Grískur kjúklingur með kartöflum
3.8.2008 | 22:24
Uppskriftin er fyrir 4.
Kjúklingur í bitum
4-5 miðlungs kartöflur
Salt og pipar eftir smekk
1/4 bolli olívuolía
1/4 bolli brætt smjör
Safi úr einni sítrónu
2 msk þurrkað oregano (ég mæli nú samt með því fersku í miklu magni)
Hita ofninn í 180°C
Þvo og þurrka kjúklinginn
Skera kartöflur í 3 cm sneiðar
Setja kjúklinginn og kartöflurnar í ofnskúffu eða eldfast fat
Salta og pipra
Blanda saman olíu, smjöri og sítrónusafa
Smyrja á kjúkling og kartöflur.
Dreifa oregano yfir
Hella restinni af oliu/smjör/safa yfir
Setja álpappír yfir allt saman
Eldað í 1 ½ tíma og ekki taka álpappírinn af í þann tíma
Hækka hitann í 200°C og taka álpappírinn af
Elda í 15 mínútur til viðbótar eða þar til kjúklingur og kartöflurnar eru gullinbrún
Þessi uppskrift er í boði Gunnu Polly, takk kærlega skvís
Kjúklingur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kóngasveppasósa
3.8.2008 | 21:58
Þessi sósa er ætluð með kalkún.
2 msk smjör
200 gr kóngasveppir
1 dl brandí
2 dl púrtvín
2-3 dl soðið úr ofnskúffunni
2 dl rjómi
1 msk kalkúnakraftur
sósujafnari
salt og nýmalaður pipar
Bræðið smjör í potti og látið sveppi krauma í 2 mín. Bætið þá brandí og púrtvíni í pottinn og sjóðið niður í síróp. Bætið soði, rjóma og kalkúnakrafti saman við og þykkið með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar.
Sósur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nokkur ráð varðandi matarlím.
3.8.2008 | 21:52
- Leggið matarlímsblöðin alltaf fyrst í bleyti í kalt vatn.
- Ef safi eða vín er í uppskriftinni er mjög gott að bræða matarlímið í því enannars í vatnsbaði eða örbylgju.
- Hitinn á matarlíminu er mikilvægur og algengasta ástæðan fyrir því að frómasið (td) mislukkast, er að matarlímið er of kalt þegar því er hrært í kalda rjómablönduna og það blandast því ekki saman, heldur stífnar í þráðum.
- Það þarf að nota matarlímið strax og búið er að bræða það og hafa það aðeins meira en fingurvolgt en samt ekki heitara.
- Ef þið eruð með mikið magn er um að gera að fá aðstoð því það er mikið atriði að hræra vel í þegar matarlíminu er hellt út í.
Hvernig á að gera stökka puru ?
3.8.2008 | 21:47
Setjið pörusteikina í ofnfat eða steikingarpott og snúið pörunni niður. Kryddið með salti og pipar og hellið vatni í fatið þannig að það nái upp að steikinni til hálfs. Steikið í 180-190°C heitum ofni í 20 mínútur. Snúið steikinni við, skerið rákir ofan í pöruna, kryddið með salti og pipar og eldið við 190°C í u.þ.b. 30 mínútur.
Ef paran verður ekki stökk eftir þessa meðferð, þá er hægt að stilla ofninn á grill og grilla steikina í nokkrar mínútur en fylgjast mjög vel með henni á meðan.
Mál og vog
3.8.2008 | 19:24
Ameríkanar nota jafnan bolla og skeiðar til að mæla vökva og efni í föstu formi. Ef þið viljið frekar vigta geta þessar tölur hjálpað:
1 bolli smjör eða sykur = 8 únsur = 16 msk = uþb 250 gr
1 bolli hveiti = uþb 125 gr
1 bolli flórsykur = 5 únsur = uþb 150 gr
1 d l= 100 ml = tæplega 7 msk
1 msk = 15 ml
1 tsk = 5 ml
Vog:
1 pund (lb) = 454 gr = 16 únsur (oz)
1 únsa (oz) = 28,35 gr
Amerískar mælieiningar:
1 bolli = 2,4 dl
1 pint, vökvi = 4,7 dl
1 pint, þurrefni = 5,5 dl
Enskar mælieiningar:
1 bolli = 2,5 dl
Ofnhiti:
Hægt er að reikna út ofnhita með eftirfarandi formúlum en hér er einnig tafla sem auðveldara er að fara eftir:
Að breyta Fahrenheit í Celcíus:
Dragið 32 frá uppgefnu hitastigi á Fahrenheit, margfaldið þá tölu með 5 og deilið með 9.
