Eftirlæti piparsveinsins :o)
28.2.2008 | 20:01
1 stk panna (meðalstór)
1 slatti smjör/matarolía
2 brauðsneiðar
250 gr kjötfars
krydd eftir smekk
1 stk smekkur
Kveikið á eldavélinni, pönnuna á heitu helluna, (eftir að hún hitnar) smjörið á heitu pönnuna,
kjötfarsið á brauðsneiðarnar (báðum megin), brauðsneiðarnar á heita smjörið,
sem er á heitu pönnunni, sem er á heitu eldavélinni, steikið í 2-3 mín
(ég gleymdi 1 stk. klukka), snúið, étið (með t.d. svona jukk-salati, sem fæst
búðum í plastboxum).

Quiche með lauk og sveppum
28.2.2008 | 19:54
3 dl hveiti
120 gr smjör
2 msk mjólk
1 eggjarauða
Fylling
3 sneiðar beikon
2 stk laukur
200 gr sveppir
150 gr rifinn ostur
3 stk egg
2 dl rjómi
50 gr smjör
salt og pipar
Setjið hveitið á borð og myljið smjörið saman við, bætið eggjarauðu og mjólk saman við og hnoðið deigið þangað til það verður þjált. Pakkið því inn í plastfilmu og geymið í kæli um 60 mín. Fletjið deigið síðan út og setjið í bökunarform, þrýstið vel upp að köntunum, pikkið í botninn með gaffli, leggið smurða örk af álpappír yfir og bakið í 10-15 mín við 200°C. Takið álpappírinn af þegar búið er að baka. Saxið laukinn og sveppina og skerið beikonið í bita og steikið allt saman á pönnu og hellið yfir botninn. Hrærið saman rjóma, eggjum og rifna ostinum saman í skál og kryddið með salti og pipar. Hellið yfir botninn og bakið við 180°C í 35-40 mín. Berið fram volgt með salati.
Blaðlauksbaka
28.2.2008 | 19:52
150 gr heilhveiti
75 gr smjör
1 tsk olía
1-2 msk kalt vatn
Fylling:
200 gr blaðlaukur
2 dl grænmetissoð
200 gr kotasæla
3 egg
100 gr rifinn ostur
35 gr valhnetukjarnar saxaðir
½ tsk paprika
½ tsk sellerísalt
½ tsk hvítur pipar
Hnoðið deigið í matvinnsluvél og geymið í ísskáp á meðan fyllingin er löguð. Skerið blaðlaukinn í 1-1 ½ cm bita og mýkið í sjóðandi grænmetissoði í 2-3 mínTakið upp úr soðinu og látið leka af lauknum. Hrærið vel saman kotasælu, eggi og rifnum osti, blandið varlega saman við soðna blaðlauknum og valhnetukjörnum, kryddið með papriku, sellerísalti og pipar. Smyrjið eldfast mót og fletjið deigið út um 3 mm þykkt og setjið í mótið, hellið fyllingunni yfir og bakið við 220°C í 25-30 mín.
Blaðlauksbaka með möndlum
28.2.2008 | 19:51
100 gr hveiti
50 gr heilhveiti
4 msk vatn
2 msk smjörlíki
½ tsk salt
Fylling:
200 gr blaðlaukur
2 msk matarolía
1 dl vatn
1 tsk salt
¼ tsk pipar
40 gr möndlur afhýddar ca ¾ dl
Ostasósa:
100 gr mildur ostur
1 dl mjólk
2 egg
Blandið saman hveiti, heilhveiti, vatni, smjörlíki og salti og hnoðið. Fletjið deigið út og setjið í bökuform um 22-25 cm í þvermál, og bakið í 10 mín við 200°C. Sneiðið blaðlaukinn þunnt og léttsteikið á pönnu í olíu. Bætið vatni, salti og pipar út í og látið sjóða við vægan hita undir loki í fimm mínútur. Saxið möndlurnar og blandið þeim saman við. Dreifið blaðlauksfyllingunni yfir botninn. Rífið ostinn og setjið í skál hrærið saman við eggjum og mjólk, hellið blöndunni yfir fyllinguna og bakið við 200°C í 30 mín, neðarlega í ofninum.
Humarsósa Önnu
27.2.2008 | 21:57
1 msk sætt sinnper
1 msk tómatssósa
1 msk Worchestersósa
2 tsk karrý
2 tsk dill
Hræra öllu vel saman !

