið til helminga og hreinsið
innan úr þeim.
Blandið saman við kartöfluinnvols sýrðum rjóma, blaðlauk, sveppum o.s.fr. og
hrærið saman í mauk.
Fyllið síðan híðin aftur af maukinu, stráið rifnum ostinum yfir og
setjið aftur inn í ofn í 10 - 15 mín.
Kartöfluréttir | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Freisting sælkerans. (fyrir 4-6)
27.2.2008 | 20:20
1 Camembert-ostur(150 g)
2 1/2 dl rjómi eða kaffirjómi.
6 skinkusneiðar
1 lítil græn paprika.
1 lítil rauð paprika..
Stillið bakarofninn á 175-200¨. Skerið skorpuna af franskbrauðssneiðunum og raðið þeim í botninn á smurðu eldföstu móti. Brytjið Camembert-ostinn og bræðið. Hellið rjómanum saman við í smáskömmtum. Brytjið skinkusneiðar og paprikur frekar smátt. Hellið ostblöndunni yfir brauðið og stráið skinku-og paprikubitum yfir. Bakið í heitum ofni þar til rétturinn er rétt farin að taka lit (eða í um það bil 15, mínútur)
Heitir réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)