Að breyta Celcíus í Fahrenheit:
Margfaldið uppgefið hitastig á Celcíus með 9, deilið í þá tölu með 5 og bætið 32 við.
Ofnhiti:
Þegar eldað eða bakað er í ofni með blæstri er ráðlegt að lækka hitann um 15-20°C miðað við uppgefinn hita í venjulegum ofni.
Góð ráð frá Mömmu | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Oreo ostaterta
3.8.2008 | 19:00
10-12 sneiðar.
Botn:
12 Oreo-kex með súkkulaðihjúp.
Fylling:
800 gr Philadelphia-rjómaostur
2 dl sykur
4 egg
1 tsk vanilludropar
12 stk Oreo-kex með súkkulaðihjúp, gróft söxuð
Hitið ofninn í 160°C. Fóðrið botninn á 24-26 sm smelluformi með smjörpappír. Malið Oreo-kex í matvinnsluvél og þrýstið í botninn á forminu. Bakið í 10 mín.
Hrærið rjómaost ásamt sykri þar til hann verður mjúkur, bætið eggjum útí, einu í einu og hrærið vel. Blandið vanilludropunum og Oreo-kexi saman við.
Hellið í formið og bakið áfram í 60-70 mínútur. Kælið.
Kakan er betri ef hún fær að bíða í kæli í sólarhring og hún geymist í allt að viku í kæliskáp.
Kökur og tertur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Toblerone ísterta
3.8.2008 | 18:53
Tertan er ætluð fyrir 6 (fer eftir svengd bumbunnar )
Botninn:
170 gr hafrakex
2 msk kakó
2 msk púðursykur
80 gr smjör, brætt
Myljið kexið fínt með kökukefli eða í matvinnsluvél. Bætið kakói og púðursykri útí ásamt smjöri og blandið vel.
Hyljið botninn á 26-28 cm smjörpappírsklæddu smelluformi. leggið til hliðar.
Ísinn:
4 eggjarauður
4 msk sykur
200 gr Toblerone
3-4 msk vatn
4 dl rjómi, léttþeyttur
3-4 stk Daim single, saxað (eða 100 gr Toblerone)
Hrærið saman ruður og sykur þar til blandað verður ljós. Bræðið toblerone og vatn saman, bætið útí eggjablönduna og blandið vel saman. Bætið þeyttum rjóma saman við, fyrst smáslettu og síðan öllu.
Hellið í formið og frystið í 2 tíma eða þar til ísinn er orðinn það stífur að súkkulaðibitarnir sitji á yfirborðinu.
Setjið kurlað Daim eða Toblerone yfir og frystið aftur
Kökur og tertur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jarðarberja mousse eftirréttur
3.8.2008 | 18:47
1½ bolli fersk jarðarber
½ bolli mascarpone eða rjómaostur
½ bolli sigtaður sykur
þeyttur rjómi eftir smekk
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og berið fram með jarðarberjum, hindberjum og söxuðum pistasíu hnetum
Eftirréttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bláberja, banana smoothie
3.8.2008 | 18:45
Fyrir 4.
1½ bolli fersk bláber
1 banani
1 bolli vanilluskyr
4 ísmolar
½ bolli ný-eða léttmjólk
Blandið öllu saman í matvinnsluvél, og berið fram ískalt í fallegum háum glösum
Eftirréttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bláberja muffins
3.8.2008 | 18:43
1 bolli mjólk
¼ bolli jurtaolía
½ tsk vanilla
1 egg
2 bollar hveiti
1/3 bolli sykur
3 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 bolli fersk bláber
Stillið ofninn á 200°C. Hrærið saman mjólkinni, olíunni, vanillu og eggjunum, hrærið svo saman við hveitinu, sykrinum, lyftiduftinu og saltinu.
Hellið svo bláberjunum útí og setjið svo deigið í muffins form.
Bakið í 20-25 mínútur eða þar til þau verða gullin brún.
Berja réttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)