Þessi sósa er í boði Önnu Gísla

Sósur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ostagrýta
27.2.2008 | 21:03
170-200gr bacon
1 stór laukur
1 stór paprika
1 dós bakaðar baunir
1 askja sveppir
1 lítil dós ananas, skorinn í litla bita
1 gráðostur
ca. 100gr venjulegur ostur
1 peli rjómi
Krydda með grænmetiskrafti, ítölsku jurtakryddi og sojasósu, þykkja með sósujafnara eða maizena.
Hakk, bacon, laukur og paprika steikt í potti, bökuðum baunum og ananas bætt við. Þá ostinum og hann látinn bráðna.
Rjóma hellt útí og sveppir skornir í 4 parta settir í að lokum.
Þykkt og kryddað með ítölsku jurtakryddi.
Borið fram með pasta og hvítlauksbrauði.
Ítalskt rísottó
27.2.2008 | 21:01
1 stk laukur saxaður
1 rauð paprika söxuð
1 græn paprika söxuð
125 gr sveppir sneiddir
1 lítið zucchini (grasker) sneitt
2 msk matarolía
5 dl löng hrísgrjón
1 l vatn
2 stk kjúklingateningar
2 dl frosnar grænar baunir
salt og pipar
1 dl parmesanostur eða annar rifinn ostur
Saxið laukinn og paprikuna, sneiðið sveppina og zucchini. Hitið olíu í stórum potti eða pönnu og léttsteikið sveppina, takið þá frá. Bætið olíu á pönnuna og setjið ósoðin hrísgrjón og saxaðan lauk á pönnuna og hitið í tvær mín. Hellið vatninu á pönnuna yfir hrísgrjónin og myljið teningana út í, sjóðið undir loki í 15 mín. Bætið sveppum og grænum baunum, papriku og zucchini út í og sjóðið þar til grjónin hafa drukkið í sig allan vökvann. Kryddið eftir smekk og blandið ostinum saman við í lokin.
Hollari deildin | Breytt 22.8.2009 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Falafel (matbollur)
27.2.2008 | 20:55
6 dl soðnar kjúklingabaunir
4 hvítlauksgeirar
1 tsk kóríander duft
1 tsk cummin duft
cayenne pipar á hnífsoddi
hvítur pipar
salt
1 dl hveiti
olía til að steikja upp úr
Maukið laukinn i matvinnsluvél og bætið baununum saman við ásamt kryddinu, bætið hveitinu síðast út í.
Látið maukið bíða í kæli í nokkrar klukkustundir.
Mótið kúlur, á stærð við valhnetur, og fletið örlítið út með lófanum.
Hitið olíu á pönnu (olían á að ná u.þ.b. 1 sm upp á barmana) og steikið bollurnar á báðum hliðum þar til þær eru gullnar og stökkar að utan. Leggið bollurnar á eldhúsbréf svo fitan renni af þeim áður en þær eru bornar fram.
Bollurnar eru líka ágætar kaldar og þær má frysta. Þessa uppskrift má einnig nota í buff, en þá er gott að nota ísskeið eða stóra matskeið til að slumpa á stærðina á buffunum. Rúllið saman í kúlu og fletið út með lófanum. Ef kryddið í uppskriftina er ekki til í skápunum, er tilvalið að nota eitthvað annað, t.d. svolíðið af karrý og eitthvert gott jurtakrydd.
Hollari deildin | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rjómalagað kjúklingapasta
27.2.2008 | 20:54
Kjúklingabitar (t.d. bringur)
Beikon eftir smekk
1 papríka
nokkrir sveppir
1 lítill hvítlaukur
1/2 L Rjómi
Kjúklingurinn er skorinn í bita, steiktur á pönnu og kryddaður vel. Hvítlaukurinn
er hreinsaður og settur smátt saxaður saman við kjúklinginn. Svo er hann tekinn
af pönnunni og beikonið skorið í bita og steikt. Þegar það er orðið hæfilega
stökkt, þá er papríkan og sveppirnir skorin niður og snöggsteikt á litlum hita.
Pastað er soðið í vatni og sett smá matarolia og salt út í vatnið. Þegar pastað
er soðið, þá er vatninu hellt af því og kjúklingnum, beikoninu, sveppunum og
papríkunni blandað saman við. Þá er rjómanum hellt samanvið og þetta látið malla
á lágum hita í nokkrar mínútur. Einnig er hægt að krydda eftir vild.
Þetta er svo allt borið fram með hvítlauksbrauði eða öðru sambærilegu.
Spagetti Milano
27.2.2008 | 20:51
200 grömm Bacon
200 grömm sveppir
1 askja paprikusmurostur
250 ml rjómi
1/4 teskeið svartur pipar
spagettið er soðið eftir leiðbeiningum á pakka notið smá salt, sveppirnir sneiddir niður og steiktir, síðan er baconið sneitt í litla bita og steikt, eftir það er paprikusmurosturinn og rjóminn settur á pönnuna og þetta látið samlagast í sósu sem er krydduð með svörtum pipar. Vatnið síað af spagettinu og það sett í skál ásamt baconi og sveppum sósunni hellt yfir og öllu blandað vel saman.
Gott að hafa ristað brauð með þessu.