Ávaxtasalat með jarðarberjaídýfu.
30.7.2008 | 13:25
Banani
Vínber
Appelsína
Epli
Sveskjur
Döðlur
Ídýfa:
Jógúrt og jarðarber
Þvoið, hreinsið og afhýðið ávextina eftir þvís em við á.
Brytjið ávextina niður að vild.
Sneiðið hverja döðlu og sveskju í 2-3 bita.
Raðið skemmtilega á stórann disk (skiljið eftir pláss í miðjunni)
Blandið saman jógúrti og mörðum jarðarberjum í skál.
Setjið skálina í miðjuna og notið tannstöngla til að dýfa ávöxtunum í jógúrtblönduna.
Krakkaeldhúsið | Breytt 22.8.2009 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drumbar að hætti kokksins.
30.7.2008 | 13:19
1 msk sýrður rjómi
2 msk mild salsasósa
½ dl fínt rfinn ostur
2 mjúkar tortillakökur
1. Blandaðu saman rjómaosti, sýrðum rjóma, salsasósu og rifnum osti í skál.
2. Smyrðu blöndunni jafnt yfir tortillakökurnar.
3. Rúllaðu kökunum upp í sívalninga og settu þá í kæli.
4. Skerðu kökurnar í litla búta og berðu fram á disk.
Pinnamatur | Breytt 22.8.2009 kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kryddbrauð
30.7.2008 | 13:15
2 dl haframjöl
1 dl sykur
1 tsk matarsódi
½ tsk kanill
½ tsk kardimommudropar
½ tsk negull
½ tsk engifer
2 dl mjólk
1. Mældu þurrefnin og settu í skál.
2. Mældu mjólkina og bættu útí skálina.
3. Hrærðu deigið vel saman með sleif (eða í hrærivél)
4. Smyrðu kökuform með pensli. (aflangt form)
5. Settu deigið í kökuformið.
6. Bakaðu brauðið í 20-25 mínútur við 200°C.
Krakkaeldhúsið | Breytt 22.8.2009 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pylsur í felum
30.7.2008 | 13:11
2 dl. heilhveiti
1 tsk. sykur
2½ tsk. þurrger
1 dl. mjólk
½ dl. heitt vatn
Hnoðaðu öllu saman í skál og gerðu litlar kúlur úr því.
Skerðu pylsuna í 4 bita og vefðu kúlu (reyndu að fletja hana út fyrst) utan um pylsubitana.
Bakaðu í ofni við 200°C í 10-15 mín.
Skyrsúpa
30.7.2008 | 13:04
1 lítil skyrdós
2½ dl. mjólk
1 msk. sykur
1 tsk. vanilludropar
½ banani
½ epli
1. Hrærðu skyrið
2. Mældu mjólkina og helltu henni saman við í smáskömmtum.
3. Bættu vanilludropum og sykri saman við og hrærðu þangað til sæupan er laus við kekki.
4. Skerðu niður ávextina og bættu þeim saman við.
5. Berðu súpuna fram vel kalda.
Krakkaeldhúsið | Breytt 22.8.2009 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kókosgaldrakúlur
30.7.2008 | 12:58
100 gr. smjör
3 dl. haframjöl
1½ dl. kókosmjöl
1½ dl. flórsykur
1 tsk. vanillusykur
2 msk. kakó
1 msk. vatn
Blandaðu öllu saman í skál (sigtaðu kakó og flórsykur) og hnoðaðu deigið saman með höndunum.
Búðu til kúlur úr deiginu og veltu þeim jafnóðum uppúr kókosmjöli og raðaðu á bakka eða fat.
Kældu kókosgaldrakúlurnar. Uppskriftin gerir ca. 40 kúlur.
Kjúklingasalat frá Sólrúnu
27.7.2008 | 21:29
Þessi uppskrift var skilin eftir í gestabókinni, takk kærlega
1 kjúklingabringa
cajun spice
1 rauðlaukur
olía
majones
Hellið smá olíu í skál með kryddinu og smyrjið ofan á kjúklinginn. Eldið í ofni í 20 mín.
Látið kjúklinginn kólna og skerið í mjög smáa bita. Skerið laukinn líka í smáa bita, hrærið öllu útí majóið.
Sett á samlokur með icebergi, ritz kexi eða ristuðu brauði, alveg meiriháttar
Sítrónupasta með skinku frá Lauju
27.7.2008 | 21:24

Þessi uppskrift er frá veitingahúsi í Róm, Vecchia Roma, og er hún í bók sem heitir "Hundrað góðar pastasósur", eftir Diane Seed.
Allir fjölskyldumeðlimir eru vitlausir í þetta pasta.
500 gr. tagliatelle
1 hvítlausrif
25 gr smjör
svartur pipar
2 sítrónur
100 - 200 gr skinka
5 dl. rjómi (matreiðslurjómi)
salt
Hakka eða saxa hvítlauk örsmátt. Bræða smjör og steikja hann varlega, ekki brúna, bætið pipar út í. Þvo sítrónur og rífa ysta lagið mjög fínt (passa að taka ekki af hvíta sem gerir sósuna beiska). Skera skinkuna í ræmur og blanda saman við hvítlauk og smjör. Bæta síðan sítrónuberki og rjóma.
Láta krauma í opnum potti í allt að klukkustund. Sjóðið pastað til hálfs (mýkja það) - klára síðan að sjóða það í sósunni. Saltið eftir smekk. Ef sósan er of þykk bæta við smá rjóma. Ég hef notað matreiðslurjóma og blandað hann með léttmjólk, en í rest setti ég síðan 1 pela af rjóma, en mitt fólk vill hafa aðeins meiri sósu en upp er gefin í þessari uppskrift. Ég setti einnig aðeins meira af hvítlauk og sítrónuberki - þar sem sósan var aðeins meiri. Berið fram t.d. með hvítlauksbrauði.
Campbell's brauðréttur
27.7.2008 | 21:10
6-8 sneiðar beikon
1 laukur
100 gr ferskir sveppir
1 lítil dós ananaskurl
½ paprika
1 dós Campell´s Ham @ Cheese
2 dl rifinn Óðalsostur
1. Smyrjið eldfast mót og raðið brauði á botninn eða rífið það niður.
2. Steikjið beikon, lauk og sveppi.
3. Dreifið ananaskurli yfir brauðið og stráið paprikunni yfir það.
4. Blandið saman súpu, beikoni, lauk og sveppum og hellið yfir ananaskurlið.
5. Dreifið rifnum osti yfir og bakið í 15-20 mínútur við 180°c.
Heitir réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einn bragðsterkur brauðréttur
27.7.2008 | 21:07
1 mexico-ostur
ca 100 rjómaostur
4-5 dl matreiðslurjómi
1 box af sveppum (250 gr)
100 gr pepperoni
1 beikonbréf
2 dósir sýrður rjómi
3/4 franskbrauð, skorpuskorið og tætt niður
1. Ostarnir og rjóminn eru settir í pott og bræddir, sýrða rjómanum síðan hrært saman við.
2. Rífið brauðið niður og setjið í eldfast mót.
3. Sveppir og beikon steikt á pönnu og raðað ofan á brauðið.
4. Pepperoni stráð þar ofan á og ostablöndunni hellt yfir.
5. Bakað í ofni við 200°c í u.þ.b. 20 mínútur.
Heitir réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)